Stöplarit dagsins - þróun raunlaunakostnaðar í Þýskalandi 2000 til 2008

Hér að neðan má sjá stöplarit sem sýnir hvernig heildarkostnaður á launþega þróaðist í nokkrum löndum Evrópusambandsins á árunum fyrir "kreppu", eða frá 2000 til 2008.

Auðvitað má ekki líta á þetta sem neina allsherjarskýringu, enda kunna að liggja mismunandi ástæður fyrir þróuninni í mismunandi löndum.  Sömuleiðis er varasamt að ganga út frá einu tímabili fyrir öll löndin, enda kunna aðstæður við upphaf þessarar mælingar að hafa verið verulega mismunandi. 

En stöplaritið gefur vissulega vísbendingu um hvernig samkeppnishæfni ríkjanna hefur þróast á þessum árum, sérstaklega milli þeirra sem hafa sömu mynt.  En fyrst og fremst er því ætlað að sýna þróunina í Þýskalandi.

  Eurozone wage growth 2000   2008

Línuritið er fengið að láni úr ritinu:  Real Wages in Germany: Numerous Years of Decline , sem gefið var út af German Institute for Economic research í október 2009.

Ritinu er fylgt úr hlaði með þessum orðum:

Net real wages in Germany have hardly risen since the beginning of the 1990s. Between 2004 and 2008 they even declined. This is a unique development in Germany—never before has a period of rather strong economic growth been accompanied by a decline in net real wages over a period of several years. The key reason for this decline is not higher taxes and social-insurance contributions, as many would hold, but rather extremely slow wage growth, both in absolute terms and from an international perspective. This finding is all the more striking in light of the fact that average employee education levels have risen, which would on its face lead one to expect higher wage levels. Incontrast to the prevailing wage trend, income from self-employment and investmentassets has risen sharply in recent years, such that compensation of employees makes up an ever shrinking percentage of national income. Inflation-adjusted compensationof employees as a share of national income reached a historic low of 61% in 2007and 2008. As in previous recessions, however, investment income has been under greater downward pressure in recent months than wages.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þekkir maður vel.  Frá árinu 2001 til ársins 2006 fengum við ekki eina einustu kauphækkun.  Svo voru launin hækkuð um 35 evrur á mánuði árið 2006.  Helmingurinn í skatta. Þetta voru þá tæpar 3500 krónur;)

Samt sem áður kemur það Þýskalandi vel í dag að þetta skuli hafa verið raunin.  Svo er annað að laun hafa verið að hækka í Þýskalandi síðustu árin en samt heyrði í svipaðar tölur í útvarpinu í sumar.

Stefán (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 16:51

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er sammála því að þetta kom Þýskalandi og íbúum þess vel.  Samkeppnishæfni landsins jókst, atvinnuleysi dróst saman, sem aftur þýddi að fleiri greiddu skatta, atvinnleysisgreiðslur drógust saman o.sv.frv.

En raunlaun lækkuðu, sem enginn launþegi óskar sér, en kann samt sem áður að vera það besta í stöðunni.

En þetta setti (ásamt auðvitað fleiri þáttum) Þýskaland í svo mikið betri stöðu þegar kreppan skall á árið 2008.

G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 17:32

3 identicon

Jafnaðarmenn voru í stjórn allan þennan tíma og komu "Harz" í gegnum Þingið og Agenda2010.

Við höfum ekki jafnað okkur eftir það.  En áhugaverðast er að CDU er að vinna enn að þeirri stefnu sem Jafnaðarmenn voru að vinna að.

Svona er pólitík.

Já, raunlaun lækkuðu.  Ég fann fyrir því, vel fyrir því.  

Stefán (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 18:05

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, ef ég man rétt hótaði Schröder að segja af sér sem kanslari ef Agenda 2010 færi ekki í gegn.  Vinnulöggjöfin þurfti enda á yfirhalningu og sveigjanleika að halda.

Hvað varðar að pólítískir andstæðingar vinni á svipuðum nótum, er það ekkert nýtt og þarf ekki að vera slæmt.  Gott dæmi er t.d. Thatcher og Blair og það má halda því fram að stefnan hafi ekki breyst svo ýkja mikið við það að Cameron hafi tekið við.  En vissulega verða alltaf einhverjar breytingar en U-beygjur eru ekki alltaf af hinu góða.

En ef ekkert er að gert í lang tíma kunna U-beygjur að vera nauðsynlegar, ella er hætta á árekstri.

Laun, gjaldmiðill, atvinnuleysi eru líklega sveigjanlegustu hlutir efnahagslífsins, ef einhverjir þeirra sitja fastir, verða hinir þættirnar að taka á sig skellinn.

G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband