Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Skop, teikningar og guðlast

Ég vil nú byrja á því að segja að ég stend 100% með Illuga Jökulsyni og frelsinu, þó að stundum hafi það ef til vill ekki átt samleið.

Auðvitað er prent og tjáningarfrelsi á Íslandi. 

Þó að múslimum kunni að þykja þetta vera guðlast, þá verða þeir auðvitað að aðlaga sig Íslenskum siðum, hefðum og ekki síst "lagarammanum".

En hitt vil ég benda þeim á sem eru sammála mér og hneykslast á hneykslun músmlima, að athuga hvenær síðast var ákært fyrir guðlast á Íslandi, hvenær síðast var kært guðlast á Íslandi (og viðkomandi teknir til yfirheyrslu) og hvenær síðast einhver var dæmdur fyrir guðlast á Íslandi.

Ef menn finna út hvernig þetta er, þá kemur ef til vill í ljós að múslimir eru langt í frá einu "öfgamennirnir" á Íslandi.

Eigum við að fordæma þá alla?

 


Sjálfstæð utanríkisstefna?

Felst hin "sjálfstæða" utanríkisstefna Íslendinga í því að "gerast aðili að yfirlýsingu" Sambands sem við eru ekki aðili að?

Hvað næst?

Ég verð segja að mér þykir þetta þunnur þrettándi.

Þegar þetta er skrifað er ekki einu sinni búið að snara þessu "þunnildi" yfir á ensku.  Skyldi þetta hafa verið sent út til helstu fjölmiðla heims?  Að nokkrum dögum eftir yfirlýsingu ESB um Tíbet, hafi Ísland ákveðið að gerast "aðili að henni"?  Hvílík reisn.

Skrýtið mál, en ef til vill er verið að venja Íslendinga við, hvernig það er að vera aðili að Sambandinu.  Þá er engin "sjálfstæð" utanríkisstefna... Þá er bara Brussel.


mbl.is Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö herbergi og eldhús?

Ekki telst ég mikill stuðningsmaður Hillary Clinton, en mér þykir þessi frétt skjóta frekar ríflega yfir markið.

Aðalfréttaefnið er að hún hafi verið í Hvíta húsinu á meðan Bill "reykti vindla" með Monicu.  Og hvað?

Það er ekki eins og að Hvíta húsið sé aðeins tvö herbergi og eldhús, þannig að þetta hefur engan tilgang, nema ef til vill að sýna fram á "einbeittan brotavilja" Bills og yfirgengilega "vindlafíkn" hans.

Þessi setning ein og sér gerir það að verkum að tilfnefna þarf þessa frétt til verðlauna, hvort sem um er að ræða snilld í upprunalegu fréttinni eða frábæra þýðingu: 

 "Þeim fundi lauk með því að Bill skildi erfðaefni sitt eftir á bláum kjól lærlingsins, kjólnum sem bandaríska alríkislögreglan FBI lagði síðar hald á í rannsókn á meinsærismáli forsetans."

En það sem kemur fram um NAFTA og stefnumótun í heilbrigðismálum er hins vegar þyngra á vogarskálunum og verðskuldar nánari umfjöllun.

Ekki þar fyrir að NAFTA er hið besta mál, en því eru ekki allir Bandaríkjamenn sammála, þar með talinn Hillary Clinton nú.


mbl.is Lewinskymálið skýtur á ný upp kollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Financial Rhapsody

Þetta var að koma á mailnum.  Alltaf gott að líta á léttari hliðarnar, þó að um fjármálakreppu sé að ræða.  Stórkostlegur texti við Bohemian Rhapsody.  Tvímælalaust smellurinn yfir páskana.  Instrumental útgáfa fylgir (ekki Queen), svo allir geti farið í karaoke.




Sing this to the tune of Bomemian Rhapsody by Queen

Is this the real price?
Is this just fantasy?
Financial landslide
No escape from reality

Open your eyes
And look at your buys and see.
I'm now a poor boy (poor boy)
High-yielding casualty
Because I bought it high, watched it blow
Rating high, value low
Any way the Fed goes
Doesn't really matter to me, to me

Mama - just killed my fund
Quoted CDO's instead
Pulled the trigger, now it's dead
Mama - I had just begun
These CDO's have blown it all away
Mama - oooh-hoo-ooo
I still wanna buy
I sometimes wish I'd never left Goldman at all.

(guitar solo)



I see a little silhouette of a Fed
Bernanke! Bernanke! Can you save the whole market?
Monolines and munis - very very frightening me!
Super senior, super senior
Super senior CDO - magnifico

I'm long of subprime, nobody loves me
He's long of subprime CDO fantasy
Spare the margin call you monstrous PB!
Easy come easy go, will you let me go?
Peloton! No - we will not let you go - let him go
Peloton! We will not let you go
(let him go !)
Peloton! We will not let you go - let me go
Will not let you go
let me go (never) Never let you go - let me go Never let me go – ooo
No, no, no, no, No, NO, NO ! -
Oh mama mia, mama mia, mama mia let me go
S&P had the devil put aside
for me
For me, for me, for me



So you think you can fund me and spit in my eye?
And then margin call me and leave me to die Oh PB - can't do this to me
Just gotta get out - just gotta get right outta here

Ooh yeah, ooh yeah
No price really matters
No liquidity
Nothing really matters - no price really matters to me
Any way the Fed goes.....


Erfitt að kyngja munntóbaki?

Eitt af því sem ég hef oft undrast hvað varðar ESB er hvað smá mál eiga það til að blása út á meðan mörg stærri fljóta fram hjá án þess að um þau sé mikið rætt.

Ef til vill er þetta eðlilegt þegar margir ólíkir menningarheimar tengjast, hefðir, siðir og neysluvenjur ólíkra þjóða eiga að renna saman í einn pott.

En ég hálf hló þegar ég las grein þess efnis á vef Spiegel, að munntóbak eins og Svíar og Norðmenn eru hvað þekktastir neytendur að, sé nú að valda uppnámi í Sambandinu.

Álandseyingar sætta sig illa við að vera bannað að selja munntóbakið, vegna þess að Svíar hafa undanþágu frá banninu.  En það er fróðlegt að lesa greinina.

Þar segir m.a.:

"A dispute over the sale of snuff on board ships between Sweden and Finland is threatening to undermine the Lisbon Treaty ratification process. The tiny Aland Islands may be able to wield outsized power."

"The Finnish Prime Minister Matti Vanhanen insisted on Wednesday that he would not allow the autonomous Aland Islands to threaten the European Union's treaty, also called the Lisbon Treaty, over the dispute. But the spat between the group of 6,500 Baltic Sea islands and Brussels could conceivably result in this tiny part of the EU opting out of the treaty completely.

A European Union ban on the sale of oral snuff, or snus, has caused an increase in anti-European feeling on the Swedish-speaking islands which could now lead to a defeat for the EU Reform Treaty in Aland's 30-member parliament.

The islanders have traditionally made good money selling snuff -- a moist form of tobacco that is usually tucked behind the upper lip -- on their ferries that operate between Sweden and Finland, particularly as they are permitted to sell the product tax free. But they have recently been forced to implement the EU-wide ban."

"In the case of the snuff issue, for example, the islanders are pressing for an EU directive that would allow them to sell snuff on ships registered in Aland. Otherwise, they argue, ships will instead choose to register in Sweden which negotiated an opt-out on the snuff ban when it joined the EU in 1995. Shipping accounts for 40 percent of the islands' economy.

The European Commission announced last year that it had "no tolerance" for the sale of snus "given the health risks." But islanders argue that preventing them from selling the product will have no public health benefits since consumers can still buy snuff on Swedish-flagged ferries."

"The Swedish-speaking islands have enjoyed widespread autonomy from Helsinki since the 1920s and its parliament has the authority to give its consent to any international treaty before it becomes valid in Aland. The islands voted separately from Finland on joining the EU in 1995 and managed to secure an exemption from the EU's VAT rules, allowing tax-free shopping ships sailing between Finland and Sweden.

Naucler argues that Aland is being left with little to show for EU membership. "Every country is giving away competency to Brussels, but there is a way of compensating them, with commissioners for example," she says. But the Aland Islands are not only losing competency to Brussels, they are "leaking competency to Helsinki."

This is why the islands are pushing for a seat in the European Parliament. Under the Lisbon Treaty Finland is set to lose one of its European Parliament seats and Naucler argues that Helsinki might have been able to keep that seat if it had fought to allocate it to the Aland Islands.

It is unclear what the legal issues might be like if the islands do not approve the Lisbon Treaty, which has to be ratified by all member states. Ireland will be the only member state to hold a referendum on the treaty, all other countries are putting the revised treaty to their national parliaments.

Nauclear argues that if Aland does go ahead and reject the treaty it would not throw the entire ratification process off course completely. "If Aland says no it would not destroy the treaty, after all the UK already has opt outs from the Lisbon Treaty."

Asked if she thinks the treaty will pass in the end, Naucler says: "I think so. If Finland takes the right stand and tries to negotiate a European Parliament seat for Aland in the future."

"We just need to push a bit and get Finland to push as well.""


Slæmt mál

Það er alltaf nöturlegt að lesa um hálfgert þrælahald, en því miður er það útbreiddara en margur heldur.  Ég ætla ekki að dæma um þetta einstaka tilvik, en hef heyrt svipaðar sögur áður, bæði hvað varðar veitingarekstur og í byggingariðnaði.

Auðvitað þarf að stöðva þennan ósóma með öllum tiltækum ráðum.

En eitt af þeim ráðum er ekki að banna veitingarekstur eða byggingariðnað.


mbl.is Kínverskur veitingastaður rannsakaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótar myndir

Það hafa eki verið fallegar eða góðar fréttir sem hafa komið frá Tíbet undanfarna daga.  Harkan er mikil en frásagnir mismunandi.  En mín samúð er með Tíbetum og get ekki tekið undir þögn Íslenskra stjórnvalda hvað framferði Kínverja varðar.

Égrakst svo á myndir sem Frelsishreyfing Tíbeta hefur smyglað út úr landinu.  Þær má finna hér.

Þær sýna ótvírætt að mikilli hörku hefur verið beitt, m.a. hnakkaskotum, ef marka má eina myndina.

En þetta eru nokkuð hrikalegar myndir  og ekki við allra hæfi.

 

 


Hvað er satt og rétt?

Þetta er því miður alltof algengt í umræðunni.  Það er farið að rífast um tölur, fram koma misjafnar fullyrðingar og erfitt er fyrir lesendur að gera upp á milli og ákveða hvað er rétt.

Þannig hef ég lesið fullyrðingar um að ekki sé pláss fyrir bæði álver á Bakka og í Helguvík, hvað varðar losunarkvóta.

Síðan má lesa hér að álver í Helguvík þurfi aðeins 1/3 af þeim losunarkvóta sem eftir er. 

Sjálfsagt er þetta eitthvað "túlkunaratriði", því ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að annar hvor aðilinn fari hreinlega með rangindi.

En ég vonast til að lesa frekari útskýringar á þessum mun í fjölmiðlum næstu daga.


mbl.is Segir álver í Helguvík aðeins nýta þriðjung af lausum losunarheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leysir euro-ið öll vandamál?

Í nokkuð langan tíma hafa menn og þá sérstaklega "menn í atvinnulífinu" eins og það er kallað talað um að krónan sé of sterk.  Stjórnmálamenn, svo sem viðskiptaráðherra, hafa talað um að dagar krónunnar séu svo gott sem taldir og við þurfum að skipta um gjaldmiðill.  Í sama streng hafa togað utanríkisráðherra og hinn geðþekki planstarfsmaður í iðnaðarráðuneytinu.  Bankastjórar hafa talað niður krónuna, eigendur stærstu fyrirtækja landsins tala niður krónuna, og Íslendingarnir á "Forbeslistanum" tala um að það þurfi að skipta um gjaldmiðil.

Sömu menn tala svo gjarna um að undirstaða viðskipta sé traust.

Sé þetta lagt saman, er þá einhver hissa á því þó að krónan láti hratt undan síga?  Nú ætla ég ekki að segja að vantraust viðskipta og ráðamanna hafi dugað eitt og sér, en það hefur ábyggilega ekki hjálpað til.  Utanaðkomandi þættir sem og langvarandi viðskiptahalli og umframeftirspurn eftir gjaldeyri,  spila að sjálfsögðu stærsta rullu, en vangaveltur æðstu manna í stjórnmálum og viðskiptum spila með. 

Því ef að skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi, er eðlilegt og klókt að þeir sem eiga örlítið fé, vilji vera á undan kúrfunni, vegna þess að það er aldrei að vita hvert gengishlutfallið yrði þegar og ef skipt yrði um gjaldmiðiðl.  En eitt euro eða einn franki yrði áfram nákvæmlega það.  Síðan segir "læmingjaeðlið" til sín og til verður krónuhrap. 

Við þessar ástæður verða köllin eftir gjaldmiðilsskiptum ennþá háværari og allir telja sér trú um að framtíðin verði svo mikið bjartari ef bara krónunni væri hent.  Flestir kjósa að líta fram hjá sukkinu og eyðslunni, sem hefur verið langt umfram aðstæður, hjá ríki, sveitarfélögum og einstaklingum.

En hvernig væri umhorfs á Íslandi ef gjaldmiðilinn hefði verið euro undanfarin ár?

Auðvitað er erfitt að spá um síkt, en þó er ekki óeðlilegt að áætla að Íslendingar hefðu gengið en glaðari um dyr lánsfjár.  Húsnæðisverð hefði farið enn hærra og tröppurnar niður á við væru enn brattari.

Ef til vill getum við að einhverju marki tekið mið af reynslu Íra, en þeir hafa undanfarin ár verið "spútnikþjóð" rétt eins og Íslendingar og velgengni þeirra gjarna nefnd af þeim sem sjá euro og ESB í ljósrauðum kratabjarma.

Hér á eftir eru nokkur "kvót" frá grein um The Telegraph um ástandið á Írlandi.  Þar var "skemmtunin" mikil og þennslan á húsnæðismarkaðnum var ævintýraleg.  Vextir voru alltof lágir segja menn á Írlandi nú.  Skuldir Írskra heimila nemur 190% af tekjum þeirra.

Núna eru vextir hærri, húsnæðisverð hefur hrunið, atvinnuleysi er að aukast og er nú yfir 5% og vextirnir eru of háir. 

Ekkert er hægt að gera vegna þess að Evrópski seðlabankinn getur ekki miðað vextina við Írland.  Dettur einhverjum í hug að hann myndi miða þá við efnahagsástand á Íslandi?

Uppgangur euro hefur svo tekið 20% af samkeppnishæfnti Írlands, sem byggir mikið á viðskiptum við Bandaríkin og Bretland.  Allir þekkja hvernig dollarinn stendur og pundið hefur ekki fylgt euro-inu. 

Er ekki Bretland sömuleiðis mikilvægasta viðskiptaland Íslands?

Morgan Kelly, of University College Dublin, said the government is almost powerless to stop the downturn becoming a severe slump. "We're in a classic post-bubble recession, yet we can't do anything that a country would normally do in this situation because we're inside the eurozone," Prof Kelly said. "We can't cut interest rates, we can't devalue, and there is a lot less room for fiscal stimulus than people think. We're stuck.

Irish house prices fell 7pc last year. The pace of decline has accelerated so far this year. The damage is spreading to the broader economy. Unemployment jumped to an eight-year high of 5.2pc in February, from 5pc in January.

Ireland has been a star performer over the past 20 years, transforming itself from a high-tax backwater in the early 1980s to a free-market tiger. However, the country is the most exposed in the EU to both the dollar and sterling blocs, leaving it more vulnerable to trade and investment effects of the soaring euro.

Prof Kelly said Ireland had lost 20pc competitiveness against its trade partners since the launch of EMU.

Eurozone rates of 2pc in the early part of this decade fuelled a credit bubble that has gravely distorted the economy. Household debt has reached 190pc of disposable income, the highest in the developed world. Bank lending rose by 30pc annually. Construction reached 15pc of national income, with 280,000 employed there,

Matthew Taylor, a credit expert at Fitch Ratings, said 27pc of all outstanding loans by late last year were to property and construction, leaving banks heavily exposed. Irish Nationwide Building Society has been downgraded from A to A-.

Over 55pc of all mortgage loans are at floating rates, with several banks offering 100pc mortgages at the top of boom. Interest-only loans made up 16pc of the total borrowing in the third quarter of 2007. Anglo-Irish Bank, Allied Irish Banks, Bank of Ireland and EBS, all have a big stake in the property sector.

The establishment has pretended it's business as usual. But the mood is now changing. The Irish Independent warned this week that the country is sliding into a serious slump.

"Look at all the signs: every single one is screaming that the economy is in big, big trouble. Housing market dead, new car sales dead, consumer confidence is dead, record job losses, exporters being killed off by a strong euro, fuel prices spike, housing repossessions increase," it said.

Ireland is the only country to hold a referendum on the EU's revamped constitution, now called the Lisbon Treaty. The darkening economic picture may greatly queer the pitch.

Hér eru svo örfá dæmi sem ég rakst á um erfiðleika banka og efnahagslífs hér og þar í Evrópu.

Dönskum bönkum vantar lánsfé  Vandræði á Spænska fasteignamarkaðnum  Lánum í vanskilum fjölgar á Spáni  Írskir banka þurfa líklega björgunaraðgerðir, vegna fallandi fasteignaverðs


Hvert fara peningarnir?

Ég var í síðustu færslu að tal um að bloggið færði okkur mismunandi sjónarhorn og ýmsan fróðleik.  Stuttu síðar rakst ég á annað mjög fróðlegt blog, sem leiddi mig svo hingað.

Þetta er gríðarlega gott framtak og á alla athygli skilið, raunar þyrfti að fjölga dæmum og uppfæra og skipta þeim út með reglulegu millibili.

Hver hugleiðir að almenningur borgi u.þ.b. 6.600 kr, fyrir hvern þann sem horfir á sýningu hjá Þjóðleikhúsinu?(tala frá 2006, hefur líklega frekar hækkað heldur en hitt)

Nú eða að hver fjögurra manna fjölskylda hafi að meðaltali lagt Íslenskum landbúnaði til 112.000 kr. árið 2006?

Eða að niðurgreiðsla almennings til þeirra sem sóttu Íslensku óperuna árið 2006 hafi numið tæpum 26.000 á miða?

Hjartaþræðing kostar 200.000 (2006) þannig að það er ekki á við nema 8. óperumiða.

Háskólastúdent kostar 600.000 á ári (2006) sem er um 100.000 krónum meira en það kostaði að koma barni í heiminn með keisaraskurði sama ár, en það er sama upphæð og var notuð til að greiða  niður u.þ.b. 47 af þeim ríflega 40.000 aðgöngumiðum á sinfóníutónleika sem niðurgreiddir voru árið 2006.

Nýr mjaðmaliður (sem margir bíða eftir skilst mér) kostaði 2006 u.þ.b. 700.000 kr. Jarðgöng kosta hins vegar u.þ.b. 650 milljónir per kílómeter, þannig að lesendur þessa blogs geta þá farið og reiknað hvað hægt væri að skipta um mjaðmaliði hjá mörgum, fyrir kostaðinn við Héðinsfjarðargöng (ef þeir muna hvað þau eru löng).

En það er vissulega þarft að sjá dæmi um í hvað skattpeningar Íslendinga fara.  Það vekur þó athygli að engin dæmi eru tekin af því hvað t.d. rekstur ráðuneyta kostar, nú eða hvað meðalkostnaður er á þingmann.

Spurningin er svo hvort að menn hafi skoðanir á því hvort að eitthvað af þessu mætti skera niður?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband