Hverjir voru hvar?

Ég sé ekki prentútgáfu Morgunblaðsins, hef látið mér nægja að fylgjast með á netmiðlum um alllangt árabil.  En ég sá afar athygliverða færslu á bloggi Gests Guðjónssonar, þar sem virðist vitnað í "Blaðmoggann".  Í blogginu segir:

Það var allrar athygli vert í ágætri umfjöllun Morgunblaðsins um væntanlega þjóðnýtingu Glitnis, að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli hafa hellt sér yfir Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra og boðað nokkra aðra stjórnarþingmenn á fund til yfirheyrslu í skjóli nætur.

Þeir hafi allir mætt um miðja nótt, eins og lögreglan hafi boðað þá.

Af hverju mæta menn og hví telur Jón Ásgeir sig umkominn að skamma lýðræðslega kjörna fulltrúa okkar eins og hunda?

Eins og áður sagði hef ég ekki lesið nefnda umfjöllun Morgunblaðsins, en það er vissulega athygli vert, ef Jón Ásgeir hefur hellt sér yfir viðskiptaráðherra.  En það sem á eftir kemur vekur líka upp spurningar, spurningar sem ég teldi áríðandi að blaðið gæfi svör við, en léti ekki hanga í lausu lofti.

Hvaða þingmenn eru það sem Morgunblaðið telur sig geta sagt að hafi komið á næturfund hjá Jóni Ásgeiri? 

Telja Morgunblaðsmenn það ekki fréttnæmt hverjir það eru sem hlýða kalli viðskiptajöfra um miðjar nætur?

Telur Morgunblaðið ekki rétt að lesendur þess og almenningur á Íslandi fái vitneskju um slíkt, eða finnst þeim sér skyldara að halda hlífiskildi yfir þingmönnunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband