Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
27.11.2011 | 05:11
Auðlegðarskattur á fjöllum?
Ef rétt er skilið af fréttum í blöðum, þá hljómaði kauptilboð Nubo í Grímsstaði á fjöllum upp á milljarð Íslenskra króna. Það eru miklir peningar. Eftir því sem ég man best þá var sá eignarhluti sem Nubo hafði áhuga á að kaupa í eigu tveggja einstaklinga.
Við verðum rétt að vona þeirra vegna að skatturinn á Íslandi líti ekki svo á að nú hafi fengist nýtt verðmat á Grímsstaði. Því auðlegðarskatturin af 500 milljónum er ekkert til að grínast með. Jafnvel þó að að eignin sé lítið notuð, skili líklega engum arði og ríkisstjórnin hafi hafnað því að megi selja hana, þeim eina sem hafði áhuga á að kaupa, þá er eignin eftir sem áður auðlegðarskattstofn.
Gildir það ekki líka á fjöllum?
En þannig er Íslenski auðlegðarskatturinn. Það er ekkert spurt að því hvort að hvort að eignir skili arði eða séu seljanlegar. Það er bara spurt að verðmati.
Það er ekkert erfitt að ímynda sér fyrirtæki í Reykjavík sem gæti verið nokkur hundruð milljóna virði, en skilar samt engum arði í núverandi árferði. Nú eða hlutafé í fyritæki sem skilar engum arði og er varla seljanlegt, eins og staðan er nú, en er samt með þokkalegt verðmat.
Er einhver furða að það sé ekki mikið fjárfest undir þessum kringumstæðum?
Því þó að raunvextir séu varla til á Íslandi (nema í útlánum), þá er þó betra að fá eihverja vexti en enga. Þó að ríkisstjórnin hirði 20% af þeim vöxtum sem duga ekki til að dekka verðbólgu (og skila því í raun eingöngu tapi sem er skattlagt) er það betra en að fá ekkert. Það er líka kostur að þá þarf í það minnsta ekki að reyna að selja ill seljanlega eign til þess að standa skil á auðlegðarskattinum.
Svo má auðvitað nota krókaleiðir til að koma fjármunum úr landi. Það er ennþá möguleiki á að finna fjárfestingar hér og þar sem í það minnsta varðveita höfuðstólinn, þó að góð ávöxtun bjóðist ekki víða.
27.11.2011 | 00:59
Sambandsleg umræða?
Það hlýtur að vekja sérstaka athygli þegar tveir af þeim Íslendingum sem hvað ákafast hafa mælt fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, telja það hræðilega ógn hugsanlega náist ekki fríverslunarsamningur við Kína, vegna þess að Samfylkingunni tókst ekki að koma í gegn að Nubo gæti keypt Grímsstaði.
Þá hlýtur eitthvað að þessu þrennu að teljast líklegast, að þeir geri sér ekki grein fyrir því að fríverslunarsamningur Íslands og Kína myndi falla niður dauður ef Ísland gengi í "Sambandið", að þeir séu orðnir algerlega vonlausir um að Ísland gangi nokkurn tíma í "Sambandið", eða þriðji möguleikinn, að þeir séu ekki þeir "reynsluboltar úr utanríkisþjónustunni" sem fréttin vill vera láta.
Rétt er að hafa í huga að möguleiki þrjú getur staðið með hvorum sem er af hinum möguleikunum.
26.11.2011 | 23:02
Bæði með og á móti flestum málum
Það er gömul regla, sem þó er ekki alltaf virt, hjá fjölmiðlafólki að tala helst bæði við þá sem eru fylgjandi og andsnúnir þeim málum sem fjallað er um. Það þykir góð "pólísía" og nokkuð sanngjörn þó það tryggi ekki hlutleysi, en það er önnur saga.
Nú um stundir í Íslenskri pólítík þýðir hins vegar að leiða saman ólík sjónarhorn, að tala við tvo eða fleiri stjórnarþingmenn.
Það er ekki að undra að stjórnandstaðan eigi stundum erfitt upprdráttar og eigii erfitt með að ná vopnum sínum.
Það eru öll sjónarmið "dekkuð" af stjórnarþingmönnum.
26.11.2011 | 01:40
Allir eru jafnir fyrir skattinum... nema...
Það er flestum líklega kunnugt um að skattar og gjöld hafa verið að hækka á Íslandi. Breytingar í þá átt eru ótalmargar (það má sjá yfirlit yfir skattahækkanir hér)
En virðisaukaskattar eru augljóslega ekki eitthvað sem á að íþyngja öllum, ef marka má þessa frétt af því að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp um að afnema virðisaukaskatt af fjölmörgum tegundum listaverka.
Það liggur auðvitað beint við að hækka virðisaukaskatt á skóm, fötum og öðrum nauðsynjavörum jafnt sem ónauðsynlegum. En það er alger óþarfi að borgaður sé skattur af listaverkum.
Forgangsröðunin er skýr og merkilegt að hugsa til þess að ekkert mál virðist að fjölga undanþágum í virðisaukaskattkerfinu.
Hér sem ég bý borga listamenn söluskatt en engin slíkur skattur er á matvælum.
En forgangsröðunin er auðvitað mismunandi.
Listaverk undanþegin vaski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 20:31
Limra
Erlenda fjárfestingu vill ekki á fjöllum
frekar banna hana vild' öllum
En Simmi og Stjáni
Segja að Ömmi sé kjáni
og elt'ann með hrópum og köllum.
25.11.2011 | 15:11
Ríkisstjórnin sprengd með kínverjum?
Það virðist vera nokkuð mikil eldhætta á stjórnarheimilinu þessa dagana. Kolefniseldsneyti (og skattar á þau) og kínverjar eru býsna hættuleg blanda og eldfim.
Stór orð hafa fallið undanfarna daga, sérstaklega hjá Samfylkingarþingmönnum í Norð-Austurkjördæmi, og hafa sumir þeirra þó haft ríkisstjórnina á löngu og teygjanlegu skilorði. Það getur þó verið að hin mikla birta sem er að þeirra dómi yfir Þingeyjarsýslum, hindri þá í að sjá skýrt fram á veginn og taka ákvarðanir.
En þing og stjórnarseta nægir þó oft til að dempa eldana, og þó að kosningar séu auðvitað af hinu góða, eru þær sjaldnast það sem þjóðin þarfnast - akkúrat núna á þessum óvisstímum, þegar við eru að komast upp skaflinum, eða hvernig skyldi þetta nú hljóma.
En núna situr Kínverjinn uppi með mikið af handbæru fé sem hlýtur að þurfa að koma í vinnu. Það færi líklega best á því að Kristján Möller byði honum að leggja það í Vaðlaheiðargöng, það er skotheld fjárfesting og ábyggilega ekki síður ljóðræn en Grímstaðir á fjöllum.
En skyldi Ögmundur leyfa það?
Beiðni Huangs synjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 03:31
Er vandamál eurosins euroið?
Þegar rætt hefur verið um vandamál eurolandanna hefur oft verið fullyrt að vandamálið sé fjárhagsleg ringulreið og spilling í einstökum ríkjum. Þá oftast nefnd til sögunnar Grikkland og Ítalía. Þessi skoðun hefur verið vinsæl á Íslandi á meðal þeirra sem harðast ganga fram í því að taka hina erlendu mynt euro upp á Íslandi.
Æ fleiri eru þó að komast á þá skoðun að vandamálið sé einfaldlega euroið sjálft, eða uppbygging þess. Vissulega hafi því sem næst öll euroríkin brotið reglurnar sem settar voru um myntina, í mismiklum mæli þó, en það sé uppbygging eurosvæðisins sem í raun beri í sér feigðina. Það hafi í raun aldrei verið möguleiki við núverandi aðstæður að euroið gerði annað en að skapa vandræði, það hafi eingöngu verið spurning um tíma. Euroið eigi í raun enga mögleika á því að lifa af nema með stórkostlegum breytingum á uppbyggingu svæðisins og ef til vill Evrópusambandsins sem heildar.
Þeim fer fjölgandi sem telja að gjaldmiðillinn muni ekki komast til fulls út úr vandræðunum nema að farin verði sú leið að stofna einhverskonar sambandsríki, eitthvað nálægt því sem við þekkjum frá t.d. Bandaríkjunum, Kanada, nú eða Þýskalandi.
Til að bjarga euroinu þurfi þurfi sterkara miðlægt afl, sem myndi samhæfa fjármál euroríkjanna og taka þau yfir að nokkru leyti. Fjármálaeftirlit og ábyrgð á bankarekstri þyrfti að færast til Sambandsríkisins. Samhliða þessu þurfi að færa skattstofna til "Sambandsins" og samhæfa skattálagningu upp að vissu marki.
Eitt af meginverkefnum "Sambandsríkisins" þurfi að vera að styrkja suðurríkin til að vinna upp þá samkeppnishæfni sem þau hafa misst til norðursins (sérstaklega Þýskalands), en ella þurfi stöðugur millifærslur fjár ef ríkin eigi að geta notað sama gjaldmiðil.
En næst samstaða um slíkar breytingar?
Það er ljóst að samningaviðræður verða snúnar og margar mismunandi skoðanir og óskir munu koma fram (rétt eins og sést þegar Írland að farið að tala um að það þurfi að fá felldar niður skuldir, annar sé næsta víst að breytingar verði aldrei samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Írsku þjóðinni).
Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, eru ljóðlínur sem oft heyrast á þessum árstíma og eiga ágætlega við þegar vöngum er velt yfir framtíð Evrópusambandsins.
En ég á síður von á að seinni parturinn, en eitt er víst að alltaf verður, ákaflega gaman þá, eigi við um komandi samningaviðræður um þær breytingar sem þarf að gera á regluverkinu.
Þegar virðist vera farið á bera á því að fjárfestar séu að draga sig til baka frá eurosvæðinu og þegar bæði Bresk og Bandarísk skuldabréf (það er ekki eins og efnahagur þeirra standi í blóma) eru álitin tryggari fjárfestingarkostur en skuldabréf Þýskalands þá er ljóst að tíminn sem Evrópusambandið hefur til að koma málum sínum í réttan farveg er að styttast.
Hvernig Evrópusambandið kemur til með að líta út eftir ár er jafn óljóst og stefna ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum.
Auðvitað færi best á því að setja umsókn Íslands um "Sambandsaðild" á ís og einbeita sér að því að vinna í atvinnustefnunni.
Umræðan súrrealísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2011 | 21:39
Evrópa árið 2021 - Norræna bandalagið
Sagnfræðingurinn Niall Ferguson reynir að skyggnast inn í framtíðina í grein sem var birt í Wall Street Journal fyrir nokkru.
Greinin er á léttu nótunum og er skemmtileg aflestrar. Í stuttu máli má segja að breytingar sem Ferguson sjái séu nokkuð drjúgar. Írland hefur sameinast Bretland og stana þau utan "Sambandsins", Ísland hefur sameinast Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi í Norræna bandalaginu. Þýskaland er hins vegar ráðandi afl í USE, eða United States of Europe á meginlandinu.
Hvet alla til þess að lesa greinina sér til skemmtunar. Læt fylgja með nokkur dæmi.
Life is still far from easy in the peripheral states of the United States of Europe (as the euro zone is now known). Unemployment in Greece, Italy, Portugal and Spain has soared to 20%. But the creation of a new system of fiscal federalism in 2012 has ensured a steady stream of funds from the north European core.
Like East Germans before them, South Europeans have grown accustomed to this trade-off. With a fifth of their region's population over 65 and a fifth unemployed, people have time to enjoy the good things in life. And there are plenty of euros to be made in this gray economy, working as maids or gardeners for the Germans, all of whom now have their second homes in the sunny south.
Another thing no one had anticipated in 2011 was developments in Scandinavia. Inspired by the True Finns in Helsinki, the Swedes and Daneswho had never joined the eurorefused to accept the German proposal for a "transfer union" to bail out Southern Europe. When the energy-rich Norwegians suggested a five-country Norse League, bringing in Iceland, too, the proposal struck a chord.
Looking back on the previous 10 years, Mr. von Habsburgstill known to close associates by his royal title of Archduke Karl of Austriacould justly feel proud. Not only had the euro survived. Somehow, just a century after his grandfather's deposition, the Habsburg Empire had reconstituted itself as the United States of Europe.
Small wonder the British and the Scandinavians preferred to call it the Wholly German Empire.
24.11.2011 | 19:15
Fuglasöngur í nafni Merkel
Fékk sendan rétt í þessu hlekk þangað sem einhver er farinn að "tweeta" í nafni Angelu Merkel. Skemmti mér nokkuð vel við að lesa ýmis gullkorn s.s.:
Angela_D_Merkel Angela MerkelKeep having nightmares about a big fat Portuguese guy trying to lock me in a cupboard.ogAngela_D_Merkel Angela MerkelListened to 'The Final Countdown' on my way into the office. Can anyone remember what the band was called?
24.11.2011 | 14:18
Fangabúðir samofnar sögu kommúnismans
Fangabúðir og fangelsanir hafa alltaf fylgt ríkjum kommúnismans. Milljónir á milljónir ofan hafa verið dæmdar til fangabúðavistar, stundum fyrir að standa á skoðunum sínum, stundum fyrir að hafa stolið kornaxi, stundum fyrir ekkert annað en að hafa verið á röngum stað, stundum fyrir ekkert.
Tugir milljóna áttu aldrei afturkvæmt.
Það er tilviljun að ákkúrat núna er ég stuttu byrjaður að lesa bækur Alexanders Solzhenitsyns, Gulag eyjaklasinn I til III. Þó ég hafi lesið þær í einni bók endur fyrir löngu hef ég aldrei átt bókina fyrr en nú. Rakst á þær á fornbókasölu nýlega og keypti.
Það er óhætt að segja að hollt sé að rifja upp bækur eins og Gulag eyjaklasann. En það er líka hollt að hugsa um að enn þann dag í dag er fangabúðalífið hlutskipti milljóna manna og enn eru þeir margir sem ekki eiga þaðan endurkvæmt.
P.S. Hve mikil er skömm þeirra sem beittu því sem rökum fyrir því að Íslendingar ættu að samþykkja IceSave samningana, að ella ætti Ísland á hættu að vera á sama stalli og N-Kórea á meðal þjóðanna. Hafa þeir beðist afsökunar?
Var send 13 ára í þrælkunarbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)