Gengi sem endurspeglar ekki raunverulega stöðu efnahagslífsins

Setningin sem myndar fyrirsögn þessarar færslu er tekin orðrétt upp úr fréttinni sem færslan er tengd við.  Þar er hún höfð eftir Hollande Frakklandsforseta.

Þar kemur hann að kjarna vandamála Eurosvæðisins.  

Það er ekki til neitt sem heitir raunveruleg staða efnahagslífsins á Eurosvæðinu. 

Það er hægt að leika sér fram og aftur með eitthvað meðaltal en það segir ekkert til um hvernig efnahagsástandið er í mismunandi ríkjum myntbandalagsins.

Trúir því einhver að gengi eurosins endurspegli efnahagslegan raunveruleika Grikklands?

Eða Spánar?

Eða Portugal?

Nei, fyrir þessi lönd er gengi eurosins alltof hátt.

Trúir því einhver að gengi eurosins endurspegli efnahagslegan raunveruleika Þýskalands?

Nei, fyrir þann raunveruleika er gengi eurosins verulega of lágt.

Þetta minnir næstum óþægilega á söguna um Gullbrá og birnina þrjá, og það sorglegasta er að margir eru því miður ennþá sofandi í rúminu og neita að vakna og horfast í augu við raunveruleikann.

Trúir því einhver að euroið myndi endurspegla efnahagslegan raunveruleika Íslands, ef svo illa færi að Ísland gengi í "Sambandið" og tæki upp euro?

Samkeppnishæfni sem Hollande minnist á hefur farið hríðversnandi hjá Frakklandi undanfarin ár, og Hollande líklega ekki rétti maðurinn til að kippa því í liðinn.

En staðan er miklu verri enn sunnar í álfunni, þar er allt í kalda koli, atvinnuleysi svo skelfilegt að samfélögin eru í upplausn.  Samkeppnishæfnin löngu hrunin og stefnan virðist aðeins liggja niður á við.  Launalækkanir, réttindaskerðingar, húsnæðisverðshrun, atvinnuleysi og landflótti.

Og því miður er ekkert sem bendir til að hlutirnir þar séu á uppleið.

Er það hlutskipti sem við viljum Íslandi að vera samfélag þar sem efnahagslífið endurspeglar ekki raunveruleika efnahagslífsins, heldur efnahag ríkja í meginlandi Evrópu?  

Halda menn að Ísland slái betur í takt við Þýskt efnahagslíf en Frakkland? (Hér er auðvitað freistandi að nota "eru menn svo skyni skroppnir", en ég ákvað að standast þá freistingu).

Aðvarirnar blasa við Íslendingum hvert sem litið er.

Enn og aftur vil ég hvetja Íslendinga til að kynna sér hvað er verið að ræða um innan "Sambandsins".  En ekki eingöngu það sem er verið að ræða, heldur það sem er gert og er að gerast.

 

 


mbl.is Vilja ekki gengisstefnu fyrir evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband