Með Peking öndina í hálsinum

Ég varð hálf hissa á því að sjá þessa frétt.  Eru Íslendingar nú orðnir á móti því að að ríki efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína?  Er aðild að Sameinuðu þjóðunum  nú svo mikið ómerkilegra málefni en staðsetning flugvallar?

En það hljóta allir að bíða eftir því með öndina í hálsinum að "talsmenn réttlætisins" á Íslandi fari nú að taka Kínverja fyrir, bæði framferði þeirra í Tíbet og ekki síður viðmót þeirra gagnvart Taiwan.  Varla þarf að efast um að utanríkisráðherra sendi baráttukveðjur á slíkan fund.

Ég er eiginlega að vonast eftir því að sjá fljótlega leiðréttingu frá Ingibjörgu Sólrúnu, þar sem hún snuprar Kínverja og segir ekki rétt eftir sér haft.

Grundvöllurinn hlýtur að byggjast á sjálfsákvörðunarrétti íbúanna, eða ætla Íslendingar að byggja sína "sjálfstæðu" utanríkisstefnu á einhverju öðru?  Persónulega vildi ég heldur sjá meira samstarf við Taiwani, en Írana, sem utanríkisráðuneytið stýrði sendiboða sínum til nú fyrir skemmstu.  En sú ferð hefur líklega verið farin til að hvetja þá til að halda lýðræðislegar kosningar og auka réttindi kvenna.

En ef til vill segir rótin til sín og sam fer fljótlega að detta framan af Fylkingunni?

Enn og aftur sýna Íslendingar að þeir hafa ekkert fram að færa í Öryggisráðið.


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband