Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
22.8.2013 | 08:34
"Sambandssinnar" geta ekki sætt sig við ósigurinn
Ég held að það sé sama hvernig á það er litið, "Sambandssinnar" biðu herfilegan ósigur í Alþingiskosningunum síðastliðið vor. Hvort sem litið er til herfilegrar útreiðar helsta flokks "Sambandsssinna", Samfylkingarinnar, gengi þeirrar ríkisstjórnar sem sótt hafði um "Sambandsaðild, eða fjölda Alþingismanna sem hlynntir eru aðild að Evrópusambandinu, þá höfðu andstæðingar "Sambandsaðildar" alls staðar sigur.
Núverandi stjórnarflokkar höfðu það á stefnuskrá sinni (sérstaklega vert að skoða Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins) að hætta viðræðum við "Sambandið". Tekið var fram að þær yrðu ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er einmitt í þann farveg sem málið stefnir.
Það má hins vegar gagnrýna núverandi stjórnvöld að nokkru fyrir það hvernig málið hefur verið rekið áfram.
Auðvitað þarf stórmál sem "umsóknin" er að koma til kasta Alþingis.
Það má síðan færa fyrir því rök að best færi á að málið komi til kasta þjóðarinnar á einhverjum tímapunkti.
Þá er réttast að spyrja kjósendur hvort að þeir vilji ganga í Evrópusambandið eður ei. Það þarf að afhjúpa endanlega blekkingarleikinn um að "kíkja í pakkann". Því eins og Þorsteinn Pálsson kemst réttilega að orði á Vísi um síðustu helgi:
Staðreyndin er sú að blekkingarleikir, villandi upplýsingar og staðhæfinar Samfylkingar og Vinstri grænna (sem og annarra "Sambandssinna) komum málinu í það öngstræti þar sem það er nú statt.
Það væri því best að Alþingi taki af skarið og samþykki viðræðuslit snemma á haustdögum.
Stefna flokkanna alltaf verið skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er eiginlega með eindæmum. Ekki það að Gunnar Bragi skuli ekki hafa svara Árna Páli, heldur að þetta skuli vera orðið að frétt hjá Ríkisútvarpinu.
Auðvitað hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá þeim sem eru ráðherrar að svara bréfum frá formanni Samfylkingar. Sjá það ekki allir, hvort sem þeir starfa hlutlaust hjá ríkisfjölmiðlinum eður ei?
Persónulega finnst mér þetta vægast satt undarlegt fréttamat. Mér er það til efs að utanríkisráðherra beri yfirhöfuð skylda til þess að svara bréfinu, þar sem ekki er um formlega þingfyrirspurn að ræða. En ég viðurkenni fúslega að ég þekki þá lagalegu hlið ekki.
En það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að bréfinu verði svarað, en það getur varla talist óeðlilegt að það taki lengri tíma en 2. daga.
En auðvitað má ekki saka fréttamenn RÚV um hlutdrægni og óeðlilegt fréttamat. Slíkt getur auðvitað ekki átt sér stað. Þeir hljóta að vera hlutlausir, þeir eru ríkisstarfsmenn.
20.8.2013 | 16:22
Frelsi í 22 ár
Í dag eru liðin 22 ár síðan hernámi Sovétríkjanna lauk í Eistlandi. Heil kynslóð Eistlendinga hefur náð að vaxa úr grasi laus við ok sósíalismans.
Það eru 95 ár síðan Eistland lýsti yfir sjálfstæði sínu, en enn hefur þjóðin ekki náð því marki að hafa verið frjáls í meira en helming þess tímabils. Hernám kommúnismans varði í yfir 50 ár.
Tvisvar þurftu Eistlendingar að sækja frelsi sitt í hendur Sovétsins. Í hvorugt skiptið án fórna, en í það síðara þó án blóðsúthellinga.
En hernámið var ekki án þjáninga, ekki án þess að blóði væri úthellt. Tugum ef ekki hundruða þúsunda var fórnað á altari kommúnismans. Lestarferðir án endurkomu var hlutskipti sem í "alræði öreiganna" var það eina sem var í boði fyrir tugþúsundir Eistlendinga.
Sovétríkin, bæði sem bandamenn Nazista og sigurvegarar þeirra notuðu tækifærin sem buðust til að brjóta niður og myrða Eistlendinga sem og aðra íbúa Eystrasaltslandanna.
En 20. ágúst 1991 lýstu Eistlendingar því yfir að þeir hefðu endurheimt sjálfstæði sitt, að frelsið væri þeirra á ný.
Þann 21 ágúst., daginn eftir, viðurkenndu Íslendingar, fyrstir ríkja sjálfstæði Eistlendinga, sem og Lettlands og Litháen.
Mér er það til efs að utanríkisstefna Íslendinga hafi risið hærra en þann dag.
Íslendingar stóðu með lítilmagnanum, þorðu að standa með sjálfsákvörðunarréttinum og frelsinu.
Ég óska Eistlendingum hvar sem þeir eru staddir til hamingju með daginn.
P.S. Ég naut þess að labba á meðal Eistlendinga í dag, þar sem þeir fögnuðu deginum. Herinn var áberandi og það var einnig eftirtektarvert hve hátt hlutfall talaði Rússnesku. En dagurinn var ánægjulegur. Set ef til vill inn myndir hér fljótlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2013 | 13:28
Getur verðbólga verið hærri með euro en krónu?
Getur það verið að land sem hefur euro fyrir gjaldmiðil búi við hærri verðbólgu en Ísland með sína krónu?
Já, í Eistlandi hefur verðbólgan verið 3.9% undanfarið ár, á meðan hún hefur verið 3.8% á Íslandi. Ekki hægt að segja að munurinn sé mikill, en sá litli sem er, er Íslandi í hag.
Allt tal um meðaltal á eurosvæðinu, eða í "Sambandinu" er ákaflega villandi. Vissulega er það til bóta að uppgangur sé í Þýskalandi og nokkrum öðrum ríkjum, en því miður kemur það atvinnuleysingjum í Gríkklandi eða á t.d. á Spáni að frekar litlum notum.
Þó að meðaltalsverðbólgan á eurosvæðinu sé 1.6%, þá er verðhjöðnum í Grikklandi, en eins og áður sagði er verðbólga nær 4% í Eistlandi.
Er þá eitthvað sem segir að verðbólga á Íslandi væri lægri en þau 3.8% sem hún er nú, ef gjaldmiðillinn væri euro?
Ég held að það sé ákaflega erfitt að færa sannfærandi rök fyrir því.
En þetta er eitt af því sem eilíflega er klifað á.
P.S. Getur einhver sagt mér hvað tvær setningarnar í fréttinni þýða?
Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1,6% í júlí á evrusvæðinu. Verðbólgan var sú sama að meðaltali í þeim sautján ríkjum sem tilheyra evrópska myntbandalaginu.
P.S.S. Hér er stöplarit yfir verðbólgu í "Sambandslöndunum".
Verðbólgan 1,6% á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2013 | 18:11
IPA styrkir og makrílveiðar
Þau eru orðin mörg harmakveinin sem "Sambandssinnar" á Íslandi hafa rekið upp á undanförnum dögum vegna "tapaðra" IPA (Skopmyndateiknari Fréttablaðsins sneri þessu í API).
En mér langar til að benda þeim á að reikna út heildarmagn IPA styrkja á ári og svo áætlaðar tekjur Íslensks þjóðrarbús af makrílveiðum.
Hver skyldi munurinn vera og hverju í hag?
Eða skyldi einhver (t.d. Matís) hafa sótt um IPA styrk til vöruþróunar á makríl á Íslandi?
Geta ekki bjargað verkefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2013 | 18:06
Vond þróun, en betri en stöðnun.
Það hlýtur að vekja umhugsun að fjölgun starfa sé fyrst og fremst í láglaunastörfum. Vissulega er það betra en að engin störf verði til, en ekki sú þróun sem vísar Íslendingum fram veginn.
Það væri gaman að sjá frekari greiningu á því hvar störfin hafa verið að skapast. Líklega er innlend ferðaþjónusta fyrirferðarmikil þar, en eins og oft hefur verið bent á, er ferðaþjónusta þekkt fyrir að vera greiðandi lágra launa.
Ef raunverulegur lífskjarabata á að verða á Íslandi, þarf að skapa hálaunastörf, störf sem útflutning. Íslendingar hafa ekki efni á öðrum en því að viðskiptajöfnuðurinn sé í plús, og því mikilvægt að störfin sem skapist, bjóði ekki aðeins upp á há laun, heldur auki útflutning.
Að skapa slík störf er þó ekki sjálfgefið.
En þessi þróun bendir líka til þess að þó að uppgangur ferðaþjónustu hafi komið á besta tíma og bjargað miklu í niðursveiflunni, geti hún ekki orðið sú atvinnugrein sem byggir upp framtíðarvelmegun á Íslandi.
Láglaunastörfum fjölgar ört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2013 | 17:49
Styrkur fyrir Ísland
Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvílíkur styrkur það er fyrir Ísland að hafa flugrekstraraðila eins og Icelandair með starfsemi sína á landinu.
Icelandair er gríðarlega öflugt flugfélaga sem hefur umsvif langt umfram það sem ætla má að "landsflugfélag" rétt rúmlega 300.000 íbúa lands hafi.
Því búa Íslendingar við samgöngur (og samgöngunet) sem er mun betra en þeir geta gert kröfu ti, eða búist við.
Ekki eingöngu tryggir þetta góðar samöngur fyrir Íslendinga og mikinn fjölda ferðamanna, heldur skapar þetta hundruði, ef ekk þúsundi starfa, sem eru með þeim betur launuðu í ferðaþjónustunni.
Icelandair flutti 306 þúsund farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2013 | 19:05
Ætlaði Ísland að ganga í Evrópusambandið?
Í dag má víða heyra ramakvein Íslenskra "Sambandsssinna" yfir því að Evrópusambandið hafi ákveðið að frekari IPA styrkir stæðu Íslendingum ekki til boða.
Eins og lesa má á vefsíðu Vísis, ætlast "Sambandið" til þess að þær þjóðir sem sækist eftir og fái IPA styrki stefni að inngöngu í "Sambandið".
Á Vísi segir orðrétt í fyrirsögn: Ætlast til þess að viðtökuland stefni að inngöngu
En hefur Ísland og Íslendingar einhvern tíma stefnt að inngöngu í "Sambandið"?
Voru ekki viðræður Íslendinga og "Sambandsins" ekki eingöngu viðræður sem snerust um hvað væri í boði? Hvort að það gæti hugsanlega verið hagsmunir Íslendinga að ganga í "Sambandið", ef samningar væru nógu hagstæðir? Átti ekki bara að "kíkja í pakkann"?
Hafa skoðanakannanir ekki sýnt að Íslendingar eru mótfallnir því að ganga í "Sambandið", þó að á stundum hafi meirihluti sýnt í könnunum að hann vill gjarna halda viðræðum áfram?
Er það land eða þjóð sem vill stefna að inngöngu í Evrópusambandið?
Eða vildu Íslendingar eingöngu stefna að viðræðum við "Sambandið"?
Hver er svo munurinn?
Staðreyndin er sú að þetta sýnir enn og aftur á hve miklum villigötum umsókn Íslendinga var.
Auðvitað sækir engin þjóð um aðild að "Sambandinu" til þess að "kíkja í pakkann".
Þjóðir eiga eingöngu að sækja um aðild að Evrópusambandinu ef fullur vilji er á meðal þeirra til þess að ganga í "Sambandið".
En blekkingarleikurinn í kringum umsókn Íslands, lygarnar og rangfærslurnar hafa verið endalausar og hafa skemmt fyrir umsókninni, sem hafði þegar á reyndi engan grunn, enga undirbyggingu.
Það er sú arfleifð sem Samfylkingin skyldi eftir sig þegar hún hrökklaðist frá völdum, þegar ríkisstjórnin undir forystu hennar setti Evrópumet í fylgistapi.
Auðvitað eiga Íslendingar ekki að fá IPA styrki. Það áttu þeir aldrei að fá.
Þá styrki eiga eingöngu þær þjóðir að hljóta sem afdráttarlaust stefna að inngöngu í Evrópusambandið.
Ísland hefur hefur aldrei verið þeirra á meðal.
ESB skrúfar fyrir IPA-styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.8.2013 | 18:42
Endurtekið efni?
Að ýmsu leyti minnir þetta á það ástand á fyrri tíma. Þegar ég var að byrja að hafa áhuga á tölvumálum var Apple að mörgu leyti með yfirburðavöru á markaðnum.
En Applevörur voru eingöngu framleiddar af Apple. Svo kallaðar PC tölvur og vörur tengdar þeim voru hins vegar framleiddar af tugum aðila og seinna hundruðum.
Samkeppnin var því harðari og árangursríkari á PC markaðnum. Forritunarfyrirtæki sáu líka fljótlega stærri markað þar.
Apple átti því langt skeið þar sem það átti erfitt uppdráttar.
Að einhverju marki er eins og sagan sé að endurtaka sig. Fjöldinn sigrar gæðin, eða á Apple einhveja ása upp í erminni?
P.S. Það sama má að miklu leyti segja um sigur VHS kerfisins á Beta á myndbandamarkaðnum.
Android komið í 80% markaðshlutdeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2013 | 18:29
Sumarið í svart hvítu
Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég hef gert svart hvítar af þeim sem ég hef tekið í sumar. Ýmissa hluta vegna höfða svart hvítar myndir enn afar sterkt til mín.
Eins og venjulega, ef áhugi er fyrir hendi má "klikka" á myndirnar til þess að sjá þær stærri, og flytjast þá yfir á flickr síðu mína, þar sem einnig má finna fleiri myndir.