Össur segir að skattgreiðendur verði að borga fyrir aðlögun að "Sambandinu, nema rammasamningur verði samþykktur og það fái skattfríðindi

Undanfarin misseri hefur oft og hart verið deilt um hvort að Íslendingar standi í aðlögunarviðræðum við "Sambandið", eða hvort að staðið sé í aðildarviðræðum og aðlögunin komi til eftir að aðild hefur verið samþykkt.

Mér sýnist að Össur utanríkis hafi tekið af öll tvímæli um þetta í dag.  Alla vegna virðist mér ljóst að hann sé að tala um aðlögunarviðræðum í þessari frétt á vefsíðu vísis.

Í fréttinni segir m.a.:

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að ef þingið samþykki ekki IPA-fjárstyrki frá Evrópusambandinu til verkefna innanlands greiðist kostnaður vegna þeirra úr ríkissjóði.

Gert er ráð fyrir styrkjunum á árabilinu 2011 til 2013, eða áður en innganga í "Sambandið" yrði samþykkt. Og í enda fréttarinnar segir:


Ef þessi rammasamningur yrði felldur, við héldum að sjálfsögðu áfram með umsóknina, þá þyrfti að leggja til fé til að standa straum af ákveðnum breytingum eins og háttvirtur þingmaður veit. Við undirbúning nýrrar tollskrár, hugsanlega skattkerfishugbúnaði. Þá er það rétt hjá háttvirtum þingmanni að það myndi lenda á íslenskum skattgreiðendum," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi.

En það er alveg ljóst að styrkirnir eiga að standa undir aðlögun að "Sambandinu" áður en til inngöngu kemur, enda ljóst að það yrði aldrei fyrir árið 2013, og líklega yrði formleg innganga ekki fyrr en í fyrsta lagi 2014.

Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að um aðlögunarviðræður sé að ræða, en því miður hafa margir þverskallast við að viðurkenna þá staðreynd.  "Að kíkja í pakkann" mýtan er lífseig og ef til vill má segja að slíkar afneitanir hafi skaðað umræðuna.

Nú er að sjá hvernig þingmenn afgreiða máli, sérstaklega spennandi verður að sjá hvernig aðlögunin gengur ofan í þingmenn Vinstri grænna.  Einnig verður vert að fylgjast með hvernig atkvæði ýmissa þingmanna Sjálfstæðisflokksins falla.

Rammasamninginn má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekkert réttlátt við það að Þjóðin sé skattpínd upp í rjáfur til þess eins að opna skattapardísar glugga fyrir þetta ESB fólk...

Þetta fólk getur alveg borgað skatta og gjöld eins og aðrir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.1.2012 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband