Sambandsleg umræða?

Það hlýtur að vekja sérstaka athygli þegar tveir af þeim Íslendingum sem hvað ákafast hafa mælt fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, telja það hræðilega ógn hugsanlega náist ekki fríverslunarsamningur við Kína, vegna þess að Samfylkingunni tókst ekki að koma í gegn að Nubo gæti keypt Grímsstaði.

Þá hlýtur eitthvað að þessu þrennu að teljast líklegast, að þeir geri sér ekki grein fyrir því að fríverslunarsamningur Íslands og Kína myndi falla niður dauður ef Ísland gengi í "Sambandið", að þeir séu orðnir algerlega vonlausir um að Ísland gangi nokkurn tíma í "Sambandið", eða þriðji möguleikinn, að þeir séu ekki þeir "reynsluboltar úr utanríkisþjónustunni" sem fréttin vill vera láta.

Rétt er að hafa í huga að möguleiki þrjú getur staðið með hvorum sem er af hinum möguleikunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband