Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
9.3.2010 | 05:27
Steingrímur J. gekk gegn meirihluta Alþingis
Það var vissulega nokkuð merkilegt að heyra að í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að þegar Steingrímur J. Sigfússon undirritaði hina "glæsilegu niðurstöðu" sem Svavar Gests og Indriði Þorláks töldu sig hafa náð í London, lá það fyrir að meirihluti Alþingis myndi ekki styðja samninginn.
Samt var skrifað undir.
Meirihluti alþingismanna lýsti því yfir við Steingrím að þeir styddu ekki að skrifað væri undir samninginn.
Samt var skrifað undir.
Hvað gekk Steingrími til?
Taldi hann sig geta þvingað einhvern liðsmann VG til að styðja samninginn? Taldi hann sig eiga ádrátt með að einhver stjórnarandstöðuþingmaður styddi samninginn við atkvæðagreiðslu? Taldi hann sig vera að blekkja Breta og Hollendinga til að kaupa tíma? Hvers vegna hagar maðurinn sér svona?
Þetta setur allan þann tíma sem farið hefur í IceSave samninginn að hluta til í nýtt ljós. Það flýtir ekki fyrir lausn málsins ef starfað er eins og hér kemur fram að Steingrímur hafi gert.
8.3.2010 | 20:41
Samningsstaðan styrkist, þegar staðið er í fæturna
Ég held að það sé alveg rétt að samningsstaða Íslendinga hafi styrkst við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Samningsstaðan hefur raunar styrkst í hvert skipti sem Íslendingar hafa staðið í lappirnar.
Fyrst komu Svavar og Indriði heim með sína "glæsilegu niðurstöðu". Þá setti Alþingi mikilvægar viðbætur við samninginn sem Bretar og Hollendingar síðan höfnuðu.
Eftir það eru flestir sammála um að landað hefði verið betri samningi.
Þann samning samþykkti Alþingi naumlega, en Ólafur Ragnar synjaði honum samþykki, eftir að tugir þúsunda Íslendinga höfðu skrifað undir áskorun þess efnis.
Þá fóru Hollendingar og Bretar aftur að bjóða Íslendingum hagfelldari samninga.
Síðan hafna Íslendingar samningnum með afgerandi hætti, þrátt fyrir hvatningu forsætisráðherra þess efnis að sitja heima.
Strax er komin annar tón í Breta, mildari og sveigjanlegri, eins og lesa má í þessari frétt.
Samningsstaða Íslendinga hefur styrkst þegar staðið hefur verið í fæturna. Ekki þegar farið er undan í flæmingi og endurómaðir hagsmunir Breta og Hollendinga eins og ríkisstjórninni og stjórnarþingmönnum hefur verið tamt.
Auðvitað er IceSave samningarnir eitthvað sem æskilegt er að klára og enginn vill hafa "hangandi yfir sér", en það þýðir ekki að Íslendingar eigi, eða hafi átt að skrifa undir hvern þann samning sem Hollendingar og Bretar hafa viljað bjóða þeim.
Vegna þessa fer traust Íslendinga á forystumönnum ríkisstjórnarinnar minnkandi með hverjum deginum.
Sigríður Ingibjörg: Samningsstaða Íslands hefur styrkst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2010 | 19:09
Ljómandi vel takk
Þessa mynd sá ég hjá Friðjóni, en hún er úr Morgunblaðinu og vona ég að birtingin hér verði fyrirgefin.
En myndin sýnir að það þarf að vanda til staða þar sem menn veita viðtöl og sjónvörp eru ekki heppilegur bakgrunnur, nema að sá sem viðtalið veitir stjórni því hvað er á skerminum.
En myndin kitlar óneitanlega hláturtaugarnar og er stórskemmtileg. En líklega var það ekki það sem Össur lagði upp með.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 06:31
Góð niðurstaða
Það er alltaf dálítið varhugavert að fara að túlka niðurstöður kosninga um of. Það er ekki auðvelt aðs segja til um hvað kjósendur eru að segja með atkvæði sínu. Ég hef þó oft sagt að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér.
En hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðsluna nú á laugardag má vissulega segja að gott hefði verið ef þátttakan hefði verið meiri, en ég held þó að hún sé vel viðunandi og ríflega það. Sérstaklega þegar haft er í huga að forystumenn stjórnarflokkana sendu þú skilaboð út, þó að undir rós væru, að best væri að hunsa kosninguna. Líklega algert einsdæmi að ráðherrar geri slíkt.
Sú hvatning kann þó að hafa snúist í höndunum á þeim, því að þó að líklegt megi telja að dregið hafi úr þátttöku fyrir tilstilli hvatningar þeirra, þá varð að öllum líkindum niðurstaðan þeim mun öflugri og einsleitari.
Þeir sem hefðu hugsanlega sagt já, eða skilað auðu, sátu að öllum líkindum frekari heima en þeir sem voru nei megin. Það skýrir að mínu mati hve NEI-ið var mikið sterkara en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna.
Atkvæðagreiðslan er Steingrími og Jóhönnu til háðungar og sýnir enn og aftur hve illa þessi ríkisstjórn hefur haldið á málinu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan eins og sér er að mínu mati ekki ástæða fyrir ríkisstjórnina að biðjast lausnar, en annað gildir um Jóhönnu og Steingrím. Þau eru þreytt og að niðurlotum komin.
Þau bitu svo höfuðið af skömminni með því að taka ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Úrslit ekki fyrr en á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 03:30
Best að Jóhanna sé heima
Án þess að ég sé vel að mér um þjóðaratkvæðagreiðslur eða sögu þeirra, þá hef ég trú á því að það sé einsdæmi að ráðherrar lýsi því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla sé markleysa og að þeir hyggist ekki mæta á kjörstað. Senda óbein skilaboð til stuðningsmanna sinna um að best fari á því að þeir taki ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En það gerðist í þessari viku sem er að líða - á Íslandi.
Það mátti líka heyra á erlenda fréttamanninum sem talað var við í fréttum Sjónvarpsins, að hann hafði aldrei heyrt um annað eins. Það er ekki ólíklegt að þessi ótrúlega framkoma Íslenskra stjórnmálaforingja verði efni fyrirsagna í fjölmiðlum víða um heim á morgun eða sunnudag.
Forsætisráðherrann sem hallmælir eigin lögum og tekur ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hún sjálf ákvað tímasetninguna á.
En auðvitað þarf að fella lögin úr gildi, og fyrst ríkisstjórnin þverskallaðist við að gera það verður Íslenska þjóðin að taka það verk að sér með því að segja nei á laugardaginn.
En líklega fer vel á því að Jóhanna sé heima, líklega fer best á því að hún haldi sig þar og það til langframa. Það færi best á því að hún segði af sér, flestum er orðið ljóst að hún er í starfi sem hún veldur ekki.
Hennar tími til að uppgötva það hlýtur að vera kominn.
4.3.2010 | 22:22
Skerðing á eignarrétti
Með lagsetningum sem þessari fer löggjafinn með jafnréttismál inn á hálar brautir. Enginn hefur mér vitanlega neitt á móti því að konum fjölgi í stjórnum fyrirtækja, en flestir sem ég þekki eru þeirrar skoðunar að hluthafar eigi að hafa velja stjórnir fyrirtækja og hafa forræði yfir eigum sínum. Velja sér einstaklinga í stjórn sem þeir telja hæfasta og gæti hagsmuna sinna best.
En meirihluti Alþingis er greinilega á annarri skoðun. Meirihluti alþingismanna telur greinilega að hluthöfum sé aðeins heimilt að nota atkvæðisrétt sinn eftir forskrift sem Alþingi hefur nú gefið, hvað varðar hlutfall kynja í stjórnum.
Segjum nú að sé verið að kjósa 5. manna stjórn í almenningshlutafélagi. 10 bjóða sig fram, 8 karlar og 2 konur. Verða þá konurnar sjálfkjörnar, en kosið á milli karlanna um 3 sæti?
Hvernig verður kosningum þá háttað almennt í hlutafélögum? Atkvæðamagn mun þá líklega ekki ráða, þegar annaðhvort kynið hefur fyllt sinn kvóta, heldur gæti farið svo að þeir sem njóta minna trausts, hljóti færri atkvæði sitji í stjórninni í skjóli kyns síns.
Þeir alþingimenn sem samþykktu þessa lýðræðisskerðingu ættu að skammast sín.
Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2010 | 14:29
Eltir skottið á sér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2010 | 15:06
Í boði í Brussel
Það er að sjálfsögðu ekkert rangt við það að "Sambandið" bjóði til sín "völdum fulltrúum" úr Íslensku viðskiptalífi og hagsmunasamtökum.
Það má finna marga jákvæða fleti á slíkum heimsóknum.
En þessi frétt varpar líka ljósi á þann aðstöðumun sem þeir sem berjast fyrir aðild að "Sambandinu" og þeir sem eru á móti henni búa við.
Annars vegar "Sambandið" með sína djúpu sjóði en hins vegar hvað?
Bændasamtökin og Bændablaðið eiga hrós skilið fyrir að greina frá þessu, en einhverra hluta vegna virðist sem svo að aðrir þeir sem þiggja slíkar ferðir hafi ekki kosið að gera slíkt.
Það myndi vissulega vera til marks um heiðarlega umræðu (sem nú er gjarna kallað eftir) ef þeir sem þiggja slíkar ferðir gerðu grein fyrir því í umræðunni og hvað þeir sáu og hvað fróðleik þeir innbyrtu.
Í boðsferð ESB til Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2010 | 14:53
Mikill meirihluti telur skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa verið ranga ákvörðun
Samkvæmt skoðanakönnum sem birtist í Viðskiptablaðinu er mikill meirirhluti Íslendinga þeirrar skoðunar að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafi verið röng ákvörðun.
Margir freistast til að "afgreiða" skoðunakönnun sem þessa með þeim orðum að almenningur greiði aldrei atkvæði með auknum álögum á sjálfan sig. Það eru einnig þau rök sem oft eru notuð til að fullyrða að skattahækkanir séu t.d. ekki tækar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta jafngildir í mínum huga að segja að almenningur sé vitleysingar sem ekki skilji samhengi skatta og útgjalda ríkisins og sé því best að halda þessum málum frá honum. Hér þurfi visku stjórnmálamannanna.
En hvað hafa stjórnmálmennirnir gert til að réttlæta þessar skattahækkanir fyrir almenningi og leiða honum fyrir sjónir að aðgerðirnar séu honum til hagsbóta og nauðsynlegar fyrir land og þjóð? Eða er staðreyndin sú, eins og stærstur hluti almennings virðist telja að svo sé ekki?
Ekki ætla ég að dæma um hvað hefur verið gert á þeim vettvangi, en það er alla vegna ljóst að ef það er eitthvað hefur það ekki sannfært Íslendinga.
Það er ef til vill ekki að undra. Stór vafi leikur á því að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar skili raunverulegri tekjuaukningu, margar þeirra ýta undir verðbólgu (og þar með hækkanir á þeim vísitölum sem hækka lán landsmanna o.s.frv.).
Niðurskurður á bákni hins opinbera virðist hins vegar lítt hafa verið á dagskrá, og fjölmörgum misvitrum gæluverkefnum haldið áfram.
Þess vegna er eðlilegt að meirihluti Íslendinga telji að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafi verið röng ákvörðun.
1.3.2010 | 15:57
Ekki marklaus atkvæðagreiðsla
Það er auðvitað firra að halda því fram að atkvæðagreiðslan um IceSavelögin sem fer fram á laugardaginn, og er reyndar þegar hafin sé marklaus. Slík fullyrðing ber vott um hve slæm staða ríkisstjórnarinnar er, hvað hún hefur haldið illa á málinu og örvæntingu hennar.
Betri samningur hefur ekki verið undirritaður, þó að vissulega sé góður ádráttur þar um.
Ég hugsa að Íslendingar vilji greiða atkvæði, að hluta til eru þeir að sjálfsögðu að greiða atkvæði um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í IceSave málinu, sem lagði þennan samning fram á Alþingi og samþykkti hann þar, sem bestu fáanlegu niðurstöðuna fyrir Ísland og Íslendinga.
Það er full ástæða til þess að halda nöfnum þeirra þingmanna sem það gerðu til haga, því þeir virðast ekki hafa verið reiðubúnir til að berjast fyrir hagsmunum Íslendingar, heldur virðast aðrir hagsmunir hafa verið settir framar.
Það er því full ástæða til að hvetja Íslendinga til að fara á kjörstað og segja nei.
Yfirlýsingar stjórnmálaforingja um að kosningin sé marklaus eða að þeir ætli jafnvel ekki að taka þátt í kosningunni, eykur aðeins á skömm þeirra.
Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |