Martröð unga fólksins

Um áramót mældist atvinnuleysi í eurolöndunum 10.4%.  Eftir því sem mér skilst er það mesta atvinnuleysi sem hefur mælst á svæðinu síðan euroið var tekið upp.

Yfir 23. milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu.  Þar er atvinnuleysið rétt um 10%.  Margir hagfræðingar spá því að það verði komið í 11% um mitt þetta ár.

Það er unga fólkið sem verður lang verst fyrir barðinu á atvinnuleysinu.  Á Spáni er atvinnuleysi ungs fólks 48.7%, í Grikklandi er það 47.2%, á Ítalíu er það 31%, í Portugal 30.8%, á Írlandi eru 29% ungs fólks án atvinnu, í Frakklandi er hlutfallið 23.8%, 22.3% er atvinnuleysið hjá ungu fólki í Bretlandi.

Í Þýskalandi hefur ástandið hins vegar ekki verið betra í langan tíma, atvinnuleysi hefur farið lækkandi og er á meðal ungs fólks þar aðeins 7.8%.

Eins og oft hefur verið minnst á áður í þessu bloggi og víða annarsstaðar er euroið nær því að teljast mynt Þýskalands en nokkurs annars ríkis.  Það er ekki í stöðu jaðarríkjanna á eurosvæðinu sem eru stórskuldug í erlendum gjaldeyri, svo vitnað sé í George Soros.

Þessu ömurlega hlutskipti ungs fólks hefur verið gefinn lygilega lítill gaumur innan "Sambandsins".  Þar snúast hlutir um euroið og niðurskurð.  Sem betur fer örlar þó aðeins á því að þessi stóru vandi sé kominn á radarinn.

Þegar helmingur helmingur ungs fólks getur ekki fundið atvinnu og fjórði hver vinnufær maður er atvinnulaus eins og staða er t.d. á Spáni nú, hlýtur að þurfa að staldra við og endurhugsa alla uppbyggingu efnahagslífsins.  Þar á meðal myntina.

Sameiginlega mynt margra ríkja er vel þekkt fyrirkomulag og hefur gengið býsna vel á mörgum stöðum.  Vel þekkt dæmi eru t.d. Bandaríkin, Kanada, Bretland og Þýskaland. 

En það fyrirkomulag sem hefur gengið vel í þessum ríkjum/ríkjasamböndum er leið sem "Sambandið" hefur takmarkaðan áhuga á að feta, eða viðurkenna að sá áhugi sé til staðar. 

Myntbandalag "fjárhagslegra sjálfstæðra ríkja" felur í sér ótal galla og hættur, það er einmitt það sem euroríkin eru að kljást við nú.  Og þeim gengur ekki vel.  Stjórnmálastétt "Sambandsins" leist pólítískt vel á euroið.  Efnahagshliðin var eitthvað sem mátti leysa síðar, það var ekki aðalatriðið.

En það sem var seinna þá er núna.


mbl.is Atvinnuleysið 10,4% á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband