Hitamál til lykta leitt?

Það er mikið fagnaðarefni ef sátt næst um starfsemi REI á þessum nótum.  Það er löngu tímabært að setja starfsemina í farveg, þannig að hægt sé að gera framtíðarplön.

En auðvitað er ekki sama í hvaða farveg starfsemin er sett.  Þetta sýnist mér vera góð lausn og í raun sú eina ásættanlega.

Það sem gefur þessarri lausn gildi er að ekki verður sett meira af fjármunum Orkuveitunnar til uppbyggingar REI, heldur leitað til þeirra sem áhuga hafa á að fjárfesta í Íslensku orkuútrásinni.

En það sem er ekki síður fagnaðarefni er að eins og staðan virðist nú, verður þátttaka í fjárfestingunni öllum opin.  Ekki verður lengur um það að ræða að stjórnmálamenn handvelji fjárfesta eða renni opinberum eignum saman við einkaaðila.

Þarna er vonandi kominn lausn á þessu deilumáli sem allir ættu að geta sætt sig við. 

Vonandi merki um nýja og betri tíma í borgarstjórninni.

 

 


mbl.is Vilja stofna opinn fjárfestingarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband