"Sambands speak"

Þessi frétt er þeirrar náttúru að það þarf að lesa hana í það minnsta tvisvar yfir.  Í fréttinni virðist nefnilega vera eitthvað sem eðlilegast er að kalla "Sambandsspeak".

IceSave hefur ekkert með aðildarumsókn Íslendinga að gera, en það er brýnt að finna lausn á málinu.  Franski ráðherrann heyrði það skýrt á máli sumra utanríkiráðherra "Sambandsríkja" á fundi, þar sem aðildarumsókn Íslands var jú tekin fyrir.

En máin tengjast ekkert, það er af og frá.

Það er undarleg tilviljun hvað þessi mál ber oft á góma samtímis, hreint stórfurðulegt.

En en sú nauðsyn sem kemur fram í máli ráðherrans um nauðsyn að endurskoða lög "Sambandsins" um fjármálastofnanir og eftirlit með þeim er engin tilviljun.

Lögin sem nú eru í gildi eru einfaldlega svo meingölluð að þeim hlýtur að verða breytt, vonandi fyrr en síðar, en þar kemur tregðulögmál "Sambandsins" líklega við sögu eins og víða annars staðar.

VIÐBÓT

Í frétt á vísi.is, er greint öðruvísi frá.  Í þeirri frétt segir Franski ráðherrann að það verði að leysa IceSave deiluna ef Ísland eigi að komast í "Sambandið".

Voru blaðamennirnir á sama blaðamannafundi að hlusta á sama Franska ráðherrann?


mbl.is Brýnt að leysa Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband