Skerðing á eignarrétti

Með lagsetningum sem þessari fer löggjafinn með jafnréttismál inn á hálar brautir.  Enginn hefur mér vitanlega neitt á móti því að konum fjölgi í stjórnum fyrirtækja, en flestir sem ég þekki eru þeirrar skoðunar að hluthafar eigi að hafa velja stjórnir fyrirtækja og hafa forræði yfir eigum sínum.  Velja sér einstaklinga í stjórn sem þeir telja hæfasta og gæti hagsmuna sinna best.

En meirihluti Alþingis er greinilega á annarri skoðun.  Meirihluti alþingismanna telur greinilega að hluthöfum sé aðeins heimilt að nota atkvæðisrétt sinn eftir forskrift sem Alþingi hefur nú gefið, hvað varðar hlutfall kynja í stjórnum.

Segjum nú að sé verið að kjósa 5. manna stjórn í almenningshlutafélagi.  10 bjóða sig fram, 8 karlar og 2 konur.  Verða þá konurnar sjálfkjörnar, en kosið á milli karlanna um 3 sæti?

Hvernig verður kosningum þá háttað almennt í hlutafélögum?  Atkvæðamagn mun þá líklega ekki ráða, þegar annaðhvort kynið hefur fyllt sinn kvóta, heldur gæti farið svo að þeir sem njóta minna trausts, hljóti færri atkvæði sitji í stjórninni í skjóli kyns síns.

Þeir alþingimenn sem samþykktu þessa lýðræðisskerðingu ættu að skammast sín.


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála

Jóhannes (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Í stóru fyrirtæki eru konur er almennt færari stjórnendur enn menn. Enn verri eigendur....þetta jafnréttiskjaftæði er alveg óþolandi. Karlar verða bara að sætta sig við að hafa glatað mannréttindum sínum till kvenna. Þeim var nær að láta þær hafa kosningarétt...

Óskar Arnórsson, 4.3.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband