Heilagur makríll

Það er ekki undarlegt að Damanaki vilji að samið verði strax um makrílinn.  Evrópusambandið allt að því virðist telja sig eiga stofninn ásamt Norðmönnum og vaxandi kröfur eru innan "Sambandsins" að Íslendingar og Færeyingjar verði beittir þvingunum.  En fiskistofnar hafa þennan leiða ávana að flytja sig til og jafnvel yfirgefa "heimahagana".  Íslendingar þekkja það.

Hvað Íslendinga varðar telur "Sambandið" sig líklega í góðri stöðu, nú þegar búið er að bola "stalínistanum" út úr ríkisstjórn að herða skrúfurnar. 

Eftir tveggja og hálfs árs samningaviðræður Íslendinga eru þær loksins að hefjast af alvöru og það er firra að halda því fram að deilumál eins og makríllinn hafi ekki áhrif á viðræðurnar.  Nú reynir á Steingrím og krafa Íslendinga er auðvitað að hann komi heim með "glæsilega niðurstöðu".

Þó held að ég það hann þurfi ekki að óttast að hafa þetta hangandi yfir sér í einhvern tíma.  Tíminn vinnur með Íslendingum.

En þetta er gott dæmi um kosti þess að vera sjálfstætt strandveiðiríki með eigin fiskveiðistjórnum skiptir máli.  Íslendingar stjórna sínum veiðum og ákveða veiðar innan sinnar lögsögu.

Það þýðir ekki að Íslendingar eigi ekki að semja um veiðar úr makrílstofninum, en út frá breyttum forsendum, nú þegar makríllinn gengur í vaxandi mæli inn í Íslensku lögsöguna.  Íslendingar þurfa ekki að taka við kvóta sem er úthlutað í Brussel þegjandi og hljóðalaust.

Þessi fyrsta þolraun Steingríms J. sem sjávarútvegsráðherra, þarf að skila viðunandi niðurstöðu, ella er hætt við að Íslendingum  blöskri og þeir svari á Breska vísu, holy mackerel.

 


mbl.is Vill strax niðurstöðu um makrílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband