Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hægt og rólega upp á við

Það er eðlilegt að lánshæfismat Íslands stigi upp á vð, eftir að ljóst varð að Íslenska ríkið þurfti ekki að ábyrgjast kröfur í IceSave málinu.

Það er hins vegar skoðunarefni hvers vegna svo margir héldu að lánshæfismatið myndi styrkjast með því að gera slíkt.

Ekki síður er það verðugt athugunarefni vegna hvers matsfyrirtæki töldu sig knúin til að gefa yfirlýsingar um að yfir Íslandi vofðu lækkanir á mati ef samningarnir yrðu ekki samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Yfirlýsingar sem þau stóðu svo reyndar ekki við.

En við skulum vona að vegurinn liggi hægt og rólega upp á við.  Skoðanakannanir fyrir komandi kosningar gefa í það minnsta tilefni til örlítillar bjartsýni. 

 


mbl.is Fitch hækkar lánshæfi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þvo þvott þegar vindur er?

Jafn sjálfsagt og það er að fara í ákveðinn gagnasöfnunarverkefni um hvernig best sé að nýta vindorku á Íslandi, held ég að það verði seint sem þær komi til með a gegna verulegu hlutverki í orkunotkun landsmanna.

Staðreyndin er sú að orka þarf að vera tiltæk - þegar notandinn hefur þörf fyrir hana.  Ekki bara þegar hvasst er úti.  Hún má heldur ekki kosta of mikið.

Vissulega má hugsa sér að hvetja Íslendinga til þess að þvo þvott og annað slíkt, þegar vindur blæs, rétt eins og Electricity de France gerir nú tilraun með í Bretlandi, en ég hygg að það verði ekki fyrr en raforkuverð nær "Evrópskum" hæðum sem Íslendingar væru reiðubúnir til að hlusta á slíkt.

Reyndar er "græna hagkerfið" þvi miður ekki að gera sig í víða í Evrópu.  Það má reyndar á köflum helst líkja því við farsa.

Stórkostlegum upphæðum af skattfé er notað til þess að greiða niður vind og sólarorku.  Það dugar ekki til.  Raforkuverð rýkur upp í hæstu hæðir.

Neytendur ýmist láta ekki bjóða sér svívirðilegt verðlag, eða hafa hreinlega ekki efni á að hita húsnæði sitt með rafmagni.

Afleiðingin?

Stóraukin eldiiviðarnotkun, sérstaklega í  Austur-Evrópu, en einnig í velmegandi löndum s.s. Þýskalandi.  Svo rammt kveður að þessu að jafnvel glæpir aukast.

Skyldi einhver hafa reiknað út heildaráhrifin á mengun af þessum aðgerðum?

En eins og ég áður sagð, er auðvitað mikilvægt að hefja gagnaöflun á Íslandi og auðvitað vilja Íslendingar ekki vera eftirbátar annara Evrópuþjóða í rafmagnsverði eða hvað varðar "grænt" hagkerfi.

Það er ekki hægt að annað að gleðjast yfir því að forstjóri Landsvirkjunar, sem hefur marg lýst óánægju sinni með arðsemi af virkunum fyrirtækisins, skuli þó hafa fundið nokkur hundruð milljónir til að leggja í þessa tilraun.

Skyldi hann birta áætlaða arðsemisútreikninga af vindmyllunum?

 

 


mbl.is Vindmyllur við Búrfell gangsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni fyrir alla sem aðhyllast fríverslun

Það eru vissulega fagnaðartíðindi að Bandaríkin og Evrópusambandið hyggist taka upp fríverslunarviðræður.

En það er auðvitað langt í frá að slíkar samningaviðræður verði auðveldar, eða að öruggt sé að þeir leiði til niðurstöðu, eða að sú niðurstaða verði jafn mikið fagnaðarefni og þessi tilkynning er.

Það hafa verið margar "skammstafanir" sem hafa átt að auvelda og auka viðskipti á milli þessara tveggja af stærstu viðskiptaveldum heims.

NTA, NTMA; TAD, TED og Tafta, svo nokkrar séu nefndar.

En auðvitað er engin sértök ástæða til þess að vera með óþarfa svartsýni og vonandi eiga þessar viðræður eftir að ganga vel og skila samningi sem verður góður fyrir alla aðila.

Sérstök ástæða er til að fagna þeim vilja sem hefur heyrst, um að endanlegur samningur yrði opin fyrir nýjum þátttakendum, sem sýndu vilja og áhuga á að gerast aðilar að honum.

Fríverslunarsamningur hlýtur sömuleiðis að taka á öllum þeim óbeinu markaðshindrunum sem hafa verið byggðar upp á milli Bandaríkjanna og "Sambandsins".  Það verður ekki auðvelt viðureignar, en er þó mun mikilvægara en sjálfir tollarnir.

Tollarnir eru í raun alls ekki háir, en eru þó gríðarlegar upphæðir vegna umfangs viðskiptianna. Það eru hins vegar gríðarlegur fjöldi reglugerða og krafna tengdum þeim sem eru helsta hindrun fyrir vaxandi viðskiptum.

En það munu verða mörg ljon í veginum, fyrsta ljónið sem kemur óneitanlega upp í hugann er landbúnaðarafurðir.

Þar er sterk tilhneyging til verndar og niðurgreiðslna beggja vegna Atlantshafsins (og í því miðju líka) og ekki líklegt að eftirgjöf þar komi auðveldlega.

Hneyksli eins og nú tröllríður "Sambandinu" eru svo vatn á myllu þeirra sem vilja óbreytt ástand Vestanhafs og hormónar og erfðabreytt matvæli verða  væntanlega fyrirferðarmeiri í umræðunni austan megin hafsins.

En samningaviðræður sem þessar ættu að verða Íslendingum hvatning til að leita eftir frekari fríverslunarsamningum.

Verði þessi fyrirhugaði samningur með þeim formerkjum að öðrum ríkjum verði gert kleyft að verða aðilar að honum, getur hann orðið Íslendingum gríðarlegt tækifæri.

En samningur sem þessi (ef af verður) ætti altent að verða milliríkjaviðskiptum mikil lyftistöng og myndi auðvelda innflutning frá Bandaríkjunum inn á EEA/EES svæðið og nýtast Íslendingum þannig.

Þessi fyrirhugaði samningur er því þeim sem aðhyllast aukna fríverslun fagnaðarefni.

P.S.  Bjartsnýnustu raddir tala um að ná að loka samningum á u.þ.b. 2. árum (hljómar kunnuglega ekki satt?).   Það held ég að sé gríðarleg og óþörf bjartsýni.

En það væri vissulega merkilegt ef að "Sambandið" næði fríverslunarsamningum við Bandaríkin á 2. árum, en aðildarviðræðum þess við Ísland hefur ekki tekist að ljúka á 4.  Þó hafa erfiðustu kaflarnir verið geymdir.

En persónulega hef ég ekki trú á því a Obama verði í embætti þegar samningur verður tilbúinn, það er að segja ef það tekst yfirhöfuð að ljúka honum með ásættanlegum hætti.

 

 


mbl.is ESB og Bandaríkin ræða um fríverslunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti kjósenda vill ekki ganga í "Sambandið" - Þess vegna eru samningaviðræður dregnar á langinn

Það er búið að vera ljóst í all langan tíma að meirihluti Íslenskra kjósenda vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Það eru engin tíðindi.

En það skýrir að hluta til dráttinn sem hefur orðið á viðræðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á viðræðum við "Sambandið".

Þær eru dregnar á langinn, í von um að afstaðan breytist.  Þær eru dregnar á langinn í þeirri von um að undir- og áróður starfsmanna "Sambandsins" á Íslandi fari að virka. 

En andstaða Íslenskra kjósenda eykst og styrkist eftir því sem umræðan eykst.  Ég get ekki annað sagt að mér þykir það að vonum.

Þess vegna er það eðlilegt að málið verði til lykta leitt fljótlega eftir kosningar.  Það er engin ástæða til þess að draga það á langinn.  Það eru næg önnur verkefni fyrir Íslenska stjórnsýslu og Íslenska utanríkisþjónustu og sömuleiðis frekar þörf á því að draga þar saman seglin, heldur en hitt.

Það væri því best að annað hvort ákveði Alþingi að draga umsóknina til baka, eða hitt að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem spurt er hvort að kjósendur vilji ganga í Evrópusambandið eður ei.

Líklega er þjóðaratkvæðagreiðslan betri kostur.  Það ætti að gefa kost á því að búa til sátt um málið, alla vegna um nokkurt árabil.

P.S.  Það er fátt sem kemur á óvart í þessari könnun.  En það er rétt að vekja athygli á því að mun hærra hlutfall kjósenda Samfylkingarinnar er á móti ESB aðild, en hlutfall t.d. kjósenda Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks sem eru hlynntir aðild.

Samt gengur fjölmiðlaumræðan oft um hvað t.d. Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera til að halda ESB sinnum innan flokksins "góðum".  Því næst sem engir tala um hvað Samfylkingin ætti að gera til að halda ESB andstæðingum innan flokksins "til friðs".  Þar þykir það sjálfsagt að aðeins ein skoðun sé til staðar og oft sagt að flokkurinn sé einhuga um "Sambandsaðild". 

Þó eru í þessari könnun aðeins 78% kjósenda Samfylkingarinnar sem vilja ganga í "Sambandið".

Hvað ætli flokkurinn ætli að bjóða upp á fyrir þá sem eru á móti? 


mbl.is 63,3% andvíg inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reksturinn tryggður - alveg þangað til það þarf meira fjármagn

Þessi fyrrisögn sem höfð er eftir Pétri Blöndal er skemmtilega lýsandi.  

En reyndar ekki eingöngu fyrir Hörpu, heldur svo margt í nútíma samfélögum.  Það er fátt sem einhverjir vilja ekki velta yfir á skattgreiðendur eða að þeir borgi á einn eða annan hátt.

Listinn yfir slíkt yrði langur og leiðinlegur aflestrar ef einhver tæki hann saman.

Það þarf ekki lengi að leita í fréttum, hvar sem er í heiminum, til að komast að því að þetta er, í einni eða annarri mynd, eitt af allra stærstu deilum samtímans.

Útblásin opinber rekstur og opinberar ábyrgðir hafa enda verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarin ár.

En sitt sýnist hverjum, nú sem endranær, en stórfelld vandræði í fjármálum hins opinbera víða um lönd mun án efa tryggja að deilur um "draumaverkefni" og opinberar ábyrgðir munu verða fyrirferðarmiklar um ókomna framtíð.

P.S.  Eins og sjá má í þessari frétt, reynist það stjórnmálamönnum mun auðveldara að leysa rekstrarvanda Hörpu en Landsspitaland.   Líklega hafa þeir komið heldur oftar á fyrri staðinn undanfarna mánuði.


mbl.is Draumur fárra að martröð margra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Full þörf að standa fastir fyrir

Það er hárrétt að refsiaðgerðir munu koma sér illa, ekki aðeins fyrir Íslendinga, heldur einnig þá sem beita þeim.

Refsiaðgerðir eru tvíeggjað sverð.

En auðvitað eiga Íslendingar að standa í fæturnar í þessu máli eins og öðrum.  Íslendingar geta ekki leyft sér að gefa eftir réttinn til að veiða úr fiskistofnum sem koma inn í Íslensku lögsöguna og keppa þar við aðra stofnu um fæði.

Sem betur fer hafa Íslensk stjórnvöld staðið í fæturna í þessu máli og staðið föst fyrir.

Þau drógu úr kvótanum í samræmi við alþjóðlega ráðgjöf og sýna með því að Íslendingar eru ekki að fara fram með óábyrgum hætti, heldur krefjast eðlilegrar hlutdeildar, í stofni sem leitar á Íslandsmið.

Íslensk stjórnvöld virðast hafa gert sér grein fyrir því, öfugt miðað við IceSave deiluna, að jafn sjálfsagt það er að taka þátt í samningaviðræðum, þá er ekki sjálfgefið að þær leiði til samninga.

Það er mikil framför. 

 


mbl.is „Refsiaðgerðir munu ekki buga Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendur áróður með velþóknun ríkisstjórnar Íslands

Þetta er réttmæt og sjálfsögð ályktun hjá Framsóknarflokknum.  Það færi vel á að aðrir Íslenskir stjórnmálaflokkar tækju undir hana og ályktuðu í svipuðum dúr.

Auðvitað er það gersamlega óásættanlegt að erlend ríki og ríkjasamband stundi stórfelda á- og undirróðursstarfsemi á Íslandi.

Taki þannig því sem næst beinan þátt í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningar, með því að vinna af krafti að stefnumálum sumra stjórnmálaflokka og gegn stefnu annara.

Eðlilega verður tekist á um Evrópusambandsaðild í komandi kosningum.  

Á Íslandi eru nú þegar starfandi félög fyrir já og nei afstöðu til "Sambandsins".

Þeim er fyllilega treystandi til þess að kynna málið fyrir Íslendingum.

Ákvörðunin er Íslendinga einna, það ætti kosningabarátta einnig að vera.

 Það er erlent ríkjasamband skuli stunda hér skefjalausan áróður er Íslenskum stjórnvöldum til skammar.

Það sem gerir málið ennþá verra, er að þau horfa með velþóknun á.  Því erlendi áróðurinn hentar stefnu þeirra.

 

 

 


mbl.is Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og almenningur borgar eða hvað?

Hér er gott dæmið um ruglið sem veður uppi í Íslenskum sjtórnmálum og ríkisvæðingu stjórnmálastarfs.

Skattgreiðendur eru látnir borga fyrir alls kyns aðstoðarstoðarfólk og formenn stjórnálaflokka fá aukasporslur.  Rétt eins og það sé ríkisstárf að vera formaður stjórnmálaflokks, og sjálfsagt sé að skattgreiðendur greiði fyrir það.

Þannig lítur út fyrir að með því að nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hafi, vegna þess að honum tókst ekki að komast í ríkisstjórn, tekist að koma enn einum starfsmanni Samfylkingarinnar á launaskrá hjá skattgreiðendum.

Sjálfsagt nýtist Samfylkingunni starfskraftar Þórunnar Sveinbjarnardóttur nú fyrir komandi kosningar.  En það er auðvitað út úr öllu korti ef Íslenskri skattgreiðendur þurfa að standa straum af launum hennar.

Nú vonast ég eftir því að yfirlýsinga komi frá Samfylkingunni fljótlega um að flokkurinn muni ekki nýta sér þessa heimild, fyrir aðstoðarmanni fyrir formann sinn, og greiði Þórunni laun hennar úr flokkssjóði.

En það sem er þó ennþá brýnna er að Alþingismenn taki höndum saman og vindi ofan af ríkisvæðingu kostnaðar Íslenskra stjórnmála. 

 


mbl.is Greiðir úr flækjum fyrir Árna Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn, stjórnarandstaða og .....

Það er stórskemmtilegt að lesa þessa frétt.

Þessi setning segir ef til vill flest það sem segja þarf um Íslensk stjórnmál, akkúrat í "dag".

 Þrír þingmenn Hreyfingarinnar og tveir þingmenn Bjartrar framtíðar studdu dagskrártillöguna. Þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn henni, en þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá.

Það eru þrír hópar á Alþingi í dag.  

Ríkisstjórnin, stjórnarandstaðan og svo Hreyfingin og Björt framtíð.  Björt framtíð og Hreyfingin hafa í meginatriðum límt sig við ríkisstjórnina og tryggt henni líf.

Auðvitða vilja þeir hópar stundum fá eitthvað fyrir sinn snúð(stuðning).

Og þegar það lítur út fyrir að ætla að bregðast, þá vill kastast í kekki.

Í dag eiga 6 stjórnmálaflokkar þingmenn á Alþingi.  Þess til víðbótar eru þingmenn utanflokka.

4 þessara stjórnmálaflokka hafa hingað til viljað halda ríkisstjórninni á lífi. Samfylking, Vinstri græn, Björt framtíð og Hreyfingin.

Stjórnarandstaðan er 2. flokkar.  Sjálfstæðisflokkur og  Framsóknarflokkur.  Framsóknarflokkurinn hefur þó varla verið  heilsteyptur í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu.

Þessi staða "stjórnarandstöðunnar" hefur gert núverandi ríkisstjórn kleyft að halda sér á lífi, með klækjastjórnmálum, krepptum hnefa og hrossakaupum.

Hvers kyns stjórnmálamenn eru það sem telja að stjórnarskrá Íslendinga eigi ekki skilið meiri virðingu en en breytingar séu keyrðar í gegn um Alþingi, hugsanlega með afar naumum meirilhluta, undir kringumstæðum sem þessum?

Kosningar geta ekki orðið degi of snemma þegar slíkir einstaklingar fara með löggjafarvald þjóðarinnar.


mbl.is Segir að stjórnin eigi að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn Íslands ekki samkoma kórdrengja

Kórdrengir myndu líklega ekki ná langt í FBI.  Það myndu þeir líklega ekki heldur gera í Íslenskum stjórnmálum.

Og alls ekki ná sama stjórnmálaaldri og Össur, Jóhanna, Ögmundur eða Steingrímur J. Sigfússon.

En því hefur ekki verið svarað hvað Íslensku hagsmunir lágu að baki því að ríkisstjóirnin hafði afskipti af því að Íslenskur ríkisborgari hafði af fúsum og frjálsum vilja samstarf við FBI.

Einstaklingurinn fór síðan af landi brott með Bandarísku alríkislögreglumönnunum, og dvaldi í Bandaríkjunum í nokkra daga og sneri síðan heim á leið.  Frjáls ferða sinna.

Var þetta andsnúið hagsmunum Íslenska ríkisins, eða Íslensku ríkisstjórnarinnar?

Hvað knúði Íslenska ráðherra til þess að skipta sér af lögregulstörfum með þessum hætti?

Verður því einhverntíma svarað?


mbl.is FBI ekki samkoma kórdrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband