Hefur eitthvað breyst? Að hugsa hið óhugsanlega

Ríkisstjórnin heldur velli, en samt er líklegra en ekki að Papandreou verði ekki forsætisráðherra mikið lengur.  Það er allt partur of programmet eins og stundum er sagt.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla, en samt eiginlega engin niðurstaða. 

Engin áþreifanlega niðurstaða frá G20 fundinum og það virðist sem svo að yfirlýsingar frá neyðarfundum Eurosvæðisins hafi minni og minni þýðingu, endist í styttri og styttri tíma.  Flestir virðast hafa áttað sig á því að það stendur ekki mikið á bakvið þær.

En þegar ég skannaði hina ýmsu fjölmiðla í kvöld, kom það býsna sterkt fram víða að það sem hefði breyst væri að nú farið að hugsa og tala um hið óhugsanlega.  Að eitthvert ríki myndi eða yrði að yfirgefa Eurosvæðið.

Þetta hefði aldrei heyrst áður, frá nokkrum þjóðarleiðtoga svæðisins, fyrr en Papandreou kom fram með þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Margir virtust vera þeirrar skoðunar að þetta væri eins og sprunga í flösku, yrði aldrei aftur tekið og myndi virka illa á traust svæðisins.  Orsakirnar mætti strax sjá á ávöxtunarkröfu á skuldabréf Ítala.

Ítalíu virðist hrekjast lengra og lengra inn á sprungusvæðið, komin með IMF yfirfrakka sem virðist verða æ vinsælli vetrarflík í Evrópu þessi dagana.

En peningarnir eru á mikilli hreyfingu og  sagt er að u.þ.b. 20 milljarðar Euroa, yfirgefi Ítaliíu í hverjum mánuði í leit að skjóli.

Bankarnir hafa sömuleiðis notað tækifærið á meðan það gefst og losað sig við gríðarmagn af Evrópskum ríkisskuldabréfum.

Nú bíða allir eftir næsta fundi.

 


mbl.is Stjórnin hélt velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér boð um samstarf norrænna vina okkar :-)
Mig langar að vekja athygli á stóra ráðast okkar funniest fé Danmerkur að spila.
Það er í raun í fyrsta skipti í sögu Danmerkur sem er gert eigin hlut samþætt með Facebook!
Í staðreynd, the láréttur flötur af skráðir kvenna alveg stór! The heppinn hlaupast á brott með 530.000 ISK.
Við vonumst til að búa til þekkingu og skilning á viðskiptum lager til allra kvenna sem karla á vettvangi allir geta verið á.
Leikurinn verður notaður fyrir lifandi þjálfun í danska skóla fyrirtæki.
Þú getur auðvitað búið til hóp fyrir félagsmenn og berjast hvert annað?
Vona að þú góðan dag.

Andrés (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 06:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Reykur og speglar.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband