Þurfa að sækja fram

Ég held að Frosti Sigurjónsson sé happafengur fyrir Framsóknarflokkinn og það hafi verið skynsamlegt að velja hann til að skipa forystusæti fyrir flokkinn í Reykjavík.

En sé litið yfir listana þá verð ég að segja að utan Frosta, þá þekki ég Vigdísi Hauksdóttur úr fjölmiðlum, enda situr hún á Alþingi. Ég hef heyrt af Karli Garðarssyni og störfum hans í fjölmiðlum, en þar lýkur sögunni.

Svona er staðan frá mínum bæjardyrum, þó að ég telji mig fylgjast nokkuð vel með í Íslenskum sjtórnmálum.

Framsóknarflokkurinn á því mikið starf fyrir höndum.

Hann þarf að koma sjálfum sér og frambjóðendum sínum á framfæri, kynna þá og fyrir hvað þeir standa.  "Koma þeim" til almennings ef svo má segja.

Hvort að það tekst, er önnur saga og ef það tekst, ná þau að hrífa almenning?

Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn er í erfiðri stöðu í Reykavík og þarf að halda vel á spilunum ef þingsæti eiga að nást.


mbl.is Listarnir samþykktir hjá framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigrún Magnúsdóttir hefur nú verið virk í stjórnmálum lengi bæði hefur hun verið í borgarmálum og tekið sæti alla vega 2 sinnum á þingi sem varamaður

Ragnar (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband