Þarf ég að hafa áhyggjur?

Það er eitthvað súrrealískt að sjá auglýsingu frá Glitni á forsíðu mbl.is, og á síðu 3 í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni "Þarf ég að hafa áhyggjur?".  Einhvern veginn hittir þessi auglýsing beint í mark í dag.

Auglýsingin er fyrir opin fund um fjármál.  Sérstaka athygli mína vekja tveir síðustu dagskrárliðirnir, en um þá segir í auglýsingunni.

20.45 Sparnaður - tækifæri og áhættur

Sigurður B. Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Glitni Sjóðum, fjallar um hvernig huga eigi að sparnaði í dag, hvar tækifærin liggja og hvað ber að forðast.

21.05 Hvernig tekst ég á við fjármálin?

Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri Glitnis Þarabakka, fjallar um gildi þess að horfast í augu við fjármálin og taka þau föstum tökum.

Er eitthvað sem á betur við í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband