Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Skyldi lausnin vera "meiri Evrópa" eða meira nautakjöt?

Við flestum krísum sem koma upp í Evrópusambandinu, segja ráðamenn þess að lausnin sé "meiri Evrópa" (á mannamáli þýðir það meiri miðstýring, meiri samþáttunum, eftirgjöf fullveldis o.s.frv).

Það verður fróðlegt að sjá hver verða viðbrögði forystumanna "Sambandsins" við hinni "hneggjandi  nautakjötskrísu".

En vandamálið liggur ef til vill ekki síst í miðstýringunni.  Í þeirri trú að sama gerð af stimpli í Búkarest tryggi að allt sé eins og ef sami stimpill sé notaður í Bristol, eða Bolungarvík.

Fyrirtæki sem vilja tryggja neytendum gæðavöru, verða að hafa yfirsýn yfir öll aðföng.  "Miðstýrðir stimplar" tryggja ekki gæði.

Það dugar ekki að treysta á "ferlið".

En hvers vegna kaupir fyrirtæki í Frakklandi, sem framleiðir vörur fyrir Evrópumarkað, þar á meðal Bretland, hráefni frá Rúmeníu, í gegnum Holland og Kýpur?  Landið sem vekur sértaka athygli í birgjakeðjunni er Kýpur.

En lausnin við þessari krísu er ekki "meiri Evrópa", heldur meira nautakjöt.  Það þarf að vera 100%.

Það fæst með því að gera fyrirtækin ábyrg fyrir sinni vöru.  Ekki að leyfa þeim að skjóta sér á bak við birgja. Ekki leyfa þeim að skjóta sér á bakvið að varan hafi verið með "réttu" stimplana.  Ábyrg fyrirtæki vita hvað þau kaupa og þá um leið hvað þau selja.

Eitt af því sem fylgir meiri miðstýringu, meiri samþættingu og meiri samruna er meiri "pappírsvinna", meiri skriffinska, meiri kostnaður.

Það hefur gert risafiyritækjum auðveldara fyrir að sækja fram gegn þeim smærri.

Þá verða "ferlarnir" með þeim hætti að að Franskt fyrirtæki, frameiðir lasagna, úr Rúmensku hráefni, sem það kaupir í gegnum Holland og Kýpur, til þess að selja í Bretlandi, Danmörku, Íslandi og víðar.

Það eykur líkurnar á "hrossaprangi", þó að það geti vissulega lækkað verð.

Frá haga, til Hollands, til Kýpur, til Frakklands, til Bretlands, til Íslands, í maga, er ekki nauðsynlega framför, þó að það geti stundum verið ódýrara. 

Er ekki rétt að halda því til haga? 


mbl.is Deilt um hrossið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf þá ekki bara mikið meira eftirlit?

Hrossakjötssala hefur víst verið mun meiri í Bretlandi en þeir höfðu hugmynd um.  Það var ekki einu sinni að þeir kvörtuðu yfir því.  Þeir höfðu einfaldlega ekki hugmynd um það.

Það er ekki til eftirbreytni að svíkja neytendur og fá þá til að leggja sér til munns matvæli sem þeir kæra sig ekki um.

Sumir tala jafnvel um að þetta athæfi geti verið hættulegt heilsu þeirra sem neyta hrossakjötsins, þar sem meira hætta sé á "lyfjaleifum" í hrossakjöti, vegna mismunandi reglugerða.  Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki vit á því.

En mér flaug hins vegar í hug þegar ég hef verið að sjá fréttir um hið "hneggjandi nautakjöt" sem Bretar hafa verið gabbaðir til að snæða, "stóra Íslenska iðnaðarsaltshneykslið".

Þá voru ýmsir sem veltu upp þeim fleti að þetta væri eitt af því sem sannaði að Íslendingar væru betur komnir í "Sambandinu".  Þeir væru ekki þess umkomnir að hafa eftirlit með sjálfum sér og matvælum.  

Það væri sko eitthvað annað í "Sambandinu" þar væri matvælaeftirlit ekkert grín.

En hrossakjötssvindlið er auðvitað "Sambandshneyksli".  Neyslan fer fram í Bretlandi og Írlandi, en þræðirnir berast til Póllands, Frakklands, Hollands, Rúmeníu og ef ti vill víðar.

Ekki er heldur langt síðan "litað" svínakjöt frá A-Evrópu var selt sem nautakjöt innan Evrópusambandsins. 

En er þetta þá ekki allt Evrópusambandinu að kenna?

Þarf ekki einfaldlega að stórauka allt eftirlit?  Ráða fullt af fólki sem fer yfir alla "ferla" og leysir vandamálið?

Það er ekki mín skoðun.

Það er engan vegin rétt að kenna "Sambandinu" um málið, ekki frekar en að það var rétt að segja að Íslensk stjórnvöld eða Íslenskt kerfi væri óhæft.

Það er heldur ekki þörf á því að stórauka eftirlitið.

Það er einfaldlega þörf á því að breyta vinnubrögðunum.

Fyrirtæki eiga að hætta að treysta á "ferlið".  Framleiðandi á að vera ábyrgur  fyrir sinni vöru. Vottorð sem er gefið út fyrir kjöt í einu landi og búið að fara í gegnum nokkur önnur er einfaldlega ekki nóg, jafnvel þó að öll löndin séu í "Sambandinu".

Það ku finnast breyskir einstaklingar þar sem annars staðar.

Lausnin er ekki að auka eftirlitið þangað til það verður óþarft vegna þess að enginn hefur efni á því að kaupa kjöt.

Líklega er betra að eftirlitið sé "lókal", en það sem miðstýrt.  Rétt eins og í bankamálunum er betra að eftirlitið fyrir matvæli sem neyta á í Bretlandi, sé í Bretlandi, en að það sé í Búlgaríu, Rúmeníu eða Frakklandi. 

Ef til vill er meiri þörf fyrir að "rannsaka" vöruna sem er til sölu í kæli- og frystiborðum, en að fylgjast með þeim húsakynnum þar sem hún er unnin.  

Sama gildir um rökin að Ísland þurfi að ganga í "Sambandið" til að uppræta spillngu á Íslandi.  Skora á þá, sem það halda að fylgjast með fréttum úr frá ríkjum "Sambandsins. 

 


mbl.is Hóta að fara í mál vegna hrossakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völdu Íslendingar bestu leiðina?

Auðvitað má endalaust deila um það hvort að Íslendingar völdu bestu leiðina eða ekki.  Sjálfsagt verður það seint sem allir verða sammála um slíkt.

En ég tel að það sé alltaf að koma betur og betur í ljós, hvað ákvarðanir Íslendinga voru í það minnsta góðar, við afar erfiðar aðstæður og undir gífurlegri pressu.

Það ber einnig að hafa í huga að við kringumstæður eins og ríktu á Íslandi á haustmánuðum 2008, er nokkuð góð ákvörðun tekin strax, oft betri en "fullkomin" ákvörðun tekin nokkrum dögum eða vikum síðar.

Æ fleira bendir til þess að Íslenska ríkisstjórnin hafi staðið sig vel.  Tekið ákvarðanir sem voru nokkuð réttar og sem mynduðu betri heild en aðrar leiðir sem voru í stöðunni.

Það er fyllsta ástæða til þess að gefa þessu gaum og halda til haga.

Í þessu ljósi er síðan ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna núverandi stjórnvöld lögðu á það svo ríka áherslu að sækja Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra til saka. 

Hvað bjó að baki þeim pólítísku réttarhöldum? Og hvernig var staðið að atkvæðagreiðslunni á Alþingi.

Það er ekki síður ástæða til þess að velta fyrir sér þeim ákvörðunum sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið að.  Ekki hvað síst eftir að samstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn lauk.

Skyldu þær þykja jafn skynsamar?

 

 


mbl.is Fórum bestu leiðina eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að horfast í augu við staðreyndir - Tillögur að nýrri stjórnarskrá ekki boðlegar óbreyttar

Það hefur ef til vill ekki verið sterka hliðin hjá núverandi ríkisstjórn að horfast í augu við staðreyndir.

Eftir að hafa lagt fram kvótafrumvarp sem einn ráðherrana líkti við bílslys.  Eftir að hafa verið gerð 2. afturreka með IceSave samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá átti samt að halda áfram að keyra á nýtt stjórnarskrárfrumvarp, þó að athugasemdir og aðfinnslur streymdu að úr hverri áttinni á fætur annarri.

En stundum verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir.

Stundum duga ekki klækja og krepptur hnefinn stjórnmál.

Auðvitað á stjórnarskráin skilið meiri virðingu og vandaðri vinnubrögð heldur en þjóðin hefur orðið vitni að hingað til.

Þessi ákvörðun er því fagnaðarefni. 

 

 


mbl.is Ekki ný stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Björt framtíð - Afhroð ríkisstjórnarflokkanna

Þó að þessi skoðanakönnun sé ekki alfarið eins og þær sem birtust um mánaðarmótin, eru meginlínurnar ekki ósvipaðar.

Það hefðu líklega ekki margir trúað því fyrir ári eða svo, að 3. stærstu flokkarnir í skoðanakönnunum í febrúar 2013, væru Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Björt framtíð.

Meginlinan í þessari könnun eru eins og þeim sem hafa verið framkvæmdar undanfarnar vikur, er algert afhroð stjórnarflokkana, Samfylkingar og Vinstri grænna. 

"Stríð" þeirra Jóhönnu og Steingríms hafa skilað flokkunum þessari stöðu.

Samfylkingin er í könnunum 4. stærsti flokkurinn og Vinstri græn sá 5. 

Vinstri græn eru þó stærri en Hægri græn í þessari könnun.  Ef til vill verður það túlkað sem varnarsigur.

En það er rétt að hafa í huga að þetta eru eingöngu skoðanakannanir.  Enn er býsna langt til kosninga og margt getur breyst.  Þessar kannanir sýna að hreyfing er á fylginu.

Spurning hvort að Árni Páll nær að endurheimta fylgi frá Bjartri framtíð?

Svo eiga hugsanlega eftir að koma fram ný framboð sem geta höggvið frekari skörð í fylgi stjórnarflokkanna.

Framsóknarflokkurinn er með landsþing þessa helgi, Sjálfstæðisflokkurinn eftir 2. vikur.  Vinstri græn að mig minnir fljótlega líka.

Næstu vikur verða fróðlega og líklega líflegar. 

Könnunina má finna hér

 

 


mbl.is Framsókn fengi 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huldusamtök gera skoðanakönnun - Hanna Birna í varaformanninn

Það verðugt rannskóknarefni að skoða  með hvernig hætti skoðanakannanir eru notaðir í stjórnmálabaráttu nútímans.

Mælingar einstaklinga og "samtaka" hefur haft ýmisleg áhrif og sumir vilja vart "hreyfa" sig í stjórnmálum án þess að gera skoðanakönnun. 

Sterk staða Hönnu Birnu í þessari könnun kemur ekki sérstaklega á óvart.  

Það sem kemur ef til vill meira á óvart að kaupendur skoðanakönnunarinnar skuli ekki vilja upplýsa hverjir standa að henni. 

Undir þeim kringumstæðum vakna vangaveltur um hverjir hafa hag af því að láta gera slíka könnun? 

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er eðlilega að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi látið gera könnunin.  Það er einhvern veginn eðlilegast.  En hví skyldu þeir ekki vilja kannast við það?

En hitt kemur líka upp í hugann, að það væru pólítískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sem hefðu hag af slíkri könnun.

Fátt er betra fyrir stjórnmálaflokka, sérstaklega þá sem standa höllum fæti, en að andstæðingar þeirra berjist innbyrðis og skiptist í fylkingar.  

Þegar þessi frétt birtist virðist seinni möguleikinn allt í einu ekki jafn ólíklegur.

En ég hygg að þetta sé afar skynsamleg ákvörðun hjá Hönnu Birnu.  Hef enga trú á öðru en að varaformannsembættið verði hennar. 

 

 

 


mbl.is Fleiri kjósa Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ranghugmyndir" skulu kæfðar í fæðingu

Forvirk starfsemi á netinu.  Auðvitað þarf að "temja" þessa nýju tækni.  

Frelsið er ekki bara yndislegt heldur getur verið fjandsamlegt ríkjandi valdhöfum og skoðunum þeirra.

Slíkt þarf að "leiðrétta" strax.

Umræða án eftirlits er hættuleg og getur afvegaleitt þá sem eru "veikari fyrir".  Til dæmis börn og unglinga.

Því erfiðari sem staða margra valdhafa verður, því meiri áhersla er oft lögð á áróður og hugsanamótandi "eftirlit".  Þess má víða finna dæmi í sögunni.

En sem betur fer eru slíkar aðgerðir æ erfiðari eftir því sem tækninni í samskiptum hefur fleygt fram.  Upplýsingar finna sér nýja og nýja farvegi.

Ég hef ekki stórar áhyggjur af því að "Sambandinu" takist að hefta umræðu um galla þess og það sem miður og aflaga fer hjá því.  

En ég hef áhyggjur af því hugarfari sem þarna kemur fram.

Því stóra spurningin er, hver ákveður hvað er rétt og hvað er rangt?  Hvar þarf að grípa inn í og hvar ekki? Hvaða umræðu er þörf að á vinna á móti?

Það að "Sambandið" skuli ætla að fara að ráða "tröll" í vinnu við að "stjórna" umræðunni og beina henni í réttan farveg, er slæm tilhugsun.  En að ýmsu leiti því býsna týpiskt viðbragð af hálfu "Sambandsins".

Því máttarstólpar "Sambandsins" eru gjarnan þeir sem "vita betur".  Þeir sem "vita betur" en almenningur hvað honum er fyrir bestu.  Þeir sem vilja fara að vilja almennings eru "ómerkilegir popúlistar".

Og njóti þeir sem "vita betur" ekki hylli almennings, sannar það þá ekki einmitt það, að þeir "viti betur"?

Það eina sem vantar til að þeir sem "vita betur" njóti stuðnings almennings er að hann sé uppfræddur og umræðan sé "rétt".

Það er einmitt það sem "Sambandið" ætlar að gera nú.

P.S.  Stundum þegar ég er að þvælast á netinu, hef ég það á tilfinningunni að "beta útgáfa" af þessari herferð "Sambandsins" sé í gangi á Íslandi.

En þar á jú einmitt að eyða einhverjum hundruðum milljóna til þess að leiðrétta "ranghugmyndir" og fá almenning til þess að fylgja þeim sem "vita betur".

 

 


mbl.is Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi sem endurspeglar ekki raunverulega stöðu efnahagslífsins

Setningin sem myndar fyrirsögn þessarar færslu er tekin orðrétt upp úr fréttinni sem færslan er tengd við.  Þar er hún höfð eftir Hollande Frakklandsforseta.

Þar kemur hann að kjarna vandamála Eurosvæðisins.  

Það er ekki til neitt sem heitir raunveruleg staða efnahagslífsins á Eurosvæðinu. 

Það er hægt að leika sér fram og aftur með eitthvað meðaltal en það segir ekkert til um hvernig efnahagsástandið er í mismunandi ríkjum myntbandalagsins.

Trúir því einhver að gengi eurosins endurspegli efnahagslegan raunveruleika Grikklands?

Eða Spánar?

Eða Portugal?

Nei, fyrir þessi lönd er gengi eurosins alltof hátt.

Trúir því einhver að gengi eurosins endurspegli efnahagslegan raunveruleika Þýskalands?

Nei, fyrir þann raunveruleika er gengi eurosins verulega of lágt.

Þetta minnir næstum óþægilega á söguna um Gullbrá og birnina þrjá, og það sorglegasta er að margir eru því miður ennþá sofandi í rúminu og neita að vakna og horfast í augu við raunveruleikann.

Trúir því einhver að euroið myndi endurspegla efnahagslegan raunveruleika Íslands, ef svo illa færi að Ísland gengi í "Sambandið" og tæki upp euro?

Samkeppnishæfni sem Hollande minnist á hefur farið hríðversnandi hjá Frakklandi undanfarin ár, og Hollande líklega ekki rétti maðurinn til að kippa því í liðinn.

En staðan er miklu verri enn sunnar í álfunni, þar er allt í kalda koli, atvinnuleysi svo skelfilegt að samfélögin eru í upplausn.  Samkeppnishæfnin löngu hrunin og stefnan virðist aðeins liggja niður á við.  Launalækkanir, réttindaskerðingar, húsnæðisverðshrun, atvinnuleysi og landflótti.

Og því miður er ekkert sem bendir til að hlutirnir þar séu á uppleið.

Er það hlutskipti sem við viljum Íslandi að vera samfélag þar sem efnahagslífið endurspeglar ekki raunveruleika efnahagslífsins, heldur efnahag ríkja í meginlandi Evrópu?  

Halda menn að Ísland slái betur í takt við Þýskt efnahagslíf en Frakkland? (Hér er auðvitað freistandi að nota "eru menn svo skyni skroppnir", en ég ákvað að standast þá freistingu).

Aðvarirnar blasa við Íslendingum hvert sem litið er.

Enn og aftur vil ég hvetja Íslendinga til að kynna sér hvað er verið að ræða um innan "Sambandsins".  En ekki eingöngu það sem er verið að ræða, heldur það sem er gert og er að gerast.

 

 


mbl.is Vilja ekki gengisstefnu fyrir evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setjum ekki umræðuna í hjólför Björns Vals og Lúðvíks Geirssonar

Það er auðvitað sorglegt að heyra að starfsmaður áróðursskrifstofu "Sambandins" á Íslandi hafi með leiðinda frammíköllum komið í veg fyrir að Bjarni Benediktsson hafi getað lokið máli sínu og svarað spurningum á fundi Heimssýnar í Norræna húsinu.

Slík framkoma er hvimleið og engum til framdráttar.  Varpar eingöngu skömm á þann sem ekki getur virt tjáningarfrelsi annara.

Ég er jafnvel enn sorgmæddari yfir því að heyra að stjórnarmaður í Heimssýn, kjósi að leita í smiðju þeirra Björns Vals Gíslasonar og Lúðvíks Geirssonar í tjáningarmáta.  Málið verður enn leiðinlegra þegar hann kann ekki að skammast sín og virðist stoltur af framferðii sínu.

Skoðanir eru eðlilega skiptar og sannleiksgildi fullyrðinga eru eðlilega dregnar í efa.

En ef við getum ekki virt tjáningarfrelsi hvort annars og hlustað á ræður og röksemdir frá andstæðingum okkar, án þess að þurfa að grípa til fíflaláta er illa komið.

Auðvitað má segja að alþingismenn gefi tóninn, en við eigum að hafa skynsemi til að láta þá sem kjósa að dvelja í "forinni" hana eftir, jafnvel þó að það slettist á okkur.

Ekki stökkva niður í "forina" til þeirra.

 


Jóhanna vill ekki fara frá. Eru að Hrannast upp vandamál hjá Árna Páli?

Þetta þýðir einfalldlega að Árni Páll hefur ekki stuðning til þess í þingflokki Samfylkingarinnar að taka við forsætisráðherraembættinu.

Líklega er það ekki flóknara en það.

Að njóta stuðnings flokksmanna er einfaldlega annað en að njóta stuðnings þingflokksmananna.

Jóhanna vill fá að halda áfram "stríðsrekstrinum" eins lengi og mögulegt er.

"Hernaðarandstæðingar" innan Samfylkingarinnar hafa ekki vopnin (pun intended) til að stöðva "stríðsreksturinn" eða til þess að fá hnefann til að síga.

Auðvitað getur það Hrannað upp vandamálum fyrir nýkjörinn formann Samfylkingarinnar.

En það getur líka verið kostur að vera utan óvinsællar ríkisstjórnar.

En spurningin er hvernig það mun ganga að fá kjósendur til að gera greinarmun á óvinsælli ríkisstjórn sem Samfylking leiðir og formanns Samfylkingarinnar?

En nær formaður sem ekki nær valdi á "eigin" þingflokki, valdi á einhverju öðru? 

 

 


mbl.is „Ekki ástæða til breytinga á ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband