Ríkisstjórnin nýtur enn trausts, en ...

Ríkisstjórnin nýtur enn trausts, en skoðanakannanir benda þó til þess að það fari hægt og rólega minnkandi.  Það er ef til vill ekki óeðlilegt, en er þó ákveðin aðvörun til hennar.

Kjósendur hafa enn trú á ríkisstjórninni til góðra verka, en þolinmæðin er þó þorrin hjá hluta þeirra. Þeir hafa misst trúnna á því að ríkisstjórnin bæti hlutskipti þeirra.  

Stóra spurningin er svo hvort er betra fyrir þjóðarhag, efnd loforðanna eða svik þeirra?

Pólítískst langlundargeð er af skornum skammti þessa dagana, ekki bara á Íslandi, heldur almennt um heiminn.  Því reikna kjósendur með að stjórnmálamenn séu snöggir að snúa málunum við og búa í haginn fyrir þá.

Líklega má segja að þetta sé hluti af ofurtrú almennings á getu og hlutverk hins opinbera og stjórnmálamanna.

En það má vissulega velta því fyrir sér hvaða leiðir eru færar, bæði fyrir núverandi ríkisstjórn og svo þá sem hugsanlega tæki við af henni.

En hitt er ljóst að almenningur væntir aðgerða fljótlega með haustinu og er ekki reiðubúin til það veita langa ríkisstjórninni langa fresti til að beina hlutum til betri vegar.

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 54% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband