Auðlegðarskattur á fjöllum?

Ef rétt er skilið af fréttum í blöðum, þá hljómaði kauptilboð Nubo í Grímsstaði á fjöllum upp á milljarð Íslenskra króna.  Það eru miklir peningar.  Eftir því sem ég man best þá var sá eignarhluti sem Nubo hafði áhuga á að kaupa í eigu tveggja einstaklinga.

Við verðum rétt að vona þeirra vegna að skatturinn á Íslandi líti ekki svo á að nú hafi fengist nýtt verðmat á Grímsstaði.  Því auðlegðarskatturin af 500 milljónum er ekkert til að grínast með.  Jafnvel þó að að eignin sé lítið notuð, skili líklega engum arði og ríkisstjórnin hafi hafnað því að megi selja hana, þeim eina sem hafði áhuga á að kaupa, þá er eignin eftir sem áður auðlegðarskattstofn.

Gildir það ekki líka á fjöllum?

En þannig er Íslenski auðlegðarskatturinn.  Það er ekkert spurt að því hvort að hvort að eignir skili arði eða séu seljanlegar.  Það er bara spurt að verðmati.

Það er ekkert erfitt að ímynda sér fyrirtæki í Reykjavík sem gæti verið nokkur hundruð milljóna virði, en skilar samt engum arði í núverandi árferði.  Nú eða hlutafé í fyritæki sem skilar engum arði og er varla seljanlegt, eins og staðan er nú, en er samt með þokkalegt verðmat.

Er einhver furða að það sé ekki mikið fjárfest undir þessum kringumstæðum?

Því þó að raunvextir séu varla til á Íslandi (nema í útlánum), þá er þó betra að fá eihverja vexti en enga.  Þó að ríkisstjórnin hirði 20% af þeim vöxtum sem duga ekki til að dekka verðbólgu (og skila því í raun eingöngu tapi sem er skattlagt) er það betra en að fá ekkert.  Það er líka kostur að þá þarf í það minnsta ekki að reyna að selja ill seljanlega eign til þess að standa skil á auðlegðarskattinum.

Svo má auðvitað nota krókaleiðir til að koma fjármunum úr landi.  Það er ennþá möguleiki á að finna fjárfestingar hér og þar sem í það minnsta varðveita höfuðstólinn, þó að góð ávöxtun bjóðist ekki víða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverður vinkill á málið. Einhvernveginn held ég að óljóst loforð Nubo hvað varðar Jökulsá á Fjöllum og meint náttúruást hans hafi ekki verið nóg til að byggja á varðandi það hvort hann myndi nýta sér vatnsréttindin og einnig hvort kaup hans á Grímsstöðum væru bara fyrsta skrefið til að tryggja sér bæði virkjunarréttindi og einnig aðstöðu gagnvart nýtingu á olíusvæðum í norðri og norðaustri. Nú finnst manni að það væri lag fyrir aulana á Alþingi að semja lagabálk um ævarandi eign ríkisins á auðlindum eins og vatns- og hitaorku sem og fiskimiðunum.

Serafina (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 07:32

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað staðreynd að það er erfitt að eiga eignir sem í núverandi árferði skila litlum eða engum arði.  Stundum jafnvel neikvæðum.  Það hindra þó ekki núverandi stjórnvöld í að skattleggja þær af sívaxandi þunga.

Því má að sumu leyti líkja við að éta útsæðið, því að þetta drepur niður áhuga fyrir fjárfestingum, sérstaklega ef útlit er fyrir að þær skili ekki skjótum hagnaði, heldur þurfi að bíða.

Líklega er staðan sú nú að það eina sem þeir sem eiga fé bíða spenntir efir er möguleikinn að koma fé sínu úr landi.

Hvað varðar Nubo og Grímsstaði er málið auðvitað margslungið og ekki neitt eitt einfalt svar sem er rétt í því.

Það eina sem mér finnst blasa við eftir þann hálfgerða skrípaleik, er að Íslendingar þurfa að setja skýrar reglur um hvernig þeir vilja að erlendri fjárfestingu sé háttað.  Fjalla þarf um land, fyrirtæki o.s.frv og hvort og hvernig þeir vilja að munur sé þar á milli.  Umfram allt þurfa lögin og reglurnar að vera skýr.

Líklegast er það verkefni sem stjórnmálamenn samtímans ráða trauðla við.

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband