Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Getur hluti heildarinnar verið stærri en heildin?

Ég hef séð á netinu að mikið er gert með skoðanakönnum sem sýnir að ríkisstjórnin njóti trausts 13% aðspurðra og stjórnarandstaðan aðeins 7% sama úrtaks.  Þetta þykir auðvitað sýna að stjórnmálin njóti ekki trausts og stjórnarandstaðan sýnu minna en ríkisstjórnin. 

Einstaka aðilar hafa svo bent á að þetta stemmi ekki alveg við þá staðreynd að stjórnmálaflokkarnir njóti mun meira fylgis, þannig hafi Sjálfstæðisflokkurinn iðulega hátt í 40% fylgi í könnunum, Framsóknarflokkurinn í kringum 15%, Samfylking og VG fái iðulega um og yfir 20% hvor flokkur og svo framvegis.

Ég hef ekki aðgang að þessari könnun, þannig að ég ætla ekki að draga stórar ályktanir af henni, en þessar niðurstöður þurfa þó ekki að stangast á.

Stjórnarandstaðan er ekki ein heild.  Þannig þarf þeim sem hugsa sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ekki að hugnast framganga Framsóknarflokksins og öfugt.  Það getur líka hugsast að kjósendur þessara flokka hafi ekki nokkurn áhuga á því að þeir taki við stjórnartaumum með þingmönnum Hreyfingarinnar eða utan flokka þingmönnum í stjórnarandstöðu.  Það sama gildir auðvitað um stuðningsmenn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur, ég leyfi mér að efast um að þeir hrósi almennt t.d. Sjálfstæðisflokknum.

Það sama gildir auðvitað um ríkisstjórnina.  Margir þeir sem geta hugsað sér að kjósa Samfylkinguna geta verið því andsnúnir að flokkurinn sé í samstarfi við VG, og auðvelt er að hugsa sér að andstæðingar ESB innan VG hugsi á svipuðum nótum til Samfylkingar og séu ekki allt of ánægðir með ríkisstjórnina.

Þannig getur hluti stjórnarandstöðunnar verið stærri en stjórnarandstaðan og annar ríkistjórnarflokkurinn notið meira fylgis heldur en ríkisstjórnin.

Stjórnarandstaðan er ekki ein heild og það er ríkisstjórnin ekki nema einstöku sinnum.  Það getur því verið afar misvísandi að gera skoðanakönnum um viðhorf til hópa sem eru í raun ekki til sem heild.

Sama gildir þegar spurt er um viðhorf til "fjórflokksins" eða stjórnmála almennt.  Einstaklingur sem ber hlýjan hug til eins stjórnmálaflokks og styður hann ber ef til vill lítið traust til stjórnmálastéttarinnar sem heildar.

Það er alþekkt að það getur haft verulega leiðandi áhrif á niðurstöður skoðanakannan hvernig er spurt.

 

 


Allir eru jafnir fyrir skattinum - nema ....

Ég var að lesa hreint ótrúlega frétt á vef New York Times.  Það er kannski orðum aukið að hún sé ótrúleg, því miður má ef til vill segja að hún sé alltof sönn.

Fréttin fjallar um skattamál í Bandaríkjunum og þær undanþágur sem þarlendir stjórnmálamenn hafa búið til.  Lögmálið er auðvitað á þann veg að undanþágur hverfa sjaldnast, heldur er frekar nýjum bætt við, stundum með því fororði að það þurfi að jafna aðstöðu þeirra sem ekki hafa notið undanþága, til jafns við þá sem hafa notið þeirra. 

Hljómar kunnuglega?

Margir Bandarískir þingmenn eru sammála um að það þurfi að fækka þessum undanþágum, en ekki þeim sem þeir hafa persónulega staðið að, eða eru til hagsbóta fyrir einhverja í þeirra heimafylkjum.

Eitthvað sem má heimfæra upp á Íslenskar aðstæður?

En grípum nokkra góða kafla úr fréttinni:

Plenty of lawmakers are against tax breaks and so-called loopholes. Unless, of course, they personally helped create them.

The Senate Republican leader, Mitch McConnell, for instance, says he is open to ending tax breaks for special interests. But when it comes to a tax break he secured in 2008 for the owners of thoroughbred racehorses, he argues that the measure is essential for the protection of jobs in his home state of Kentucky.

Senator John Kerry, Democrat of Massachusetts, says he too wants to eliminate such breaks, except when it comes to beer. He is one of the main supporters of a proposal that would cut taxes for small beer makers like the Samuel Adams Brewery in Boston.

And Representative Paul D. Ryan, the Wisconsin Republican who leads the House Budget Committee, has privately assured one beer industry group that he would support a second proposed tax break for brewers, even as he has distanced himself publicly from the measure, the beer group’s chief operating officer said in an interview.

The disconnect between the lawmakers’ words and deeds reflects the political hurdles that Congress and the White House face as they look to cut at least $1.2 trillion from the national debt.

Örlítið síðar í fréttinni má lesa þetta:

The 71,000-page tax code has become loaded with dozens of obscure but economically valuable tax breaks. Nascar racetrack operators can speed up their write-offs for improvements to their facilities; makers of toy wooden arrows pay no excise tax; and Eskimo whaling captains get a charitable deduction of up to $10,000 for hunting blubber.

Multibillion-dollar operations like oil refineries, Hollywood productions and hedge funds have all profited. And there is little sign that the lawmakers who helped write the breaks into the tax code are willing to back away from them.

Heildartalan sem þessar undanþágur hljóða upp á er sláandi:

Tax breaks for industries both large and small add up to an estimated $123 billion a year — money that opponents see as lost revenue in austere times.

One of the few members of Congress willing to talk about specific breaks that could be abolished is Senator Tom Coburn, Republican of Oklahoma.

He released a 626-page report in June that included a section on what he considered to be dozens of needless tax breaks that were “little more than corporate welfare,” like vacation home deductions and special deals for the makers of fishing tackle boxes. He also ridiculed a bevy of loose guidelines that have allowed business deductions for cat food, toupees and breast implants for exotic dancers.

In contrast, President Obama has focused on a handful of tax breaks that are considered symbolically powerful, including credits for oil production and an accelerated depreciation for corporate jets.

“Do we keep tax loopholes for oil companies, or do we put teachers back to work?” Mr. Obama asked in a speech in the White House Rose Garden in September.

But members of Mr. Obama’s own party have backed many of the breaks. Senator Charles E. Schumer of New York was a leading proponent of the Nascar benefit, which helped a track in upstate New York; Senator Ron Wyden of Oregon helped push through the break for toy wooden arrow makers, which also benefited a manufacturer back home; and Mr. Kerry, who serves on the special Congressional committee that is trying to reduce the debt, has been a main driver behind the beer bill.

Það eitt að skattalögjöfin sé 71.000 síður segir sína sögu.  Það að undanþágur frá skatti nemi 123. milljörðum dollara gerir það ekki síður.

Skattalöggjöf á helst að vera einföld, gegnsæ og allir eiga að standa jafnir fyrir skattinum.  En sú er sjaldnast raunin og skattframtöl víða um lönd verða torskildari og flóknari með hverju árinu. 

Ég veit ekki að hve miklu leyti má færa þessa grein upp á Íslenskar aðstæður, en ég hefði gaman að heyra dæmi, ef einhver þekkir slík.

Eru laxveiðar ekki örugglega ennþá undanþegnar virðisaukaskatti á Íslandi?


Ofbeldi er ekki lausnin

Jafn eðlilegt og sjálfsagt það er að mótmæli eigi sér stað, er það sorglegt þegar mótmælendur beita ofbeldi.  Að skvetta skyri eða henda eggjum í þingmenn og föruneyti þeirra er eitthvað sem ekki ætti að eiga sér stað, og ber þeim sem slíku beita sorglegt vitni.

Það að ekki sé hægt að setja Alþingi Íslendinga án þess að víggirðingar séu settar upp og lögreglumenn allt um kring ber ástandinu á Íslandi ófagurt vitni og benda til að varanlegar breytingar hafi átt sér stað í þjóðfélaginu.

En þetta breyttist ekki yfir nótt.  Sé horft nokkur ár aftur í tímann má sjá hvernig ofbeldið hefur unnið á.

Hvað er langt síðan mátti lesa um það í fjölmiðlum að Alþingismaður hefði tekið þátt í og hvatt aðra til árása á lögreglustöð í Reykjavík? 

Hvað er langt síðan mátti lesa um söfnun til að reisa minnismerki um um best þekkta skyrskvettara Íslandssögunnar? 

Hvað er langt síðan mátti lesa um mótmælendur sem kveiktu elda bæði á Austurvelli og við Þjóðleikhúsið?

Hve langt er síðan mátti lesa um "aðgerðarsinna" ráðast inn á fundi og skvetta skyri? 

Hve er síðan mátti lesa um það í fjölmiðlum að stórum hópi Íslendinga þætti það óhæfa að hópi fólks sem hafði ruðst inn í Alþingishúsið, væri gert svo mikið sem að mæta fyrir rétti?

Því miður fæ ég það á tilfinninguna þegar ég vafraði um fjölmiðla, sá athugasemdir fólks og blogg , að býsna margir létu viðbrögð sín stjórnast af því hver verður fyrir ofbeldinu hvert sinn.  Slíkt er sorgleg viðbrögð, því það eitt að finnast einhver málstaður góður réttlætir ekki beitingu ofbeldis.

Það er líka leiðinlegt að sjá jafnvel kjörna fulltrúa þjóðarinnar agnúast út í forsetafrúnna fyrir það eitt að hafa blandað geði við mótmælendur.  Vissulega eru aðstæður hennar aðrar og hún og fjölskylda hennar þurfa ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi, húsnæðismissi, eða öðrum áföllum eins og margar Íslenskar fjölskyldur, en hún fór og talaði við fólkið, er ástæða til þess að hnýta í hana fyrir það?

Í upphafi skyldi endinn skoða, ef ekkert er gert til að stöðva ofbeldisfull mótmæli og þau jafnvel mærð opinberlega og í fjölmiðlum, mun ofbeldið aukast, harðna og verða reglulegur þáttur í þjóðlífinu.

Það er döpur framtíðarsýn.

Hitt er svo að ég er sammála Atla Gíslasyni og mörgum öðrum sem hafa sagt að það er þörf á kosningum, því fyrr, því betra.

 

P.S.  Mér finnst það nokkuð skondið, að á augnablikum sem þessum, þegar vinstrimennirnir á Íslandi eig svolítið erfitt með sig, kemur oftast einhver umfjöllun um Davíð Oddsson eða Hannes Gissuararson í fjölmiðlum þeirra.  Sbr. þetta.


Eurokreppan árið 2010

Kunningi minn sendi mér tölvupóst sem innihélt hlekk á stutta grein úr Globe and Mail frá síðasta ári, nánar tiltekið frá 23. desember 2010.

Heiti greinarinnar er "The euro crisis, in six quotes", en þar er vitnað til ummæla sem höfðu fallið árið 2010.

Ummælin voru sem hér segir:

 1. “Spain is not Greece.” (Elena Salgado, Spanish finance minister, Feb. 2010)

2. “Portugal is not Greece.” (The Economist, 22 April 2010)

3. “Ireland is not in ‘Greek Territory.” (Irish Finance Minister Brian Lenihan)

4. “Greece is not Ireland.” (George Papaconstantinou, Greek Finance minister, 8 November 2010)

5. “Spain is neither Ireland nor Portugal.” (Elena Salgado, Spanish Finance minister, 16 November 2010)

6. “Neither Spain nor Portugal is Ireland.” (Angel Gurria, Secretary-general OECD, 18 November 2010)

Kunningi minn bætti svo við:  Það vantaði ekki að stjórnmálamennirnir gætu "talað í fyrirsögnum" og mætt á fundi og "unnið að lausnum", en hvert er ástandið í dag?  Nafnaflóran hefur stækkað, Ítalía hefur bæst við og stundum jafnvel minnst á Frakkland eða Belgíu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband