Góð niðurstaða

Það er alltaf dálítið varhugavert að fara að túlka niðurstöður kosninga um of.  Það er ekki auðvelt aðs segja til um hvað kjósendur eru að segja með atkvæði sínu.  Ég hef þó oft sagt að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér.

En hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðsluna nú á laugardag má vissulega segja að gott hefði verið ef þátttakan hefði verið meiri, en ég held þó að hún sé vel viðunandi og ríflega það.  Sérstaklega þegar haft er í huga að forystumenn stjórnarflokkana sendu þú skilaboð út, þó að undir rós væru, að best væri að hunsa kosninguna.  Líklega algert einsdæmi að ráðherrar geri slíkt.

Sú hvatning kann þó að hafa snúist í höndunum á þeim, því að þó að líklegt megi telja að dregið hafi úr þátttöku fyrir tilstilli hvatningar þeirra, þá varð að öllum líkindum niðurstaðan þeim mun öflugri og einsleitari. 

Þeir sem hefðu hugsanlega sagt já, eða skilað auðu, sátu að öllum líkindum frekari heima en þeir sem voru nei megin.  Það skýrir að mínu mati hve NEI-ið var mikið sterkara en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna.

Atkvæðagreiðslan er Steingrími og Jóhönnu til háðungar og sýnir enn og aftur hve illa þessi ríkisstjórn hefur haldið á málinu.  

Þjóðaratkvæðagreiðslan eins og sér er að mínu mati ekki ástæða fyrir ríkisstjórnina að biðjast lausnar, en annað gildir um Jóhönnu og Steingrím.  Þau eru þreytt og að niðurlotum komin.

Þau bitu svo höfuðið af skömminni með því að taka ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Úrslit ekki fyrr en á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband