Roubini: Euroið er eins og hægfara lestarslys

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, er ekki þekktur fyrir að vera bjartsýnn.  Hans þekktustu gælunöfn eru Dr. Doom og Permabear.  Hann er þó líklega þekktur fyrir að vera einn af þeim sem er réttilega gefið kredit fyrir að hafa spáð fyir um efnahagsáföllin í heiminum 2008, sérstaklega hrun Bandaríska húsnæðismarkaðarins og "subprime" krísuna.

Á ráðstefnunni í Davos var Roubini eins og oft áður ómyrkur í máli, hann sagði m.a.:

The eurozone is a slow-motion train wreck."  “Countries – and not just Greece – are insolvent. I think Greece will leave the eurozone in the next 12 months, and Portugal after.”

There is a 50pc chance that the eurozone will break up in the next three to five years. This doesn’t look like a G20 world it looks like a G-Zero world because there is no agreement on global imbalances, how to change the international monetary system, international trade, banking regulation, on all the fundamental issues.

Roubini sagði einnig að færi Bandaríkin í stríð við Íran, myndi olíuverð líklega hækka um 50% og valda heimskreppu.

Í endann á fyrirlestri sínum sagði Roubini:

In the UK there is recession, even the US is not doing great, in India there’s a slowdown and they’re worried about that. In China, exports, infrastructure investment, real estate is slowing down, so there’ll be a significant slowdown in China this year.

Ekki fögur framtíðarsýn.

Inn í lestina vilja Steingrímur, Jóhanna og Össur, af öllu afli draga Ísland.  Tæra, hreina vinstristjórnin, stuttu stigin út flakinu í því bílslysi sem frumvarp um fiskveiðar var, sér tækifæri til að taka þátt í því lestarslysi sem euroið er.

Það er kominn tími til að taka stjórnina af slysasæknum stjórnmálamönnum.  Það er komi tími til að almenningur velji sér nýja forystu.  Það er kominn tími á kosningar.

Beinar tilvitnanir í Roubini eru fengnar héðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Fróðlegt.

En þessi ályktun þín "nn í lestina vilja Steingrímur, Jóhanna og Össur, af öllu afli draga Ísland" er undarleg þegar þú ert búinn að tilgreina að auk þess sem kreppan hrjáir Evrópu hrjáir hún US, Indland og Kína. Kreppan er óháð ESB. Stærri og sterkari evrópubúar undir forystu Þýskalands og Frakklands, eru reyndar að reyna að styðja þá sem höllum fæti standa, en það getur varla talist slæmt mál. Ef ESB og Evran hefðu ekki verið til staðar hefði staðan í upphafi kreppu verð verri og staðan í lok hennar líka.

Guðjón Sigurbjartsson, 29.1.2012 kl. 08:42

2 identicon

Takk fyrir góða grein, tek undir með þér.

@ Guðjón Sigurbjartsson - Nei ástandið er sko alls ekki betra vegna ESB og EVRUNAR. ESB svæðið er lægsta hagvaxtarsvæði heims, það er líka mesta atvinnuleysissvæði heimsins með u.þ.b. 35 muilljónir atvinnuleysingja. Fjárfestar flýja nú EVRU svæðið í stórum stíl. Allar hagspár bæði til stutts og langs tíma fyrir þetta svæði eru yfirleitt mjög dökkar.

Það er heldur ekki rétt hjá þér að það sé verið að hjálpa þeim ESB/EVRU ríkjum sem lent hafa í efnahagsþrengingum sem að stórum hluta eru tilkomnar vegna innbyggðra hönnunargalla EVRUNNAR sjálfar.

Þar reynir ESB Ráðstjórnin fyrst og fremst að sjá til þess að almenningur þesara landa herði sultarólarnar og greiði allar sukk skuldir einkabankanna og stórfyrirtækjanna til baka til helstu brask banka Evrópu. Þeirra aðal hugssjón er að verja braskbankana og stórcapítal Evrópu en ekki fólkið sjálft.

Það er ekki verið að lána Grikkjum núna til þess að auðvelda þeim lífið og koma sér á lappir.

Það sem ESB Ráðstjórnin er að gera í Grikklandi er svívirðilegt og gæti leitt til uppreisnar og jafnvel styrjaldar. Þetta er svona einskonar sósíalísk þjóðnýting á gjaldþrota kapítalisma banka glæponana.

Reikningurinn verður síðan sendur á komandi kynslóðir Grísku þjóðarinnar og þeir skattpíndir fram í rauðan dauðann og sá skattur verður innheimtur af hörku af sérstökum Landstjóra ESB, sem fær alræðisvöld í skatta og peningamálum þjóðarinnar.

Þetta er verra en Versalasamningar Þjóðverja og þetta er líka verra en hvernig Leppstjórar hinns blóðuga Rómaveldis fóru með undirokaðar þjóðlendur sínar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 10:31

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðjón.  Það ser sitthvað að búa við samdrátt (recession), eða að vera ekki að gera það of gott  (US is not doing great),  eða það hægi á í efnahagslífinu (slowdown) eins og í Kína og hjá Indlandi, eða að búa við hægfara lestarslys (slowmoving trainwreck) eins og euroinu er lýst.  Ég held að flestir sjái muninn.

Það er engin kreppa í Kína, það er enginn kreppa á Indlandi, og Bandaríkin hafa unnið mun betur og markvissar úr sínum vandamálum en euroríkin hafa gert. En kreppan sem á rætur sínar m.a. að rekja til eurosins gæti breiðst út um allan heim.

Auðvitað er álit Roubinis aðeins eitt af mörgum, ég hef ekki ennþá rekist á neinn handhafa "stóra sannleikans", en það er ekki eins og hann sé sá eini sem hefur verið að fjalla um galla eurosins.  Það hafa meira að segja þeir sem komu því á koppinn gert.

Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að hoppa upp í "lestarslysið".  Það væri líklega nær fyrir Íslensku ríkisstjórnina að vinna sig úr því "bílslysi" sem hún kom sér í.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2012 kl. 13:49

4 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Það sem ég á við að ástandið hafi verið betra fyrir hrun hjá þeim sem fengu nokkur góð ár með Evru en ef þau hefðu verið með sína gömlu gjaldmiðla.

Mér skilst að rætt sé um að afskrifa 2/3 skulda Grikklands. Hin leiðin er að þeir fari einfaldlega á hausinn. E.t.v. er það betra.

Við hér þurfum ekki Evru til að ofskuldsetja okkur. Gekk vel með krónunni takk fyrir. Og eftirleikurinn erfiður vegna króunnar líka.

Við höfum ekki efni á neinum rembing að gott sé að vera án Evru. Evran er mikið betri en krónan alla vega.

Lönd Evrópu sem eru á barmi gjaldþrots eða gjaldþrota í reynd án hjálpar, eins og Ísland í raun, hefðu mjög líklega orðið það án Evrunnar líka. Þetta eru þannig þjóðir að þær voru eins og kýrnar á vorin þegar þeim er hleypt út úr fjósinu, þegar þau fengu aðgang að ódýru lánsfé, kunnu ekki fótum sínum forráð og skuldsettu sig út í óravíddir alheimsins. Það hefðu þær gert án Evrunnar.

Bara til að menn séu að ræða málin út frá réttum forsendum. Ekki gefa sér arfavitlausar forsendur eins og að allt hefið verið í lagi hjá Grikklandi bara ef það væri ekki í ESB og hefði ekki Evru. Það væri væntanlega uppi sú staða að þær væru búnir að fella gengi síns lélega gjaldmiðils niður í rusl og þar með lækka laun allra í landinu þangað líka. Síðan þar á ofan með óviðráðanlegar skuldir.

Þær þjóðir sem best standa núna í kreppunni er þær sem ekki höfðu skuldsett sig of mikið og sem ekki fengu mikla niðursveiflu í tekjur.

Þessi ríkisstjórn kom okkur ekki í þetta ástand. Það var fyrri ríkisstjórn.

Góðar stundir.

Guðjón Sigurbjartsson, 29.1.2012 kl. 20:03

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alltaf varasamt að ræða málin út frá því "hvað ef".  Það eina sem er hægt að fullyrða um er hvernig ástandið er.  En það er vissulega alltaf hægt að velta hlutunum fyrir sér og það getur verið hollt.

Það má færa rök fyrir því að ástandið í löndum eins og Grikklandi væri betra ef það hefði aldrei tekið upp euro, en um það er ekkert hægt að fullyrða.  Líklega hefði landið ekki notið jafn mikils lánstrausts og ekki hefði verið jafn freistandi að taka lán, ef kjörin hefði verið verri.  Líklega hefði gjaldmiðilinn fallið fyrir löngu síðan og landið stæði ekki "læst inni" í því að hafa tapað 30 til 40% af samkeppnishæfni sinni á móti þjóðum eins og Þýskalandi.  Fjármagnsflóttinn frá Grikklandi hefði sömuleiðis verið með allt öðrum hætti ef landið hefði haft eigin gjaldmiðil.

En ég held að fáir eða engir haldi því fram að allt væri í lagi í Grikklandi ef þeir hefðu ekki tekið upp euroið.  Stærsti munurinn væri sá að þá ógnuðu efnahagsþrengingar þeirra ekki hinum 16 euroríkjunum og þar með að miklu leyti öllum heiminum.

Gjaldmiðill 17 ríkja er einfaldlega ofurseldur allt öðrum lögmálum en gjaldmiðill eins ríkis.  Það var marg oft bent á það þegar euroinu var komiðá fót.  En euroið er ekki byggt á efnahagslegum forsendum, heldur pólítískum.  Því fór sem fór og eins og einn Íslenski "Sambandssinninn" orðaði það voru stjórnmálamenn "Sambandsins" svo uppteknir við að selja kosti eurosins að þeir "gleymdu" bara að tala um gallana.

En það eru gallarnir sem þeir eru að fást við nú, og að mörgu leyti má segja að þeir að stærstum hluta neiti að horfast í augu við þá.  Lausni hefur ekki fundist, heldur eru euroríkin enn, eftir u.þ.b. 3. ár að reyna að setja plástra að holundarsárið.  Myntsamruni gengur ekki upp á pólítísks samruna og millifærsla. 

Það er reyndar ekki rætt um að afskrifa 2/3 af skuldum Grikklands, heldur að afskrifa 2/3 af skuldum sem eru í einkaeigu.  "Sambandið" sjálft og seðlabanki eurolandanna ætla sér að reyna að komast undan afskriftum.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2012 kl. 20:50

6 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Það eru vissulega vandamál við Evruna, sem komu í fógus eftir hrunið. Það eru lika vandamál við aðrar myntir, ég tala nú ekki um smámyntir eins og ISK. Við getum ekki talað af háum stalli hér um hvað aðrar myndir eru lélegar og hvað okkar er góð. Það þarf all nokkra blindu til að sjá það ekki.

Okkur hér myndi ekki veita að yfirþjóðlegu eftirliti með fjárlögum okkar. Hér hafa pólitíkusar, e.t.v. vegna fámennis og skyldleika oft og iðurlega fært feng heim í hérað s.s. jargöng o.fl. í fullkomnu skeytingarleysi um almannahag og skattgreiðenda.

Guðjón Sigurbjartsson, 30.1.2012 kl. 05:28

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er engin mynt á vandamála, ekki einu sinni þær stærstu, euroið er gott dæmi um það.  Hin fullkomna hagstjórn er heldur ekki til, þó rétt sé að stefna að henni.  Það má líka benda á að Bandaríski dollarinn hefur miss ríflega 80% af verðmæti sínu gagnvart Japanska jeninu frá því snemma á áttunda áratugnum.  Samt sækja allir í "dollaraöruggið".

Krónan er eins og aðrar myntir, en það er alveg rétt að Íslenska hagstjórnin hefur ekki verið til fyrirmyndar.  Þó hefur Íslendingum gengið ótrúlega vel að bæta lífskjör sín undanfarna áratugi.

En það þykir mörgum býsna töff að tala niður Ísland. Að fámennið sé of mikið til að gera þetta eða hitt.  Þannig er hægt að segja að Ísland sé of fámennt til að vera sjálfstæð þjóð, eða vera með gott stjórnkerfi, eða reka eigið eftirlitskerfi, nú eða að vera með eigin háskóla, hvað þá marga.  Það eru líklega ekki mörg 300.000 manna samfélög sem státa af slíku.

Íslensk fyrirtæki eru í þeim hugum líklega oftast rekin af vanhæfum illa mentuðum einstaklingum, o.s.frv.

En það er líka hægt að líta á það sem Íslenskt samfélag hefur gert og afrekað í gegnum tíðina.  Það hefur þrátt fyrir hóla og hæðir og að brekkurnar hafi verið bæði upp á hæðina og niður hana, gengið býsna vel og margt sem Íslendingar geta verið stoltir af.  Það þýðir ekki að það sé ekki margt sem má laga og margt sem má gera betur.

En hér eins og oft, skiptir sjónarhornið miklu máli og hvernig menn vilja takast á við málin. 

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2012 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband