Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Kinverjar þrýsta á Össur, og það er rétt að byrja

Það er merkilegt að Huang Nubo skuli fullyrða það í frétt Bloomberg að Íslenska ríkisstjórnin hafi boðið honum að fjárfesta á Íslandi.  Það væri fróðlegt ef ríkisstjórnin útskýrði það og hvernig stóð á því að títtnefndur Nubo varð fyrir valinu.

En það er rétt að taka það fram að í upphafi var ég almennt hlyntur því að Nubo yrði gert kleyft að kaupa Grímsstaði.  Mér þótti ekki rétt að mismuna einstaklingum eftir því frá hvaða landi þeir kæmu.

En eftir því sem málið hefur undið upp á sig hef ég orðið tortryggnari.  Mér finnst málið undarlega óljóst og fannst ótrúlegt að sjá hvaða ofuráherslu Samfylkingin virtist leggja á málið á tímabili.  Undarlegar og misvísandi upplýsingar komu fram í fjölmiðlum og áformin öll virtust frekar "fljótandi", svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Pistill sem ég las fyrir nokkrum dögum varð svo til að gera mig enn tortryggnari gagnvart fyrirhugaðri uppbyggingu á Grímsstöðum.  Fyrirsögnin á þessari færslu er fyrrsögn þess pistils, en sá var ritaður af Eiði Guðnasyni, fyrrverandi ráð- og sendiherra, og má finna á vef- eða bloggsvæði á hans á dv.is.

Mér finnst eiginlega með eindæmum að þessi pistill skuli ekki hafa vakið meiri athygli og fjölmiðlar skuli ekki hafa fylgt málinu eftir, bæði með viðtölum við Eið, en ekki síður Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Það verður að hafa í huga þegar pistillinn er lesinn, að það er ekki bara "einhver úti bæ" sem ritar pistilinn, heldur eru höfundur það sem gjarna er kallað í Íslenskri pólítík "innmúraður" í Samfylkinguna, er fyrrverandi ráðherra fyrir Alþýðuflokk og síðast en ekki síst, fyrrverandi sendiherra Íslendinga í Kína, sem vissulega kemur nokkuð við sögu í þessu máli.

Í upphafi skyldi endinn skoða, ég held að þessi mál hljóti að skoðast í samhengi.

En hér að neðan leyfi ég mér að birta umræddan pistil í heilu lagi.

Kínverjar eru farnir að þrýsta á Össur Skarphéðinsson um hafnaraðstöðu. á Norðuausturlandi. Einhver hissa. Sennilega ekki. Ekki ég. Í fyrradag hóf ný kínversk orrustuþota sig til flugs af nýju kínversku flugmóðurskipi. Fleiri eru í smíðum,. Nýjar þotur, ný jar þyrlur.

Í háskólum í Kína fá kínverskir námsmenn, einkum þeir sem eru einstæðir og efnilegir bein fyrrimæli frá flokknum um að vingast við erlenda námsmenn. Þetta er á margra vitorði. Þrjátíu árum seinna springur vinskapurinn allt í einu óvænt út að nýju.. Þetta uppifum við nú um stundir. Nihil nova sub sola.

Við skkuluk líka hafa æi huga að ræðan forseti Íslands flutti í Bandaríkjunum fjórða október sl. er ódulbúnasta Kínasmjaður sem heyrst hefur frá nokkrum Íslendingi. Sjá hér: Forseti vor leggur sig flatann. Sliks eru fá dæmi!


mbl.is Huang: „Reiður og pirraður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking + Björt framtíð =

Ég hef áður rætt um það hér á blogginu að mér þyki sterkur svipur með stefnumálum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Ég hef gengið það langt að segja að Björt framtíð sé líkt og óþarft bergmál af Samfylkingunni.

En Björt framtíð virðist vera að ná flugi um þessar mundir, jafnframt sem flokkurinn virðist reyna að skilja sig að einvherju marki frá ríkisstjórninni.

En það er athyglivert að þegar lagðar eru saman fylgistölur Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, er niðurstaðan 30.6% af þeim sem taka afstöðu.

Sú tala er nokkurn vegin sú sama og Samfylkingin fékk upp úr kjörkössunum og í skoðanakönnunum stuttu fyrir síðustu kosningar.

 Ef til vill má því draga þá ályktun að Bjartri framtíð hafi tekist að staðsetja sig þar sem rökréttast er fyrir þau að ná í fylgi - frá Samfylkingunni.

Óánægðir kjósendur Samfylkingarinnar vilji sömu stefnumálin en annað fólk.  En spurningin hlýtur líka að vakna, hversu mismunandi fólkið er?

En það reynir fyrst fyrir alvöru á flokka eins og Bjarta framtíð þegar ljóst verður hverjir skipa listana og hvernig stefnuskrá verður lögð fram fyrir kosningar.

 


mbl.is Björt framtíð með 8,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður í höfuðvígi

Framsóknarflokkurinn er líklega hvergi sterkari en í NorðAusturkjördæmi. Það er því klókt af formanninum og flokknum að hann bjóði sig fram þar.

Stærsti ávinningurinn af því er sá að flokkurinn og formaðurinn þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af því að formaðurinn komist ekki á þing, heldur geta einbeitt sér að öðrum málum.

Flokkurinn mun ekki þurfa að búa við að fjölmiðlar muni velta sér upp úr því alla kosningabaráttuna hvort að formaður Framóknarflokksins nái kjöri eður ei.  Þeir verða að finna sér önnur viðfangsefni.

Góð kosning Sigmundar Davíðs ætti einnig að slá nokkuð á hinn pólítíska spuna um stöðu hans innan flokksins. Það var enda augljóst að andstæðingar flokksins reyndu að nýta sér þessa stöðu til hins ýtrasta til að veikja stöðu Sigmundar og Framsóknarflokksins.  Eðlilega.

Hvort að þetta er upphafið að því að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum í kosningabaráttunni, er erfiðara að spá um.  En það er ljóst að formaðurinn og flokkurinn fór auðveldlega og skynsamlega í gengnum þennan áfanga.

 

 


mbl.is Sex efstu í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa að sækja fram

Ég held að Frosti Sigurjónsson sé happafengur fyrir Framsóknarflokkinn og það hafi verið skynsamlegt að velja hann til að skipa forystusæti fyrir flokkinn í Reykjavík.

En sé litið yfir listana þá verð ég að segja að utan Frosta, þá þekki ég Vigdísi Hauksdóttur úr fjölmiðlum, enda situr hún á Alþingi. Ég hef heyrt af Karli Garðarssyni og störfum hans í fjölmiðlum, en þar lýkur sögunni.

Svona er staðan frá mínum bæjardyrum, þó að ég telji mig fylgjast nokkuð vel með í Íslenskum sjtórnmálum.

Framsóknarflokkurinn á því mikið starf fyrir höndum.

Hann þarf að koma sjálfum sér og frambjóðendum sínum á framfæri, kynna þá og fyrir hvað þeir standa.  "Koma þeim" til almennings ef svo má segja.

Hvort að það tekst, er önnur saga og ef það tekst, ná þau að hrífa almenning?

Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn er í erfiðri stöðu í Reykavík og þarf að halda vel á spilunum ef þingsæti eiga að nást.


mbl.is Listarnir samþykktir hjá framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar á stjórnarskrá á ekki að framkvæma í ákvæðisvinnu

Það er með eindæmum að lesa að stjórnmálamenn vilji fremur halda tímaáætlun hvað varðar breytingar á stjórnarskrá, en að vanda til verksins og gefa sér tíma til að fá vandaðar umsagnir.

Hvers vegna liggur svo mikið á að breyta stjórnarskránni?

Hvers vegna má ekki staldra við og láta meta þær róttæku breytingar sem lagðar hafa verið til á stjórnarskránni?

Auðvitað er gott að þingmenn vilja vera duglegir, en frekar vil ég að þeir fari hægar yfir og vandi til verka.

Breytingar á stjórnarskrá eiga ekki að vera unnar í ákvæðisvinnu.  Þeim á ekki að skammta svo nauman tímaramma að ekki sé tími til þess að leita umsagna og umsagnaraðilum ekki gefin tími vil vandaðra vinnubragða.

Því miður hefur þetta offors, flýtir og æsingur einkennt vinnubrögð ríkisstjórnarmeirihlutans hvað varðar stjórnarskrármálið líkt og ýmislegt annað á þeim bænum.

Ég hef áður sagt, að ef má líkja framlagningu illa unnins lagafrumvarp við bílslys,  er ekki hægt að líkja illa undirbúnu frumvarpi til stjórnarskrár við neitt annað en móðuharðindi.  Vonandi sjá þingmenn að stjórnarskrá á ekki að "keyra" í gegn, heldur ber að sýna stjórnarskránni virðingu og vanda til verka.  Það þýðir að taka verður þann tíma sem þarf.

 


mbl.is Verður of seint í lok janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tragikómískir þingmenn auka ekki á virðingu Alþingis

Það er sorglegt að horfa upp á kjörna fulltrúa Íslendinga haga sér líkt og Lúðvíkr Geirsson og Björn Valur Gíslason gerðu.

Um leið er ekki hægt annað en að finna til léttis vegna þess að líkur séu til að þeir séu báðir að hverfa af þingi. Ef til vill er þessi uppákoma eitthvað sem verður "bautasteinn" til merkis um þingsetu þeirra félaga.

Furðuleg framkoma þeirra, sem hefur sjálfsagt átt að að vera í senn sniðug og róttæk, verður ekkert annað í mínum huga en "tragikómísk".   "Tragikómísk" vegna þess að hún sýnir tvo fullurðna einstaklinga sem virðast ekki skyna eða skilja það umhverfi sem þeir vinna í og eru fastir í einhverri veröld sem fæstir skilja nema þeir sjálfir.

Framkoma eins og þeir félagar sýndu getur verið "spot on" og fyndin, en Alþingi er ekki rétti vettvangurinn fyrir hana.

En það er líka rétt að hafa í huga að Björn Valur og Lúðvík sitja á Alþingi í umboði kjósenda, þeir og flokkar þeirra nutu nægs stuðnings til að þeir félagar hlytu þingsæti.

En það er ólíklegt að sú seta verði framlengd í vor.  

En það væri óskandi að kosningarnar í vor, yrðu upphafið að því að vegur og virðing Alþingis fari vaxandi á ný.

 

 


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband