Það er eitthvað rotið í Danaveldi

Nú er Færeyingum bannað að selja síld til Danmerkur.  Þó deila löndin drottningu.  Danir hafa ákveðið að beita Færeyinga refsiaðgerðum vegna síldveiða þeirra, eða voru það ekki Danir sem ákváðu það?

Færeyjar eru taldar hluti af Danska konungdæminu.

Færeyjar ákveða sjálfir sinn fiskveiðikvóta. Gera Danir það?

Danir geta ekki ráðið því sjálfir hvort þeir beita Færeyinga refsiaðgerðum eður ei.

Hvorug þjóðin hefur fullt sjálfstæði.

En hvor þeirra er sjálfstæðari? 

 


mbl.is Meinað að selja síld til ESB-landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Netop som EU har vedtaget forbud mod import af sild og makrel fra Færøerne, kommer nu også Norge på banen med yderligere sanktioner.

Noregur ákveður sinn kvóta sjálft í samráði við ESB. Þar með er þeir minna sjálfstæðir en segjum Færeyingar, ekki satt?

Gísli Ingvarsson, 1.8.2013 kl. 22:54

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Noregur getur að sjálfsögðu beitt Færeyinga refsiaðgerðum, en er engan vegin skuldbundið til þess, ekki frekar en Íslendingar.

Ákvörðun um slíkt er því Norðmanna.

Noregur ákveður ekki kvóta sinn í 'samráði" við "Sambandið", heldur samkvæmt samningum við "Sambandið". Á því er mikill munur. Ríki innan "Sambandsins" geta enda ekki gert sjálfstæða samninga um slíkt.

G. Tómas Gunnarsson, 1.8.2013 kl. 23:10

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&plugin=0&language=en&pcode=tag00076

áhugavert er að skoða hversu mikill afli berst á land frá danska fiskiskipaflotanum miðað við Ísland til dæmis. Því miður kann ég ekki að leita uppi upplýsingar um tekjur af fiskiðnaði dana miðað við okkar en hann er að sögn talsvert meiri. Það er að sjá að danir hafi miklar tekjur af fiskveiðum, sölu og verkun. Danir hafa þó fullan skilning á stöðu Færeyinga og þurfa að velja á milli viðskiptahagsmuna sinna við evrópusambandið og hagsmuna sinna vegna ríkjasambandsins við Færeyjar sem eru fremur takmarkaðir. Meira að segja Færeyngar skilja þetta enda ákváðu þeir sjálfir að standa utan ESB til að styrkja landstjórnina í viðskiptum sínum við Dani fyrst og fremst því þeir geta ekki gerst sjálfstæður aðili að ESB að því að mér skilst vegna ríkjasambandsins við Dani. Svona er þetta allt skrítið.

Gísli Ingvarsson, 1.8.2013 kl. 23:25

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þarfar athugasemdir G. Tómas G.  En Gísli Ingvarsson kl. 22.54, Noregur er sjálfstæðari en Færeyjar þar sem Normenn sitja einir að sínum kóngi en Færeyingar deila sinni Drottningu með hinni Dönsku hjáleigu Evrópusambandsins. 

Noregur stendur líka betur að vígi gagnvart afætum Evrópusambandsins eins og Rússar með sína olíu og gas og svo eru þau lönd líka stærri en Færeyjar og það gerir útslagið með að Færeyingum er hótað en Rússum ekki. 

Þýskfranska Sovétið er mun ómerkilegra en Rússneska sovétið var, enda segja Svíar að yfirstjórn þess sé eins og sjálfspilandi píanó með lélegri fjöður og spili þar með falskt .         

Hrólfur Þ Hraundal, 1.8.2013 kl. 23:59

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er þetta ekki bara hið best mál - á næstu vikum/mánuðum kemur í ljós hversu gott þetta 'sjálfstæði' þeirra og okkar er.

Rafn Guðmundsson, 2.8.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband