Mikill meirihluti telur skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa verið ranga ákvörðun

Samkvæmt skoðanakönnum sem birtist í Viðskiptablaðinu er mikill meirirhluti Íslendinga þeirrar skoðunar að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafi verið röng ákvörðun.

Margir freistast til að "afgreiða" skoðunakönnun sem þessa með þeim orðum að almenningur greiði aldrei atkvæði með auknum álögum á sjálfan sig.  Það eru einnig þau rök sem oft eru notuð til að fullyrða að skattahækkanir séu t.d. ekki tækar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta jafngildir í mínum huga að segja að almenningur sé  vitleysingar sem ekki skilji samhengi skatta og útgjalda ríkisins og sé því best að halda þessum málum frá honum.  Hér þurfi visku stjórnmálamannanna.

En hvað hafa stjórnmálmennirnir gert til að réttlæta þessar skattahækkanir fyrir almenningi og leiða honum fyrir sjónir að aðgerðirnar séu honum til hagsbóta og nauðsynlegar fyrir land og þjóð?  Eða er staðreyndin sú, eins og stærstur hluti almennings virðist telja að svo sé ekki?

Ekki ætla ég að dæma um hvað hefur verið gert á þeim vettvangi, en það er alla vegna ljóst að ef það er eitthvað hefur það ekki sannfært Íslendinga.

Það er ef til vill ekki að undra.  Stór vafi leikur á því að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar skili raunverulegri tekjuaukningu, margar þeirra ýta undir verðbólgu (og þar með hækkanir á þeim vísitölum sem hækka lán landsmanna o.s.frv.).

Niðurskurður á bákni hins opinbera virðist hins vegar lítt hafa verið á dagskrá, og fjölmörgum misvitrum gæluverkefnum haldið áfram.

Þess vegna er eðlilegt að meirihluti Íslendinga telji að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafi verið röng ákvörðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband