Gengið fer upp og niður, gjaldeyrissveiflur eru eðlilegar. Himbriminn lendir

CADUS 1ar 051011

 

 

 

 

 

 

 

Hér að ofan má sjá graf sem sýnir gengisþróun á milli dollara Kanada og Bandaríkjanna í akkúrat ár frá deginum í dag.

Hæst fór Kanadíski dollarinn í u.þ.b. 106 Bandarísk cent, en stendur nú u.þ.b. 94 centum, en við upphafspunkt (fyrir nákvæmlega 1. ári) stóð hann í u.þ.b. 98 centum. 

Bandaríkin eru lang stærsta viðskiptaland Kanada og því hefur þessi sveifla veruleg áhrif.

Samt er almenn talið að Kanadískt efnahagslíf standi nokkuð vel og bankakerfið hér sömuleiðis talið með þem traustara á heimsvísu.

En hvernig stendur þá á því að munur á hæsta og lægsta gengi í grafinu er er u.þ.b. 12 cent, eða sem samsvarar u.þ.b. 11%?  Er skuldastaða Kanada ekki betri en Bandaríkjanna?

Þó varasamt sé vera með sterkar fullyrðingar í efnum sem þessum má segja að tvær meginástæður séu fyrir flöktinu á Kanadíska dollaranum.

Almenn styrking hins Bandaríska, þegar fjárfestar leita í skjól myntar sem þeir treysta og svo að sá Kanadíski fellur með hugsanlegum framtíðarhorfum Kanadíska hagkerfisins.

En Kanadíska hagkerfið er hráefnadrifið, enda landið líklega eitt það auðugasta af náttúrulegum hráefnum. 

Nú þegar margir spá djúpri kreppu framundan er reiknað með að eftirspurn eftir Kanadískum hrávörum falli, verðið lækki og þar fram eftir götunum.  Því lækkar gengið.

En það þýðir líka að verðfallið á hrávörunum verður minna í Kanadískum dollurum og erfiðleikarnir verða ekki eins miklir fyrir "hrávöruframleiðendur".  En innfluttar vörur munu hækka í verði.

Íbúafjöldi Kanada er innan við 10% af íbúafjölda Bandaríkjanna, þeirra lang stærsta viðskiptalands.  Flöktið milli gjaldmiðla landanna hefur alltaf verið töluvert.  Sumir spá því að Kanadadollarinn muni aðeins kaupa 70 Bandarísks cent snemma á næsta ári.

Samt heyrist ekki talað um að Kanada ætti að sækja um inngöngu í Bandaríkin, eða taka upp gjaldmiðll þeirra (einstaka tillögur hafa komið fram um að taka upp Bandaríkjadollar, en aldrei verið ræddar sem raunhæfur möguleiki).  Kanadabúar vilja almennt búa í sjálfstæðu fullvalda ríki (ef bara þeir vildu nú gera eitthvað í því að losa sig við drottninguna), þannig sjá þeir framtíð sinni best borgið.

Hér er ágætis grein úr National Post - Loonie Comes Down To Earth

 P.S.  Himbriminn lendir vísar til þess að ég kalla Kanadíska dollarann stundum Himbrimann, sem er "djók" þýðing á gælunafni hans, The Loonie.  En það gælunafn er dregið af 1. dollar myntinni sem er með mynd af loon, eða himbrima.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband