Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Annað sjónarhorn

Einn af kostum bloggsins er að ólík sjónarhorn fá að njóta sín.  Stundum rekst ég á skemmtilega fróðleiksmola á blogginu, stundum um tónlist eða tækni og stundum um fréttir.  Ég las t.d. skemmtilegt blog í dag, sem fjallar um nýafstaðnar kosningar í Frakklandi.

Hér kemur fram annað sjónarhorn en almennt má lesa í fjölmiðlum, sjónarhorn Íslendings sem býr í Frakklandi og skoðar þetta "neðan" frá ef svo má að orði komast, í staðinn fyrir "ofan frá" sem margir fjölmiðlar hafa.

En þetta er einmitt það skemmtilegasta við bloggið, ólík sjónarhorn sem koma hvaðanæva að.

 


Úr $171 í $2 Bear Stearns skiptir um eigendur fyrir skiptimynt

Það blæs ekki byrlega á fjármálamörkuðum þessa dagana.  Hvergi er byrinn þó líklega minni en í Bandaríkjunum.  Frekar þóttu fréttirnar af Bear Stearns neikvæðar fyrir helgi, og féllu bréfin niður í 30 dollara. 

Þeim sem keyptu á 30 dollara fyrir helgi, en hæst höfðu bréfin farið í 171 dollara á síðasta ári, hefur líklega ekki verið skemmt, þegar þeir fréttu af því að JP Morgan væri að kaupa félagið, á 2. dollara hlutinn, borgað með hlutabréfum.  Allt í einu var Bear Stearns ekki virði nema 236 milljóna dollara.

Það er skrýtin tilviljun, að kaupverðið er mjög áþekkt og forstjórinn hefur haft í laun hjá fyrirtækinu á árabilinu 1993 til 2006, en hlutabréfaeign hans í fyrirtækinu er talin hafa rýrnað um u.þ.b. 1.2 milljarða dollara, frá því að gengi bréfanna var í toppi.

Það má segja að þegar gengið reis hæst hafi það verið 85 sinnum meira virði, eða um 20. milljarða dollara og það fyrir rétt rúmlega ári. Það eru dágóðar upphæðir, jafnvel þó að dollarinn megi muna sinn fífill fegri.

Það verður líklega einhver handagangur í öskjunni þegar markaðir opna á morgun, mánudag.

En hér má sjá fréttir af þessum viðskiptum,  WSJ, Globe and Mail og NYT.

Eins og einn kunningi minn sagði við mig á föstudaginn:  ""We have to hope for the best, but this could be the beginning of a very ste(a)rn bear market."


mbl.is Bear Stearns lækkaði um meira en 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö

Þeir voru ekki nema sjö sem kláruðu í Melbourne.  Í fljótu bragði (síðan ég byrjaði að horfa á útsendingar frá Formúlunni)  man ég ekki eftir nema einni keppni þar sem færri hafa komið í mark, en það var í Monaco 1996, þegar 4. bílar luku keppni, gríðarleg rigning og Oliver Panis vann sinn eina formúlusigur.

En keppnin í "dag" var ágætlega skemmtileg, þó að niðurstöðurnar væru ekki beint til þess fallnar að kæta geðið.  Árangurinn hjá Ferrari var langt í frá ásættanlegur og stigin sem við bárum úr býtum full hringlaga.

En Hamilton vann þetta verðskuldað.  Það var gaman að sjá Rosberg á palli og eins og kemur fram í fréttini stal Bourdais  senunni með góðum akstri, en þó að hann sé nýliði í Formúlunni, er hann enginn nýgræðingur, hefur náð gríðarlega góðum árangri í CART kappakstri í Bandaríkjunum.  Það var grátlegt fyrir hann að falla úr keppni þegar svona stutt var eftir, en hann náði þó í 1. stig.

En þetta er helgi sem við Ferrari menn viljum gleyma sem fyrst, við horfum fram á veginn til Malasíu um næstu helgi.

P.S.  Ég hef nú ekki sammála því að skella skuldinni alfarið á Massa þegar þeir Coulthard skullu saman.  Ég hef reyndar ekki tækifæri til að skoða þetta aftur (hlýt að finna þetta á netinu þó), en mér sýndist þetta alveg eins vera DC að kenna, sem ætlar sér að loka of seint. En auðvitað er erfitt að dæma þetta, DC gaf það strax út að þetta væri Massa að kenna, en ég hef ekkert séð frá Massa sjálfum.


mbl.is Hamilton öruggur sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Peking öndina í hálsinum

Ég varð hálf hissa á því að sjá þessa frétt.  Eru Íslendingar nú orðnir á móti því að að ríki efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína?  Er aðild að Sameinuðu þjóðunum  nú svo mikið ómerkilegra málefni en staðsetning flugvallar?

En það hljóta allir að bíða eftir því með öndina í hálsinum að "talsmenn réttlætisins" á Íslandi fari nú að taka Kínverja fyrir, bæði framferði þeirra í Tíbet og ekki síður viðmót þeirra gagnvart Taiwan.  Varla þarf að efast um að utanríkisráðherra sendi baráttukveðjur á slíkan fund.

Ég er eiginlega að vonast eftir því að sjá fljótlega leiðréttingu frá Ingibjörgu Sólrúnu, þar sem hún snuprar Kínverja og segir ekki rétt eftir sér haft.

Grundvöllurinn hlýtur að byggjast á sjálfsákvörðunarrétti íbúanna, eða ætla Íslendingar að byggja sína "sjálfstæðu" utanríkisstefnu á einhverju öðru?  Persónulega vildi ég heldur sjá meira samstarf við Taiwani, en Írana, sem utanríkisráðuneytið stýrði sendiboða sínum til nú fyrir skemmstu.  En sú ferð hefur líklega verið farin til að hvetja þá til að halda lýðræðislegar kosningar og auka réttindi kvenna.

En ef til vill segir rótin til sín og sam fer fljótlega að detta framan af Fylkingunni?

Enn og aftur sýna Íslendingar að þeir hafa ekkert fram að færa í Öryggisráðið.


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði - Fall er fararheill

Það er ekki hægt að neita því að byrjunin veldur mér vonbrigðum, en það má þó ekki lesa of mikið í fyrstu tímatökuna á tímabilinu.

En bilunin hjá Raikkonen setur þó ekki góðan tón, en það sem skiptir þó mestu máli er auðvitað keppnin á morgun.

En það sem vekur mesta athygli er feikigóður árangur hjá Kubica og sömuleiðis er Kovalainen að standa sig mjög vel.  En BMW hljóta að vera ánægðir með 2. og 5. sætið.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim Raikkonen og Alonso gengur á morgun, og ekki síður hvort að Massa nær að berjast við Hamilton og Kubica um sigurinn, en það verður líklega aðalmarkmiðið hjá Kovalainen að halda honum á bakvið sig, en þriðja sætið hans er gríðarlegur styrkur fyrir Hamilton.

Spurningin er m.a. hvort að McLaren láti ekki þungan hvíla á Hamilton, því sú hugsun að ef þeir hefðu sett fókus á einn ökumann í fyrra, hefði það skilað liðinu heimsmeistaratitli, hlýtur að sitja aðeins í huga þeirra.

En keppnin á morgun verður án efa skemmtileg, þó að ég geti ekki verið mjög bjartsýnn fyrir hönd minna manna.


mbl.is Hamilton á ráspól en meistarar byrja aftarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd segir gjarna meira en þúsund orð

Ekki er ég á móti vegabótum.  Fátt er brýnna á landi sem Íslandi en að efla samgöngukerfi, hvort sem það eru vegir, flugvellir eða netsamband.

Ekki er ég heldur á móti þessum framkvæmdum, Vaðlaheiðargöng eiga eftir að verða búbót og eru t.d. mörgum sinnum skynsamlegri framkvæmd heldur en Héðinsfjarðargöng, og ekki veitir heldur af því að bæta Suðurlandsveg.

En það vakti athygli mína hvernig staðið er að þessari kynningu.  Hér dugar ekki samgönguráðherra, heldur mætir viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sömuleiðis til kynningarinnar.

Það skyldi þó ekki tengjast því að þeir koma líklega til með að bjóða sig fram aftur í því kjördæmi sem önnur framkvæmdin er í.

Samgönguráðherra kemur svo úr kjördæminu sem hin framkvæmdin er í, og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á engan ráðherra úr því kjördæmi, þá fær einn óbreyttur þingmaður að fljóta með, svona til að alls jafnræðis sé gæts.

Þetta er auðvitað ekkert einsdæmi, en segir þessi mynd sem er með fréttinni sem þessi færsla er tengd við,  ekki meira en mörg orð hvernig staðið er að ákvörðunum um vegaframkvæmdir á Íslandi, nú, í fortíð og í fyrirsjáanlegri framtíð?


mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænmetishugmynd

Þessi hugmynd er allrar athygli verð, og auðvitað á að nýta kælivatnið frá verksmiðjunni ef þess er nokkur kostur.

Eb eitt þykir mér merkilegt í fréttinni.  Hugmyndin virðist eingöngu snúast um að flytja framleiðsluna út.  Ekki virðist stefnt á innanlandsmarkað.´

Þá velti ég því fyrir mér hvort að það sé vegna þess að Íslendingar séu ekki reiðubúnir til þess að borga jafn hátt verð fyrir lífrænt ræktað grænmeti og fæst erlendis (þrátt fyrir að flytja þurfi það með flugvél á markað).

Eða hitt að grænmetið sé ekki samkeppnishæft við niðurgreitt Íslenskt grænmeti.

Nú er mikið magn af grænmeti flutti til Íslands, ætti það ekki að vera eðlilegra markmið að metta innanlandsmarkaðinn heldur en að innflutningurinn haldi áfram og Ísland byrji að flytja út grænmeti?  Sparar það ekki flutningskostnað og þar með er grænmetið ekki með þann kolefnisbagga á sér sem Íslenskt grænmeti hefði með sér erlendis og erlent hefur á Íslandi.  Er það ekki hluti af "lífræna pakkanum".

En ég held að hugmyndin sé athygli verð.


mbl.is Orkan notuð til að kynda gróðurhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Muff Divers of the World.....

Fékk þennan hlekk í tölvupósti, sem og þennan hér.

Hér segir af bænum Muff sem er við Írlandsstrendur.  Fyrri greinin vísar á heimasíðu köfunarklúbbsins í bænum, sem hefur víst notið mikilla vinsælda og hefur félaga hvaðanæva úr heiminum.  Muff Divers of the world unite, eða hvað?

Hin síðari er um auglýsingu ferðaskrifstofu.  Þar er einnig mynd af skilti sem vísar til Muff.

Tölvupósturinn nefndi síðan nokkuð af  skondnum bæjarnöfnum, má nefna til sögunnar Wank (Þýskaland), Mailing (Þýskaland), Attaching (Þýskaland), Kissing (Þýskaland), Petting (Þýskaland), Fucking (Austurríki), Carsick (Bretland), Bitsch (Sviss), Ass (Ukraína), Gland (Sviss), Heel (Holland), Anus (Frakkland) og Batman (Tyrkland).

Hér þygg ég með þökkum viðbætur í athugasemdir.


Við óþokkarnir sem teljum bara fram fjármagnstekjur

Ég settist niður nú seinnipartinn og gekk frá Íslenska skattframtalinu mínu.  Það var eins og mörg undanfarin ár frekar létt verk og löðurmannlegt.

Það fer ekki mikið fyrir tekjum hjá mér á Íslandi, ja nema auðvitað blessuðum fjármagnstekjunum.  Þær eru svo sem ekki gífurlegar en fjármagnstekjuskatturinn sem ég greiði dugar líklegast ekki til að greiða niður mjólk úr einni kú, þó að um einhverja tugi þúsunda sé að ræða.

En undanfarin ár hefur verið miklar umræður um þá sem eingöngu telja fram fjármagnstekjur.  mér segir svo hugur að margir af þeim hópi séu rétt eins og ég, ekki með neinar launatekjur á Íslandi þar sem þeir búi erlendis.

Ég held að þetta séu því nokkuð ýktar áhyggjur sem margir hafa af þessum hópi.

Það er líklega frekar erfitt að búa á Íslandi í dag, án þess að hafa launatekjur í einni eða annarri mynd, þ.e.a.s. ef menn eru ekki í vinnu, þá þiggja þeir einhvers konar bætur.

Sjálfsagt hafa einhverjir einstaklingar framfæri sitt af því að kaupa og selja hlutabréf og önnur verðbréf, en ég hef ekki trú á því að það sé stór hópur manna sem þurfi að hafa stórar áhyggjur af.

En það er ekki ólíklegt að þetta komist aftur í umræðuna núna á "skattskilatímabilinu".

P.S. Hér í Kanada látum við Bjórárhjónin að sjálfsögðu fagmenn sjá um það að telja fram, enda hefur yfirvöldum hér tekist að gera framtalið hér svo flókið og leiðinlegt, að það er vel þess virði að borga nokkur hundruð dollara fyrir það að sleppa við þann ófögnuð.

Þeim tíma er betur varið með börnunum.


Bændahagfræði 101

Í síðustu viku voru bændur á þingi sínu og í fjölmiðlum að segja Íslendingum að yfirvofandi væri fæðuskortur í heiminum, matur yrði dýr og þeir þyrftu meiri pening frá almenning og líklega stjórnvöldum.

Núna vikunni seinna koma þeir í fjölmiðla og vilja draga úr framleiðslu (samkvæmt því sem ég les dregst framleiðsla saman við að skipta yfir í "lífræna" ræktun þar sem "lífrænar" aðferðir skila ekki jafn ríkulegri uppskeru og eru dýrari) og til þess að gera það þurfa þeir, jú nema hvað, meiri pening.

Er ekki vænlegra að reyna að framleiða sem mest, því eftir því sem heimsendaspámennirnir sögðu okkur eru Kínverjar farnir að banka á dyrnar og "hvað gera bændur þá?".

Ég velti því líka fyrir mér hvenær Íslendingar fái landbúnaðarráðherra sem er ekki "framsóknarmaður" og lítur á það sem hlutverk sitt að koma landbúnaðarvörum á sem bestan og ódýrastan máta til neytenda, en telur sig ekki fulltrúa og fremsta baráttumann bænda gegn almenningi.

Líklegast er þó rétt að fara að leggja þetta ráðuneyti niður.


mbl.is Lífræn ræktun skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband