Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
31.7.2009 | 18:08
Hrein snilld
Það er auðvitað hrein snilld að Schumacher skuli ætla að bæta nokkrum keppnum við ferilinn. Það er einfaldlega eitthvað það besta sem komið gat fyrir Formúluna akkúrat núna.
Þetta kemur til með að draga áhangendur að brautunum jafnt sem sjónvarpstækjunum. Formúlan hefur hefur með sviplausara móti þetta tímabilið og of mikill kraftur farið í deilur og illindi.
En það er hins vegar ólíklegt að Schumacher eigi eftir að vinna sigra það sem eftir er tímbilsins. Það er til of mikils ætlast af ökumanni sem hefur ekki ekið í u.þ.b. ár, og auk þess er ástand Ferrari bílsins ekki með því móti þessa stundina að reikna megi með stórkostlegum árangri. Bíllinn hefur þó verið að sækja í sig veðrið, og ef einhver er fær um að hjálpa til við uppsetninguna, er það auðvitað Schumacher.
En að sjálfsögðu er Schumacher reiðubúinn til að leggja Ferrari lið og ekki hefur það líklega dregið úr honum, að með þessu gerir hann Massa vini sínum stóran greiða. Það er mun betra fyrir Massa að sá er hleypur í skarðið, sé staðráðinn í því að hverfa frá aftur.
Schumacher keppir í stað Massa í Valencia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 17:25
Vonandi næ ég í miða
Mér lýst afar vel á að mynd Dags Kára verði frumsýnd hér í Toronto. Kvikmyndahátíðin hér er góður vettvangur til slíks.
Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti hingað, var einmitt að sjá mynd Dags Kára Nóa Albinóa sem var einmitt sýnd á hátíðinni þá.
Nú er bara að vona að það hafist að fá miða, en það getur stundum verið þrautin þyngri.
Mynd Dags Kára frumsýnd í Toronto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2009 | 15:43
Loftfimleikar til heimabrúks
Það er gott fyrir Íslendinga að velta því fyrir sér hvort að aðildarríki "Sambandsins" líti á yfirlýsingar Íslenskra ráðherra um hve vel þeir ætli að stand vörð um fiskimið landsins, sem "loftfimleika til heimabrúks".
Eða hafa Íslendingar talið sér trú um að pólítískir "loftfimleikamenn" finnist aðeins erlendis?
29.7.2009 | 14:08
"Sambands speak"
Þessi frétt er þeirrar náttúru að það þarf að lesa hana í það minnsta tvisvar yfir. Í fréttinni virðist nefnilega vera eitthvað sem eðlilegast er að kalla "Sambandsspeak".
IceSave hefur ekkert með aðildarumsókn Íslendinga að gera, en það er brýnt að finna lausn á málinu. Franski ráðherrann heyrði það skýrt á máli sumra utanríkiráðherra "Sambandsríkja" á fundi, þar sem aðildarumsókn Íslands var jú tekin fyrir.
En máin tengjast ekkert, það er af og frá.
Það er undarleg tilviljun hvað þessi mál ber oft á góma samtímis, hreint stórfurðulegt.
En en sú nauðsyn sem kemur fram í máli ráðherrans um nauðsyn að endurskoða lög "Sambandsins" um fjármálastofnanir og eftirlit með þeim er engin tilviljun.
Lögin sem nú eru í gildi eru einfaldlega svo meingölluð að þeim hlýtur að verða breytt, vonandi fyrr en síðar, en þar kemur tregðulögmál "Sambandsins" líklega við sögu eins og víða annars staðar.
VIÐBÓT
Í frétt á vísi.is, er greint öðruvísi frá. Í þeirri frétt segir Franski ráðherrann að það verði að leysa IceSave deiluna ef Ísland eigi að komast í "Sambandið".
Voru blaðamennirnir á sama blaðamannafundi að hlusta á sama Franska ráðherrann?
Brýnt að leysa Icesave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 14:53
Að tapa 5. hverri krónu
Það eru vissulega slæm tíðindi þegar Norrærni fjárfestingarbankinn er hættur að lána Íslendingum. Þegar þessi frétt er lesin virðist helst mega skilja af henni að sú ákvörðun sé að einhverju leyti tengd IceSave reikningunum og deilum um hverjir beri ábyrgð á þeim.
Þegar þessi frétt á Vísi er lesin, kemur hins vegar meira kjöt á beinin.
Þar er ekkert minnst á IceSave, en sagt frá gríðarlegum útlánatöpum bankans á Íslandi. Bankinn hefur ef marka má fréttina tapað 5. hverri krónu sem hann hafði í útlánum á Íslandi. Nemur tapið Íslenskum lánum 140 milljónum euroa árið 2008. Helmingur af útlánatapi bankans var tengdur Íslandi.
Að IceSave ábyrgð Íslendinga auki greiðslugetu Íslenskra fyrirtækja er eitthvað sem mér finnst ekki liggja í augum uppi, en vegir allir í kringum það mál eru torskiljanlegir.
En hitt hefði ég gaman af því að vita sem er hvaða fyrirtæki Íslensk það eru sem standa að baki þessum útlánatapi Norræna fjárfestingarbankans.
Væri það efni ekki verðugt að bera á fréttaborð almennings?
Allar upplýsingar þar að lútandi eru vel þegnar í athugasemdakerfið.
Hættir að lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2009 | 23:36
Það er ekki sama hvort það er með eða á móti
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð var það samningsatriði að ekki skyldi vera hugað að "Sambandsaðild" á því kjörtímabili sem var framundan.
Allan starfstíma þeirrar ríkisstjórnar töluðu ýmsir ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar sínkt og heilagt um nauðsyn aðildar.
Í sáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að lögð skuli fram tillaga á Alþingi um aðildarumsókn. Þó segir í sáttmálanum:
Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.
Nú þegar ráðherra Vinstri grænna og nokkrir þingmenn leyfa sér að vera á móti aðildarviðræðum og jafnvel fresta þeim, er Samfylkingarfólki nóg boðið og vilja helst að viðkomandi ráðherra segi af sér.
Skrýtið?
Það er augljóslega ekki sama hvort menn eru með eða á móti "Sambandsaðild" og sjálfsagt að stærri flokkurinn kúgi minni flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi, þ.e.a.s. ef stærri flokkurinn er Samyfylkingin.
Flestir fjölmiðlamenn virðast svo hafa þetta sama sjónarhorn og Samfylkingin.
Skrýtið?
25.7.2009 | 15:26
Á markaði
Á fimmtudaginn fór Bjórárfjölskyldan á markað. Það var haldið til St. Jacobs, lítils bæjar sem í er u.þ.b. í klukkutíma akstursfjarlægð frá Toronto.
Markmiðið var að kaupa "Sumarpylsur", grænmeti, ávexti og eitt og annað sem væri á boðstólum. Þetta er rótgróinn markaður, bæði innandyra í veglegum húsum og utandyra. Það sem setur ef til vill mestan svip á markaðinn eru mennónítarnir, sem þarna koma og selja framleiðslu sína. Margir þeirra rækta enn allt sitt með "gamla laginu" og koma þá nýtísku ræktunaraðferðir eða bensínknúnar dráttarvélar ekkert við sögu. En þeir eru eins og margir aðrir trúflokkar mismunandi "harðir", eða "réttrúaðir" og sumir skera sig ekki frá fjöldanum.
En það er ekki hægt að neita því að afurðir þeirra eru yfirleitt í háum gæðaflokki og vel þess virði að borga ofurlítið hærra verð fyrir þær. Bragðgóðar og ekkert "rusl" í þeim.
En fjölskyldan kom heim með 3. stórar "sumarpylsur, kirsuber, plómur, grænar baunir, mikið af hvítlauk, rauðrófur, hlynsýróp og eitthvað annað smávegis.
Síðan var haldið inn í bæinn sjálfan og rölt um og fengið sér kaffi og meððí.
Í bænum næsta nágrenni setja hestvagnar mennónítanna sérstakan og skemmtilegan blæ á umferðina. Flestir þeirra eru yfirbyggðir kassalaga vagnar, en "hefðbundnari" útgáfur sjást einnig.
Set inn hér nokkrar myndir frá markaðnum.
24.7.2009 | 22:35
Hver voru samningmarkmið Íslendinga?
Það er vissulega jákvætt að betur eigi að fara yfir forsendur IceSave samningsins og á þar máltækið betra seint en aldrei líklega vel við.
En hver skyldi hafa unnið þessa vinnu áður fyrir samningnefnd Íslendinga? Engin?
Hver skyldu samningsmarkmið Íslendinga hafa verið? Allir vita að félagi Svavar fylgdi þeim eftir og náði "glæsilegri niðurstöðu", en hverjir skyldu hafa ákveðið þau? Hvað skyldi hátt hlutfall að samningmarkmiðum Íslendinga hafa náðst? Náðist eitthvað af þeim?
P.S. Ýmsir hafa verið að hneysklast á sögusögnum og að fjölmiðlar hlaupi á eftir slíku. Á meðan ríkisstjórnin er sönn að því í hverju málinu á eftir öðru að hjúpa mál leyndarhjúpi og skýrslur og álitsgerðir eru faldar í ráðuneytum, eru sögsagnir og getgátur nokkuð eðlilegur fylgisfiskur.
Man einhver eftir talinu um gegnsæi fyrir kosningar?
Rýnir í gögn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 13:17
Auðvitað tengjast IceSave og aðild að "Sambandinu"
Það er eðlilegur hlutur að margir tengi saman samninga um IceSave og aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.
Þeir sem tala sem að um sé að ræða tvo aðskilda hluti hljóta að tala gegn betri vitund.
Á milli Íslenskra stjórnvalda og "Sambandsins" virðist reyndar ekki vera neinn ágreiningur. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar virðist alfarið sammála Evrópusambandsríkjunum um hvernig líta beri á málið og hverjar skuldbindingar Íslendinga séu.
En á Alþingi eru skiptar skoðanir, og sá skoðanaágreiningur er ekki síst mismunandi túlkanir á lögum þeim sem fjármálastofnanir starfa í "Sambandinu"/Evrópska efnahagssvæðinu.
Það er því ekki óeðlilegt að Hollendingar tengi þessi mál saman og líti svo á ekki sé rétt að hleypa "pottormum" sem séu með uppsteyt inn í "Sambandið".
Þeir líta á það sem lágmarkskurteisi að aðildarumsækjendur séu bljúgir og sammála þeim sem fyrir eru á fleti.
Er það ekki líka svo að ríki geta ekki orðið aðilar að "Sambandinu", ef þau eiga óútkljáðar deilur við aðildarríki? Einhver sagði mér að svo væri.
Auðvitað verða Íslendingar ekki aðilar að "Sambandinu" ef þeir gangast ekki undir hina "glæsilegu niðurstöðu" sem Svavar Gestsson og félagar komust að fyrir hönd Íslendinga.
Það er stundum sagt að það verði að horfa á heildarmyndina, það á vel við hér.
Hafði samband bæði við Breta og Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009 | 20:26
Af hverju borga Bretar ekki skuldir sínar?
Miklar umræður hafa verið undanfarið um hvernig ríki rækja skuldbindingar sínar og afleiðingar þess ef þau gera það ekki.
Reyndar er einnig og líklega öllu harðar deilt um hverjar skuldbindingar Íslands séu, því mér virðist fáir vera á móti því að staðið sé við þær. Margir vilja hins vegar fá úr því skorið, helst fyrir dómstólum hverjar skuldbindingarnar séu.
Það hefur einnig verið dregin upp afar dökk mynd af því hvað gerast muni ef Íslendingar gangi ekki að öllum skilmálum Breta og Hollendinga, rétt eins og samninganefndin undir forystu félaga Svavars virðist hafa gert.
En hvað gerist ef ríki viðurkenna ekki skuldbindingar sem önnur ríki telja þau bera, eða hreinlega neita að greiða skuldbindingar sínar?
Við því er auðvitað ekkert eitt svar og mestu skiptir auðvitað hvernig aðrar þjóðir ákveða að taka slíku, því það er ekki nein forskrift til, sem segir hvernig ríkjum beri að haga sér við slíkar kringumstæður.
Til dæmis ákváðu Bretar árið 1932 að hætta að greiða af skuldum sem þeir höfðu stofnað til við Bandaríkjamenn á árum fyrri heimstyrjaldarinnar. Þeir ákváðu einfaldlega að þeir hefðu ekki efni á því. Og þeir hafa ekki greitt enn. Hafa ekki sýnt neina tilburði í þá átt, þó að efnahagsaðstæður þeirri hafi batnað.
Þeim fannst einfaldlega að Bandarískir skattgreiðendur gætu vel axlað þessar byrðar fyrir þá.
Bandaríkjamenn voru eðlilega frekar fúlir yfir þessari ákvörðun Breta, en aðhöfðust ekki frekar. Þeir voru þó ýmsir Bandaríkjamegin sem höfðu ekki gleymt þessu, þegar Bretar komu aftur með hattinn í hendinni, þegar skollið hafði á önnur heimstyrjöld. Ýmsir vilja meina að þetta hafi átt þátt í því hve Bandaríkjamenn drógu lappirnir hvað varðaði aðstoð við Breta á fyrstu árum seinni heimstyrjaldar.
Þessi skuld er talin vera í dag á bilinu 40 til 80 milljarðar dollara.
Það er rétt að taka það fram að Bretar töpuðu líka gríðarlegum upphæðum, þegar önnur ríki hættu að greiða þeim skuldir sínar frá sömu styrjöld og Bandaríkin áttu ennfremur stórar fjárhæðir hjá öðrum þjóðum. Sagt er að Finnar séu eina þjóðin sem stóð sig við að greiða upp sínar skuldir.
En Bandaríkjamenn gáfu Bretum (eða öðrum þjóðum) aldrei upp skuldirnar, þær einfaldlega hættu að borga.
Hver urðu eftirmálin fyrir Breta? Í raun engin, vissulega eins og fram kom hér að ofan var dulítill hundur í ýmsum Bandaríkjamönnum þegar Bretar komu aftur með betlistafinn í upphafi seinni heimstyrjaldar, en samskipti ríkjanna voru þó alls ekki óvinveitt á árunum sem liðu og flestir þekkja líklega hve rausnarlega Bandaríkjamenn aðstoðu Breta í stríðinu.
Eina ástæðan fyrir því að Bretar hættu að borga, var að þeir töldu sig ekki hafa efni á því. Að sjálfsögðu lék enginn vafi á skuldbindingum þeirra, þeir höfðu sjálfir tekið þessi lán.
P.S. Ég heyrði fyrst minnst á þessar skuldir Breta í bók sem ég er að lesa um þessar mundir. Reyndi að finna meira um þetta á netinu, með litlum árangri, en fann þó þessar þrjár síður þar sem minnst er á þetta lítillega.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/magazine/4757181.stm
http://www.post-gazette.com/pg/07008/752058-192.stm
http://wiki.answers.com/Q/Is_Britain_still_paying_off_loans_from_World_War_2
P.S.S. Til að slá þessu upp í smá grín, væri auðvitað rétt að senda félaga Svavar til Obama og freista þess að kaupa þessar skuldir af Bandaríkjamönnum, á t.d. 2 til 5%. Við færum síðan að rukka Breta af hörku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.7.2009 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)