Formaður í höfuðvígi

Framsóknarflokkurinn er líklega hvergi sterkari en í NorðAusturkjördæmi. Það er því klókt af formanninum og flokknum að hann bjóði sig fram þar.

Stærsti ávinningurinn af því er sá að flokkurinn og formaðurinn þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af því að formaðurinn komist ekki á þing, heldur geta einbeitt sér að öðrum málum.

Flokkurinn mun ekki þurfa að búa við að fjölmiðlar muni velta sér upp úr því alla kosningabaráttuna hvort að formaður Framóknarflokksins nái kjöri eður ei.  Þeir verða að finna sér önnur viðfangsefni.

Góð kosning Sigmundar Davíðs ætti einnig að slá nokkuð á hinn pólítíska spuna um stöðu hans innan flokksins. Það var enda augljóst að andstæðingar flokksins reyndu að nýta sér þessa stöðu til hins ýtrasta til að veikja stöðu Sigmundar og Framsóknarflokksins.  Eðlilega.

Hvort að þetta er upphafið að því að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum í kosningabaráttunni, er erfiðara að spá um.  En það er ljóst að formaðurinn og flokkurinn fór auðveldlega og skynsamlega í gengnum þennan áfanga.

 

 


mbl.is Sex efstu í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband