Samningsstaðan styrkist, þegar staðið er í fæturna

Ég held að það sé alveg rétt að samningsstaða Íslendinga hafi styrkst við þjóðaratkvæðagreiðsluna.  Samningsstaðan hefur raunar styrkst í hvert skipti sem Íslendingar hafa staðið í lappirnar.

Fyrst komu Svavar og Indriði heim með sína "glæsilegu niðurstöðu".  Þá setti Alþingi mikilvægar viðbætur við samninginn sem Bretar og Hollendingar síðan höfnuðu.

Eftir það eru flestir sammála um að landað hefði verið betri samningi.

Þann samning samþykkti Alþingi naumlega, en Ólafur Ragnar synjaði honum samþykki, eftir að tugir þúsunda Íslendinga höfðu skrifað undir áskorun þess efnis.

Þá fóru Hollendingar og Bretar aftur að bjóða Íslendingum hagfelldari samninga.

Síðan hafna Íslendingar samningnum með afgerandi hætti, þrátt fyrir hvatningu forsætisráðherra þess efnis að sitja heima.

Strax er komin annar tón í Breta, mildari og sveigjanlegri, eins og lesa má í þessari frétt.

Samningsstaða Íslendinga hefur styrkst þegar staðið hefur verið í fæturna.  Ekki þegar farið er undan í flæmingi og endurómaðir hagsmunir Breta og Hollendinga eins og ríkisstjórninni og stjórnarþingmönnum hefur verið tamt.

Auðvitað er IceSave samningarnir eitthvað sem æskilegt er að klára og enginn vill hafa "hangandi yfir sér", en það þýðir ekki að Íslendingar eigi, eða hafi átt að skrifa undir hvern þann samning sem Hollendingar og Bretar hafa viljað bjóða þeim.

Vegna þessa fer traust Íslendinga á forystumönnum ríkisstjórnarinnar minnkandi með hverjum deginum. 

 

 


mbl.is Sigríður Ingibjörg: Samningsstaða Íslands hefur styrkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband