Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Björt framtíð - Afhroð ríkisstjórnarflokkanna

Þó að þessi skoðanakönnun sé ekki alfarið eins og þær sem birtust um mánaðarmótin, eru meginlínurnar ekki ósvipaðar.

Það hefðu líklega ekki margir trúað því fyrir ári eða svo, að 3. stærstu flokkarnir í skoðanakönnunum í febrúar 2013, væru Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Björt framtíð.

Meginlinan í þessari könnun eru eins og þeim sem hafa verið framkvæmdar undanfarnar vikur, er algert afhroð stjórnarflokkana, Samfylkingar og Vinstri grænna. 

"Stríð" þeirra Jóhönnu og Steingríms hafa skilað flokkunum þessari stöðu.

Samfylkingin er í könnunum 4. stærsti flokkurinn og Vinstri græn sá 5. 

Vinstri græn eru þó stærri en Hægri græn í þessari könnun.  Ef til vill verður það túlkað sem varnarsigur.

En það er rétt að hafa í huga að þetta eru eingöngu skoðanakannanir.  Enn er býsna langt til kosninga og margt getur breyst.  Þessar kannanir sýna að hreyfing er á fylginu.

Spurning hvort að Árni Páll nær að endurheimta fylgi frá Bjartri framtíð?

Svo eiga hugsanlega eftir að koma fram ný framboð sem geta höggvið frekari skörð í fylgi stjórnarflokkanna.

Framsóknarflokkurinn er með landsþing þessa helgi, Sjálfstæðisflokkurinn eftir 2. vikur.  Vinstri græn að mig minnir fljótlega líka.

Næstu vikur verða fróðlega og líklega líflegar. 

Könnunina má finna hér

 

 


mbl.is Framsókn fengi 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband