Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
31.1.2012 | 16:05
Martröð unga fólksins
Um áramót mældist atvinnuleysi í eurolöndunum 10.4%. Eftir því sem mér skilst er það mesta atvinnuleysi sem hefur mælst á svæðinu síðan euroið var tekið upp.
Yfir 23. milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu. Þar er atvinnuleysið rétt um 10%. Margir hagfræðingar spá því að það verði komið í 11% um mitt þetta ár.
Það er unga fólkið sem verður lang verst fyrir barðinu á atvinnuleysinu. Á Spáni er atvinnuleysi ungs fólks 48.7%, í Grikklandi er það 47.2%, á Ítalíu er það 31%, í Portugal 30.8%, á Írlandi eru 29% ungs fólks án atvinnu, í Frakklandi er hlutfallið 23.8%, 22.3% er atvinnuleysið hjá ungu fólki í Bretlandi.
Í Þýskalandi hefur ástandið hins vegar ekki verið betra í langan tíma, atvinnuleysi hefur farið lækkandi og er á meðal ungs fólks þar aðeins 7.8%.
Eins og oft hefur verið minnst á áður í þessu bloggi og víða annarsstaðar er euroið nær því að teljast mynt Þýskalands en nokkurs annars ríkis. Það er ekki í stöðu jaðarríkjanna á eurosvæðinu sem eru stórskuldug í erlendum gjaldeyri, svo vitnað sé í George Soros.
Þessu ömurlega hlutskipti ungs fólks hefur verið gefinn lygilega lítill gaumur innan "Sambandsins". Þar snúast hlutir um euroið og niðurskurð. Sem betur fer örlar þó aðeins á því að þessi stóru vandi sé kominn á radarinn.
Þegar helmingur helmingur ungs fólks getur ekki fundið atvinnu og fjórði hver vinnufær maður er atvinnulaus eins og staða er t.d. á Spáni nú, hlýtur að þurfa að staldra við og endurhugsa alla uppbyggingu efnahagslífsins. Þar á meðal myntina.
Sameiginlega mynt margra ríkja er vel þekkt fyrirkomulag og hefur gengið býsna vel á mörgum stöðum. Vel þekkt dæmi eru t.d. Bandaríkin, Kanada, Bretland og Þýskaland.
En það fyrirkomulag sem hefur gengið vel í þessum ríkjum/ríkjasamböndum er leið sem "Sambandið" hefur takmarkaðan áhuga á að feta, eða viðurkenna að sá áhugi sé til staðar.
Myntbandalag "fjárhagslegra sjálfstæðra ríkja" felur í sér ótal galla og hættur, það er einmitt það sem euroríkin eru að kljást við nú. Og þeim gengur ekki vel. Stjórnmálastétt "Sambandsins" leist pólítískt vel á euroið. Efnahagshliðin var eitthvað sem mátti leysa síðar, það var ekki aðalatriðið.
En það sem var seinna þá er núna.
Atvinnuleysið 10,4% á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2012 | 03:52
17. fundurinn og tout va très bien
Ég las einhversstaðar að fundurinn sem var í dag væri sá 17. í röðinni. Og alltaf er gripið til "róttækra", "yfirgripsmikilla", "fullnægjandi", "víðtækra", "samræmdra", "miðstýrðra", aðgerða sem tryggja stöðugleika og farsæld til framtíðar.
Nú er kominn nýr sáttmáli sem "kemur í veg fyrir skuldakreppur" í framtíðinni. Það veitir auðvitað ekki af, hjá myntbandalagi þar sem bannað er að skuldir fari yfir 60%/GDP, eða að fjárlagahalli sé meiri en 3%. En það var reyndar lítið gert með þau skilyrði, þegar á reyndi og stóru ríkin brutu þau.
En nú lofa allir að vera þægir og nú ætla Þjóðverjar að sjá um að þeim sem brjóta sáttmálana verði refsað. Það er nefnilega ólíklegt, alla vegna í bráð, að það verði þeir.
En skuldavandinn stendur samt eftir óleystur. Grikkir hafa ekki náð samkomulagi við lánadrottna sína úr einkageiranum, þó að allir vonist eftir samkomulagi á næstu dögum. Einkageiranum finnst þó vissulega súrt í broti að þurfa að horfa á eftir allt að 70% af fjárfestingu sinni, á meðan Evrópski seðlabankinn kemur til með að hagnast vel á Grískum skuldabréfumí sinni eigu. En C´est la vie.
Portúgal sekkur æ dýpra og æ fleiri tala um að næst komi röðin að einkageiranum að gefa eftir skuldir þar. Varla nokkur þorir að hugsa þá hugsun til enda ef "eldveggurinn" margumtalaði en óbyggði, nær ekki að vernda Spán og Ítalíu.
Æ fleiri verða atvinnulausir og spírallinn virðist enn sem komið er aðeins liggja niður á við. Nema í þýskalandi, sem upplifir nú blómaskeið. Verst er atvinnuleysið á Spáni, þar sem 4. hver maður er án atvinnu, en ástandið er þó líklega verst í Grikklandi, þar sem margar fréttir benda til þess að þjóðfélagið sé hreinlega að brotna saman. Þar er talað um að það hlutirnirverði hugsanlega komnir í þokklegt ástand eftir ríflega áratug.
En leiðtogar "Sambandsins" eru nokkuð glaðbeittir. Hjá þeim er lausnin alltaf handan við hornið.
Þegar ég heyri í þeim þessa dagana kemur mér æ oftar í hug gamla lagið með Ray Ventura, Tout va très bien, Madame la Marquise.
P.S. Sumir vilja svo meina að æ harðari skilyrði sem eru "sett á flot" hvað varðar meiri stuðning við Grikki, séu í undirbúningur þess að þeir verði látnir "gossa". En til þess þurfi góða ástæðu og það þurfi að vera "þeim að kenna". En það er ólíklegt að þetta verði síðasti "krísufundurinn".
25 aðildarríki taka þátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2012 | 02:47
Merkozy í framboði í Frakklandi?
Það er alltaf eitthvað ógeðfellt þegar þjóðarleiðtogar fara að blanda sér í kosningar eða önnur innanríkismál í öðrum ríkjum.
Auðvitað ættu þjóðarleiðtogar að sjá sóma sinn í því að leyfa þegnum annarra landa að hafa sína kosningabaráttu án þess að skipta sér það af. En ef til vill er þetta að breyast.
Þó að ég sé sammála Merkel að það væri Frakklandi fyrir bestu að Sarkozy næði endurkjör, finnst mér það ekki rétt af henni að blanda sér í baráttuna með þessum hætti. Reyndar þykir mér það ekki ólíklegt að fyrir marga Frakka virki þetta neikvætt, að þeir verði síður líklegir til að kjósa Sarkozy eftir þessa yfirlýsingu. Mörgum þeirra mun þykja "meðmæli" Þjóðverja ekki það sem þarf til að gegna embætti forseta Frakklands.
En "Sambandið" vill auðvitað engar breytingar, þá geta hlutirnir tekið nýja stefnu. Merkel vill halda áfram að vinna með Sarkozy, sérstaklega nú þegar hún hefur náð undirtökunum.
Merkel styður Sarkozy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2012 | 01:18
Nokkrar myndir
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2012 | 00:42
Kaldrifjuð, fyrirlitleg morð án alls heiðurs
Ég hef ekki fylgst sérstaklega með þessu máli, en það hefur verið það fyrirferðarmikið í fjölmiðlum hér í Kanada að það hefur ekki farið fram hjá neinum. Málið er sorglegt og ógnvekjandi.
Það er ekki hægt annað að taka undir orð dómarans þegar hann sagði við dómsuppkvaðninguna að þetta væru kaldrifjuð, fyrilitleg morg, án alls heiðurs.
Það sorglegasta við málið er ef til vill að ungu stúlkurnar þrjár komu hingað til Kanada, fundu fyrir frelsinu, sáu möguleikana sem opið og frjálst samfélag hefur upp á að bjóða. Og guldu fyrir það með lífinu.
En eins og oft er með mál sem þessi vekja þau upp spurningar hvernig samfélagið brást við, hvers vegna var ekki hlustað á hjálparbeiðnir stúlknanna? Út af hverju tókst foreldrunum að blekkja þar til gerð yfirvöld aftur og aftur? Fjölkvænið vekur sömuleiðis upp spurningar.
Fundin sek um fjögur morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2012 | 04:06
Roubini: Euroið er eins og hægfara lestarslys
Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, er ekki þekktur fyrir að vera bjartsýnn. Hans þekktustu gælunöfn eru Dr. Doom og Permabear. Hann er þó líklega þekktur fyrir að vera einn af þeim sem er réttilega gefið kredit fyrir að hafa spáð fyir um efnahagsáföllin í heiminum 2008, sérstaklega hrun Bandaríska húsnæðismarkaðarins og "subprime" krísuna.
Á ráðstefnunni í Davos var Roubini eins og oft áður ómyrkur í máli, hann sagði m.a.:
The eurozone is a slow-motion train wreck." Countries and not just Greece are insolvent. I think Greece will leave the eurozone in the next 12 months, and Portugal after.
There is a 50pc chance that the eurozone will break up in the next three to five years. This doesnt look like a G20 world it looks like a G-Zero world because there is no agreement on global imbalances, how to change the international monetary system, international trade, banking regulation, on all the fundamental issues.
Roubini sagði einnig að færi Bandaríkin í stríð við Íran, myndi olíuverð líklega hækka um 50% og valda heimskreppu.
Í endann á fyrirlestri sínum sagði Roubini:
In the UK there is recession, even the US is not doing great, in India theres a slowdown and theyre worried about that. In China, exports, infrastructure investment, real estate is slowing down, so therell be a significant slowdown in China this year.
Ekki fögur framtíðarsýn.
Inn í lestina vilja Steingrímur, Jóhanna og Össur, af öllu afli draga Ísland. Tæra, hreina vinstristjórnin, stuttu stigin út flakinu í því bílslysi sem frumvarp um fiskveiðar var, sér tækifæri til að taka þátt í því lestarslysi sem euroið er.
Það er kominn tími til að taka stjórnina af slysasæknum stjórnmálamönnum. Það er komi tími til að almenningur velji sér nýja forystu. Það er kominn tími á kosningar.
Beinar tilvitnanir í Roubini eru fengnar héðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2012 | 00:33
Stjórnmálaskoðanir rithöfunda
Það virðist ýmsum finnast það merkilegra að rithöfundar hafi stjórnmálaskoðanir en aðrir Íslendingar.
Það er ef vill ekki úr vegi að hafa það í huga að merkilegir og háverðlaunaðir rithöfundar hafa í gegnum tíðina haft stjórnmálaskoðanir og predikað þær af ákafa.
Sumir þeirra hafa jafnvel verið það stórar persónur að þeir hafa beðist afsökunar á þeim síðar á lífsleiðinni. Aðrir hafa látið það ógert.
Ég get því ekki fundið nokkra ástæðu til að taka pólítísk skrif rithöfunda alvarlegar en skrif annarra Íslendinga.
Vissulega er þau oft betur færð í stílinn, en einhverra hluta vegna hef ég tamið mér að hafa vara á gagnvart þeim.
28.1.2012 | 22:18
Sagt í Davos
These are the wealthiest countries in the world, and you can't expect a Chinese peasant earning $200 a year to contribute to bailing out Europe. It doesn't make any sense. They can do it by themselves, and we have made that clear to them. They have some good fiscal consolidation plans in place in Spain and Italy. They have to make sure that they are enforced."
Jim Flaherty, fjármálaráðherra Kanada
European leaders "repeat the same kind of platitudes, 'we need to get growth, austerity won't be enough,' but no country has policies that will achieve growth. I haven't heard a single thing here that has given me a sense that the European leaders have any sense of what they need to do and will do. Nobody knows who owes what to whom, where the risks of a Greek default are."
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.
"The failure of a containment strategy will mean not only the potential implosion of the euro, but an economic crisis with devastating consequences for the rest of the world. This is a task for all of us in the G-20."
Felipe Calderon, forseti Mexikó
On the European bailout fund: "Some say that it has to be double the size, then if that's not big enough, others will say it has to be three times as big. What we don't want is a situation in which we promise something that we can't back up."
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
It is also very important that we remember people are willing to make sacrifices, but not be sacrificed," Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur
"I don't believe fresh money on the table is the only possible solution. If the money is needed, then we need to talk about it, but it's very difficult to find any fresh money. It's politically difficult, but before we see how well the countries can behave there is no need for fresh money."
Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands
The fact that we're still, at the start of 2012, talking about Greece again is a sign that this problem has not been dealt with
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands
We shouldn't forget that we are experiencing the worst crisis in the advanced world since World War II. It is the combination of standard decisions and non-standard decisions which is of the essence. If you lose sense of direction you are aggravating the crisis."
Jean Claude-Trichet, fyrrverandi bankastjóri Evrópska seðlabankans.
Once you have too much debt in the public and private sector, the painful process could last up to a decade, where economic growth remains weak and anemic and sub-par until we have cleaned up the balance sheet and invested in the things that make us more productive for the future, he said.
Nouriel Roubini, hagfræðingur, A.K.A. Dr. Doom, A.K.A. Permabear
It's important for the financial system to acknowledge there's a great deal of anger directed at it."
Vikram Pandit, forstjóri Citigroup
P.S. Myndina sem fylgir færslunni tók ég í morgun. Hún er af Gríska veitingastaðnum Davos, sem er rekinn í miðju Gríska hverfinu hér í Toronto.
27.1.2012 | 22:22
Taka Þýskaland og "Sambandið" fjárræðið af Grikkjum?
Nú er byrjað að tala um að Þýskaland setji það sem skilyrði við frekari aðstoð við Grikkland, að landið verði "svipt fjárræði".
Ef marka má stutta frétt Reuters, er talað um að Grikkland þurfi að gefa eftir stjórn á fjárlögum sínum, til "Evrópskra stofnana". Að öðrum kosti fái Grikkir ekki 130 milljarða euroa, í næsta "hjálparpakka".
Eins og nærri má geta er málið eldfimt í Grikklandi og þarlendum stjórnmálamönnum lítt hugnanlegt, ekki síst stuttu fyrir kosningar sem halda á í apríl.
Grikkjum hefur lítið gengið að uppfylla ströng skilyrði "þríeykisins" (IMF, ECB og EU) og því er því haldið fram í frétt Reuters að þolinmæðin sé einfaldlega á þrotum.
Kringumstæðurnar eru líklega einstakar, ég man alla vegna ekki eftir að hafa lesið um álíka kringumstæður. Ríki sem er í raun gjaldþrota, en deilir gjaldmiðli með mörgum af ríkustu þjóðum heims.
En eins og marg oft hefur verið bent á, blasa nú allir gallar eurosins við. Því sem næst allar þær hættur sem bent var á þegar euroinu var komið á fót hafa orðið að veruleika.
Hverjir skyldu bera ábyrgð á því?
Fyrir hvaða dómstól skyldu dómstólaglaðir Íslendingar vilja draga þá?
27.1.2012 | 19:57
Hringjekjan heldur áfram: Lánshæfismat 5 euroríkja lækkað
Enn á ný hefur lánshæfismat nokkurra euroríkja verið lækkað. Nú af Fitch. Ríkin eru ýmist lækkuð um eitt eða tvö þrep.
Ríkin sem lækka eru: Belgía, um 1. þrep, frá AA til AA+, Kýpur um 1. þrep frá BBB- í BBB, Ítalía um 2. þrep, frá A+ niður í A-, Slóvenia um 2. þrep úr AA- í A og Spánn var lækkaður um 2. þrep úr AA- niður í A.
Góðu fréttirnar eru þær að Írland heldur sinni BBB+ mati þó að það sé með neikvæðar horfur.
Portúgal var flutt í ruslflokk hjá Fitch í nóvember síðastliðnum ef ég man rétt.
Sjálfsagt eru þetta ekki skilaboðin sem var óskað eftir inn á ráðstefnuna í Davos, nú þegar heldur hefur gengið betur undanfarna daga. En það er ekki hægt að kenna "vondum Bandaríkjamönnum" um þessa lækkun, enda Fitch í "góðri" Franskri eigu. Hvort að það hefur svo áhrif á það að Fitch hefur sagt að Frakkland sé ekki í hættu þetta árið, ætla ég ekki að dæma um.
En þetta ætti að hvetja leiðtoga euroríkjanna til dáða fyrir neyðarfund þeirra sem verður eftir helgina. Það ætti flestum að vera ljóst að það er kominn tími til að gera eitthvað, en ekki einungis að koma með fallegt og flókið orðskrúð um að vandamálin séu leyst.
Flestir eru sammála um að 3ja ára lán Evrópska seðlabankans hafi hjálpað gríðarlega og keypt tíma.
En nú er beðið eftir því hvað kemur út úr viðræðum Grikkja og skuldabréfaeigenda, en nú er þegar farið að tala um að Portúgal þurfi líklega sömu meðferð, niðurfellingu skulda upp á 35 til 50% og svo aukna hjálp frá IMF og hinum eurolöndunum.
Það er því ekki ólíklegt að forystumenn eurolandanna og "Sambandsins" eigi eftir að hrekjast frá einum neyðarfundinum til annars, enn um sinn.
Vandinn er langt í frá leystur og grunnvandinn, innbyrðis samkeppnistaða eurolandanna er enn til staðar. Forystumenn euroríkjanna forðast flestir að minnast á hann.
Einkunn 5 evruríkja lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |