Grænmetishugmynd

Þessi hugmynd er allrar athygli verð, og auðvitað á að nýta kælivatnið frá verksmiðjunni ef þess er nokkur kostur.

Eb eitt þykir mér merkilegt í fréttinni.  Hugmyndin virðist eingöngu snúast um að flytja framleiðsluna út.  Ekki virðist stefnt á innanlandsmarkað.´

Þá velti ég því fyrir mér hvort að það sé vegna þess að Íslendingar séu ekki reiðubúnir til þess að borga jafn hátt verð fyrir lífrænt ræktað grænmeti og fæst erlendis (þrátt fyrir að flytja þurfi það með flugvél á markað).

Eða hitt að grænmetið sé ekki samkeppnishæft við niðurgreitt Íslenskt grænmeti.

Nú er mikið magn af grænmeti flutti til Íslands, ætti það ekki að vera eðlilegra markmið að metta innanlandsmarkaðinn heldur en að innflutningurinn haldi áfram og Ísland byrji að flytja út grænmeti?  Sparar það ekki flutningskostnað og þar með er grænmetið ekki með þann kolefnisbagga á sér sem Íslenskt grænmeti hefði með sér erlendis og erlent hefur á Íslandi.  Er það ekki hluti af "lífræna pakkanum".

En ég held að hugmyndin sé athygli verð.


mbl.is Orkan notuð til að kynda gróðurhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband