En hvað skyldi verða um skuldirnar?

Euroið kynnti undir húsnæðisbóluna á Írlandi.  Lán voru auðfáanleg og vextir voru lágir.  Raunar svo lágir að þeir námu ekki verðbólgu á stundum.  Neikvæðir vextir búa til óeðlilega lánsþörf og óeðlilega hátt húsnæðisverð.

En bólur enda yfirleitt með því að springa.

Nú hefur húsnæðisverð á Írlandi lækkað um u.þ.b. 55%, laun hafa lækkað hjá flestum stéttum, hjá mörgum á milli 20 til 30%, meðallækkun er í kringum 12%, atvinnuleysi er á bilinu 14 til 15% og talið er að yfir 100.000 manns hafi yfirgefið landið.

Hvað skyldu margar Írskar fjölskyldur hafa misst heimili sitt, eða vera með neikvætt eignarhlutfall, þótt í euroum sé? 

Fasteignaverð leiðréttist alveg sama hver gjaldmiðilinn er.  Laun gera það líka, til lengri tíma litið, en vissulega getur of hátt skráður gjaldmiðill haldið uppi kaupmætti um tíma, en það þýðir þá yfirleitt stóraukið atvinnuleysi.  Því eru Írar að kynnast.

Hvað er langt síðan Íslenskir "Sambandssinnar" voru með Írskan ráðherra í heimsókn sem átti að segja Íslendingum að euroið og "Sambandið" hefði gert kreppuna léttbærari fyrir Íra?

 

 


mbl.is Fasteignaverð hrynur á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algör vitleysa og lítið til í þessu og þori ég að veðja að Írar munu rísa upp úr alþjóðlegri kreppu á undan okkur.

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 21:23

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn. Í hverju er svona lítið til? Trúir þú ekki að húsnæðisverð hafi lækkað á Írlandi?  Eða trúir þú ekki að launin hafi lækkað þar?  Eða trúir þú ekki að atvinnuleysi þar mælist í tveggja stafa tölu?  Eða trúir þú ekki að ríflega 100.000 einstaklingar hafi yfirgefið eyjuna grænu?

En þú hlýtur að trúa Jóhönnu og Steingrími þegar þau segja að landið sé "tekið að rísa"?  Eða varstu vantrúaður þegar Árni Páll fullyrti að umsókn að "Sambandinu" væri töframeðal gegn efnahagslegum óstöðugleika?  Það var víst 2008 eða 2009 sem hann lét þessi orð falla.

Hvað er það sem er svo lítið til í Þorsteinn?  Hvað er algjör vitleysa?

G. Tómas Gunnarsson, 24.1.2012 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband