Taka Þýskaland og "Sambandið" fjárræðið af Grikkjum?

Nú er byrjað að tala um að Þýskaland setji það sem skilyrði við frekari aðstoð við Grikkland, að landið verði "svipt fjárræði".

Ef marka má stutta frétt Reuters, er talað um að Grikkland þurfi að gefa eftir stjórn á fjárlögum sínum, til "Evrópskra stofnana".  Að öðrum kosti fái Grikkir ekki 130 milljarða euroa, í næsta "hjálparpakka".

Eins og nærri má geta er málið eldfimt í Grikklandi og þarlendum stjórnmálamönnum lítt hugnanlegt, ekki síst stuttu fyrir kosningar sem halda á í apríl.

Grikkjum hefur lítið gengið að uppfylla ströng skilyrði "þríeykisins" (IMF, ECB og EU) og því er því haldið fram í frétt Reuters að þolinmæðin sé einfaldlega á þrotum.

Kringumstæðurnar eru líklega einstakar, ég man alla vegna ekki eftir að hafa lesið um álíka kringumstæður.  Ríki sem er í raun gjaldþrota, en deilir gjaldmiðli með mörgum af ríkustu þjóðum heims.

En eins og marg oft hefur verið bent á, blasa nú allir gallar eurosins við.  Því sem næst allar þær hættur sem bent var á þegar euroinu var komið á fót hafa orðið að veruleika. 

Hverjir skyldu bera ábyrgð á því?

Fyrir hvaða dómstól skyldu dómstólaglaðir Íslendingar vilja draga þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Því miður þá tekur ESB dómsstóllinn ekki á úrræðaleysi eða vitlausum ákvörðunum Ráðstjórnarinnar í Brussel.

Það er nefnilega ósnertanleg Elíta og allar þeirra tilskipanir og ályktanir eru hafnar yfir lög og rétt.

Þess vegna fær þetta graftarkýli þessa óskilvirka stjórnsýslu apparats ESB að vaða uppi án nokkurs lýðræðislegs umboðs og án þess að nokkur geti tekið á því, eða gert eitthvað við því.

Með ekki ósvipuðum hætti þróuðust Sovétríkin sálugu líka og öll sú vegferð var líka vörðuð góðum áformum sem áttu að leysa öll mannleg vandamál, en sú kerfislega samfélagstilraun endaði samt með hörmungum á ruslahauguum sögunnar !

Spái ESB svipuðum örlögum, vona bara og bið að þurfi ekki að taka mannfólkið 70 ár að uppgötva það.

Gunnlaugur I., 28.1.2012 kl. 16:36

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af æ meiri lýðræðishalla hjá "Sambandinu".

Ég tek hins vegar ekki undir samanburð á "Sambandinu" og Sovétríkjunum.  Eins og með mörg ríki má auðvitað týna til eitthvað sem getur talist svipað.  Mér þykir það hins vegar vanvirða víð þá einstaklinga og þær þjóðir sem kvöldust undir stjórn Sovétríkjanna að líkja þessu saman.  Lífið var murkað úr milljónum manna, oft fyrir litlar eða engar raunverulegar sakir.  Kúgunin var alger og réttleysi almennings algjört.  Slík samlíking gerir lítið úr hörmungum þeirra sem kvöldust undir kommúnismanum.

En það er þessi merkilega tilhneyging margra að vilja "tilheyra" einhverju stóru og "miklu", sem er svo undarleg. Hún er í senn ógnvænleg og óskiljanleg, alla vegna fyrir mig.

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2012 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband