Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Gott gengi hjá Sparisjóðnum

Það er nú ýmislegt sem ég er ekki mjög hrifinn af í bankakerfinu hér hér Kanada.  Miðað við Íslensku bankana er kerfið hér frekar gamaldags og þungt í vöfum.

"Heimabankarnir" hér eru langt á eftir þeim Íslensku, og ávísanakerfið sem enn er hér við lýði, er nóg eitt og sér til þess að gera mig gráhærðan.  Sú staðreynd til dæmis að það taki u.þ.b. viku að "cleara" ávísanir og upphæðin því "frosin" í þann tíma, er eitthvað sem ég venst seint, en þó er ég næstum hættur að ergja mig á því.

Þjónustan almennt séð er auðvitað upp og ofan, en þar hefur Eistneski sparisjóðurinn þó vinninginn.  Reyndar man ég ekki eftir því að hafa komið inn í fjármálastofnun þar sem húsnæðið er minna aðlaðandi, en starfsfólkið bætir það upp.

En það sem gerir Sparisjóðinn okkar þó betri en öll önnur fjármálafyrirtæki sem ég hef skipt við, er sú staðreynd að hann deilir hagnaði sínum með viðskiptavinunum.

Þegar vel gengur, eins og gert hefur undanfarin ár, þá fá þeir sem skulda og þeir sem eiga háar innistæður hlutdeild í hagnaðinum.

Það er ekki lætið nægja að borga Sparisjóðsstjóranum og einhverjum lykilstarfsmönnum bónus, heldur njóta allir viðskiptavinir góðs árangurs.

Þannig kom þessi skemmtilegi gluggapóstur að Bjórá í morgun, þar sem Sparisjóðurinn tilkynnti að þeir hefðu lagt okkar hlutdeild í rekstrarafgangi síðasta árs inn á reikninginn okkar.

Eins og staðan er í dag er lítill sem enginn sparnaður hjá okkur í Sparisjóðnum (hann er bundin annarsstaðar), en húsnæðislánið okkar er þar.  Endurgreiðslan sem kom inn á reikninginn er því sem næst 8% af því sem við greiddum í vexti í fyrra.

Það munar um minna.

Hér eru tvinnaðir saman hagsmunir fyrirtækisins, starfsfólks, og inn og útlánaeigenda (sem eru allir eigendur að sparisjóðnum).  Það getur enginn án hinna verið.


Af hverju göngum við ekki í Noreg

Sambandssinnar hafa aldrei verið háværari, skoðanakannair sýna að meirihluti vill ESB aðild, það er talað um að taka upp Svissneskan franka, Dönsku krónuna, Norsku krónuna, og það er eins og byrjað sé að taka gröfina fyrir Íslensku krónuna.

En afhverju göngum við ekki bara í Noreg?

Við snúum aftur sem "týndi sonurinn", lofum að rjúka ekki aftur í fússi yfir sköttunum og viljum ekkert frekar en "að koma heim".  Erum þegar komin hálfa leið með hálfnorskan forsætisráðherra.

En kostir þess að verða partir af Noregi eru margir:

+ Ísland yrði tvímælalaust skemmtilega héraðið í Noregi

+ Norska krónan myndi taka við, öflugur gjaldmiðill með sterkan bakhjarl (líklega myndi traust á Íslensku efnahagslífi aukast bara við þá yfirlýsingu að við værum að hefja samningaviðræður um að ganga í Noreg)

+ Hægt væri að leggja niður öll ráðuneyti (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Hægt væri að leggja niður Alþingi (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Hægt væri að sameina öll sendiráð og segja helling af sendiherrum upp (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Forsetaembættið væri lagt niður (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Noregur er ekki að bjóða sig fram til Öryggisráðsins

+ Hægt væri að leggja niður íþróttalandsliðin okkar (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Við hefðum þegar unnið Eurovision

+ Við gætum farið að hata Svía

+ Eiki Hauks væri "heima" aftur

+ Við hefðum her

+ Statoil myndi næsta örugglega opna bensínstöðvar á Íslandi

+ Norskir bankar myndu næsta örugglega opna útibú á Íslandi (vaxtastigið það sama og í Noregi)

+ Til yrði "stórveldi" í Norðurhöfum

+ Sem fiskveiðiþjóð yrðu Noregur og Ísland gríðarlega öflug

+ Sá þrýstingur, hvort að Ísland eða Noregur gæfist fyrr upp og gengi í ESB yrði úr sögunni.

+ Rafmagnsbílar yrðu framleiddir innnanlands.

En vitaskuld eru gallar líka:

- Við yrðum Norðmenn

- Líklega myndum við fljótlega fara að "syngja" Íslenskuna

- Áhrif "heilags anda" yrðu líklega sterkari á Íslandi

- Ömurlegt landbúnaðarkerfi yrði enn við lýði, dýrar vörur, mikil niðurgreiðsla og höftin sem við þekkjum svo vel.

- Við hefðum her

- Verð á áfengi myndi næsta örugglega hækka

- Íslendingar sætu uppi með fáranlegan kóng og heimskulega hirð

- Á íþróttamótum yrðum við að standa eins og bjánar og gaula "heja Norge"

Svo er bara að fá okkar bestu fræðimenn til að vega þetta og meta, eins og sjá má eru kostirnir miklu fleiri en galllarnir, en auðvitað vegur þetta mismunandi þungt.

Auðvitað væri mikill léttir að losna við eiginlega allt stjórnkerfið á einu bretti, þingið lagt niður og ESB tilskipanirnar bara samþykktar á einum stað (alger tvíverknaður eins og er), dugmikið fólk myndi koma til starfa í atvinnulífinu þegar þingmenn, sendiherrar, ráðuneytisstjórar myndu losna til mikilvægari starfa.  Við þyrftum ekki að hafa mannskap hangangi hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðstofnunum, hægt væri að skera niður í Brussel og þar fram eftir götunum.  Heimamarkaður Íslenskra fyrirætkja myndi stækka að mun.

En á móti kemur að sú staðreynd að við yrðum Norðmenn og að áfengisverð myndi líklega hækka vega skratti þungt?

En auðvitað þarf að ræða þetta á opinskáan hátt og sú feimni og þöggun sem hefur verið ríkjandi um framsal á fullveldi Íslands er algerlega óþolandi og þjóðinni til skammar.


Ferrari eftirlíkingar

Það hafa líklega margir séð eða jafnvel átt Rolex eftirlíkingar, nú eða eftirlíkingar af Luis Vuitton vörum eða öðru slíku.    Mikið af þessu framleitt í Asíu og selt fyrir brot af því sem "the real thing" kostar.

En nú hafa víst verið á markaðnum allgóðar Ferrari eftirlíkingar og hafa víst þó nokkrir aðdáendur keypt sér slíkar "glæisikerrur" og verið sáttir, þó að þeir hafi vitað hvernig í pottinn væri búið.  Enda ekki á allra færi að snara út fyrir "the real thing", þegar rætt er um Ferrari.

En hér og hér má lesa nýlegar fréttir af vef BBC um þessa starfsemi.

Það er sem ekki bara á McLaren sem Ferrari þarf að vara sig :-)

Svo er farið að styttast í helgina, þar sem ég vona að Ferrari sýni "orginal" takta.


Mánudagur allra mánudaga

Í dag var mánudagur allra mánudag, eða svo segja rannsóknir sem lesa má um á síðum Globe and mail.  Í dag var mánudagurinn eftir að klukkan var færð fram, mánudagurinn eftir að allir (það er að segja hér í Kanada) töpuðu heilum klukkutíma á miðnætti aðfaranótt sunnudags.

Reglulega hefur mátt heyra raddir þess efnis að Íslendingar ættu að taka þátt í þessum "leik".  Eins og það sé ekki nóg að vera á stöðugum sumartíma. 

Persónulega er ég mikið á móti því að vera að hræra í klukkunni tvisvar á ári, það er að mínu mati hrein vitleysa, hvort sem er á Íslandi eða í Kanada.

En hér er smá partur af því sem lesa má í fréttinni:

"In a 1996 study, University of British Columbia researchers found that the number of traffic accidents in Canada increases by 7 per cent on the first Monday of daylight time."

" In another study, Dr. Coren found that industrial workplace accidents bump up by 6 per cent in the two or three days after we spring forward.

"All this suggests that many of us are essentially impaired on that Monday following the switch to daylight savings time," Dr. Coren said.

But even employees who make it through work without a major mishap today probably won't get much accomplished.

Sleep deprivation taxes the brain's creative capacity, according to Dr. Coren, triggering poor judgment and decision making. "

"But the worst part of all comes via a new U.S. study showing that the switch to daylight time could be all for naught.

Researchers at the University of California, Santa Barbara, found that Indiana households adopting daylight time for the first time in 2006 spent an additional $8.6-million (U.S.) on electricity, debunking the energy-conser- vation argument governments have long given in favour of daylight time.

But don't expect lawmakers to heed the study and ease workers' suffering any time soon. Provincial governments across Canada followed the lead of the U.S. Congress and actually added four weeks to daylight time last year.

How should you cope with this dreaded day aside from avoiding the roads and begging off work?

"It's not rocket science,"

Dr. Coren said. "If everyone just went to bed an hour earlier, these problems wouldn't happen." "


Þar sem allir eru milljónerar, en flestir eiga hvorki til hnífs og skeiðar.

Það má líkja því við að móðuharðindi hafi gengið fyrir Zimbabve, móðuharðindi af mannavöldum.  Þetta land sem áður var nokkuð blómlegt, er nú því sem næst rústir einar og sogast æ dýpra niður í hyldýpið.

Í helgarútgáfu Globe and Mail mátti lesa afar fróðlega grein um efnahagsástandið í landinu.

Þar mátti m.a. lesa:

"Harare, the Sunshine City of the tourist brochures, sparkled as recently as a decade ago. A bracing, healthy 1,500 metres above sea level on the stunning highveld, it was an intentional, sturdy metropolis of commerce and finance, trade, manufacturing, government, upmarket shops and professional services.

The sun remains but the shine is gone. Harare stinks. Sunshine City turned sewage farm, as Zimbabwe's Financial Times, one of the country's very few independent news media voices, put it. Although sewage farming is just not the right wording.

There's a theft pandemic of sewer, telephone, electrical and water-supply equipment. The public nuts and bolts, the cables and pipes, of this city of nearly three million people are literally vanishing alongside the flawed management of what infrastructure remains. Think about this: People selling phone wires for food."

"Officially inflation is 100,580 per cent. Unofficially (and probably more accurately) it is more than 150,000 per cent. In any event, there are too few retail commodities to make any kind of measurement accurate.

All surgery at Harare's Parirenyatwa Hospital, the biggest in the country, has ceased because of a shortage of anesthetic, functioning equipment and medical specialists. Nurses and other workers refuse to come to work because their bus transportation costs are greater than their salaries. With the Zimbabwean currency this week falling to a record low of $25-million for a single U.S. dollar, bus fares can change on a single trip."

"Two professionals, a husband and wife, tell me their combined monthly income is $57-million ZWD. "That buys four loaves of bread," says the wife. When bread can be found.

Life in Harare has been described as an existential struggle.

I lived here two decades ago as The Globe and Mail's Africa correspondent. I have come back for a look at the country as its March 29 election campaign gets under way. Because foreign journalists at the moment are unwelcome - it's been four years since the government last gave The Globe permission to report in the country - I have entered as a teacher of religion."

"He negotiates a price of $61-million for a litre of cooking oil, paying for it with the country's newly issued $10-million notes.

"It's the sanctions," John says.

When he refuses to pay $70-million for a three-kilo bag of potatoes, he says again: "It's the sanctions." And when his new, four-wheel drive Isuzu repeatedly stalls because of water in the fuel line, and he says he can't get filters to remedy the problem, he repeats: "It's the sanctions." The sanctions.

Economic mismanagement along with flagrant human-rights abuses and past election fraud are the issues in the election manifestos of Mr. Mugabe's presidential opponents - former finance minister Simba Makoni and Morgan Tsvangirai, leader of the opposition Movement for Democratic Change.

But the prime victims here are truth and this ruined country's 12 million ordinary people."

"The inflation. The 80 per cent unemployment. The 21 per cent HIV infection rate (with the country now virtually bereft of anti-retroviral drugs). The exodus of Zimbabwe's best and brightest (I had a long conversation with a student trying to figure out how to complete his bachelor of science degree in nursing with all his instructors suddenly having emigrated). And now a cataclysmic looming food shortage as a result of horrendous rains that devastated the planting of maize, Zimbabwe's staple food crop.

A health-care official told me that, without massive food aid, there will be an explosion in the coming months of young women working as prostitutes, leading to more HIV infections and more AIDS orphans, and more children dying of malnutrition - already a commonplace diagnosis in the country's hospitals and clinics along with widespread diarrhea and typhoid from contaminated urban water supplies.

The news is not all bad.

Some commercial farmers have been invited to reapply to the government for land. Others are working as behind-the-scenes managers of farms redistributed to blacks. I saw a number of productive, well-run farms and drove past an agricultural estate owned by a Zimbabwean cabinet minister with a sign at the gate advertising eggs for sale.

A substantial portion of the population is being supported by remittances from about one million Zimbabweans abroad - estimated to be as much as $1-billion (U.S.) a year, by far the largest inflow of cash into the country. And the rains that ruined maize planting created lush grazing pastures: In a few months there will be meat from now-skinny cows and goats (if anyone can afford it)."

"A health-care professional in her 40s, buying three onions for $10-million at a roadside market and two pints of oil for her car from a man who magically appeared from behind a butcher shop, explained it like this: "I saw my grandfather shot dead in front of me [by Rhodesian troops]. I saw seven men in my village ordered to put on poisoned clothes and run around a house until they worked up a sweat that triggered the poison which entered their pores. I saw all the pregnant women in my village gagged and told to lie on the ground while water was forced up their nostrils to make them talk about where the guerrillas were.

"Most whites were very cruel. People know Mugabe rescued them from this. Every adult Zimbabwean knows he rescued them from this, and many, many believe that to vote for the opposition is to vote to go back to what Mugabe rescued them from." On the road from the village back to Harare, I passed broken-down trucks and a magnificent gleaming-white mansion on a hill overlooking a posh roadhouse called the Sweet Valley Restaurant."

Hér eru svo tvær auglýsingar sem eru birtar í greininni:

Isuzu Wizard This Model is a regretable sale. It comes with brand new tyres, clean almost new V petrol engine, ABS, dual airbags, fitted gas stove for recreational use, 75,000 km only. Please only genuine buyers, only asking Z $450 billion, negotiable.

- newzimbabwe. com

Greystone Park

Charming bedroom home with study/ office, lounge, separate dining room, fitted kitchen, scullery & pantry, / bathrooms, enclosed verandah & fitted bar, open patio overlooking chiptile pool, double staff quarters & storeroom, double lockup garage, satellite dish & alarm, acre with borehole, securely walled with electric fence & electric gate. Only Z$5.7 trillion Better be quick!


mbl.is Fyrirtæki í eigu frumbyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í lok dags: Fróðlegt viðtal við Pétur Blöndal

Ég vildi vekja athygli á stórgóðu viðtali við Pétur Blöndal sem finna má á vefsíðu Vísis, í þættinum í lok dags.

Viðtalið fer vítt og breitt um viðskipta og þjóðlífið og eins og oftast svarar Pétur hreint og beint og er ekki að fela svör sín í orðskrúði.

Mjög athygliverð eru vangaveltur hans um hvaða áhrif upptaka euro, og þar af leiðandi eurosvæðiðsvextir myndu líklega hafa á Íslenskan húsnæðismarkað og almenna neyslu. En það eru einmitt slík áhrif sem sumir vilja meina að hafi verið að verki á Spáni og Írlandi, en þar hafa geysað "húsnæðisbólur", sem gefa þeirri Bandarísku víst ekkert eftir, nema síður sé.  Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nóg til ástandsins í þeim löndum.

Það er líka gott að heyra hann fjalla um samspil vaxta, innlána og útlána.

En ég held að óhætt sé að hvetja alla þá sem hafa áhuga á efnahags og fjármálum til að hlusta á viðtali.


Alltaf er Auður á undan með flest. Sjóð-heitar konur

Ég hef oft sagt að það sé enginn ástæða til þess að setja á kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, og í raun gangi það gegn hluthafalýðræði svo að ógn sé að.  Ég bloggaði um þetta fyrir næstum ári, í færslu sem lesa má hér.

Ég verð því að lýsa sérstakri ánægju minni með stofnun þessa sjóðs.  Þetta er einmitt það sem vantaði.  Ég vona að fyrirtækið Auður Capital hf, eigi eftir að stofna marga slíka sjóði, og nauðsynlegt er að mínu mati að stofna sjóði sem þennan sem auðvelt er fyrir almenning að taka þátt í, helst með bæði háum og smáum upphæðum.

Þar gæfist þá öllum þeim sem áhuga á því að auka hlut kvenna í stjórnum og eignarhaldi fyrirtækja að leggja fé sitt í sjóðinn, og því ætti að vera óþarfi að vera að setja andlýðræðisleg lög um hlutfall í stjórnum fyrirtækja.

Markaðurinn hefur lausnina.


mbl.is Mikill áhugi á AuÐi I
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar allt fékkst fyrir ekkert, eða hvað?

Nú þegar umræðan um Evrópusambandið er kröftug sem aldrei fyrr, heyri ég fleiri og fleiri "Sambandssinna" tala fjálglega um það að við verðum að ganga í Evrópusambandið til til að endurheimta sjálfstæðið.

Sjálfstæðið hafi glatast þegar Ísland gerði samningin um Evrópska efnahagssvæðið og við höfum framselt svo stóran hluta af fullveldi landsins þegar sá samningur var gerður að Íslendingar eigi þann eina kost að ganga í Sambandið til þess að hafa einhver áhrif á það hvað gerist á Íslandi, alla vegna í lagalegu tilliti.

Nú er ég svo gamall að ég man eftir utanríkisráðherra, sem þá var Jón Baldvin Hannibalsson, einhver harðasti "Sambandssinni" sem ég heyri í, sem kom í fjölmiðla og lýsti samningnum um Evrópska efnahagssvæðið með þeim orðum að við hefðum fengið allt fyrir ekkert.

Nú hygg ég að flestir muni vera sammála um að stór partur af fullveldi landsins muni seint falla undir skilgreininguna "ekkert".

Það er því fróðlegt að velta því fyrir sér hver er sannnleikurinn í þessu máli?

Höfðum Íslendingar lélega samningamenn, sem sömdu af sér fullveldið fyrir örfá prósentustig í tollum sjávarafurða og fjórfrelsið og höfðu ekki einu sinni kjark til þess að segja þjóðinni frá því?

Eða hitt, að þeir sem ákafastir "Sambandssinna" eru að ýkja fullveldisframsalið sem fór fram?

Ja, þegar stórt er spurt.....


Föstudagsbít: Það hringsnýst allt í höfðinu á mér. Stórkostlegt lag

Sjálfsagt er ég langt á eftir með þetta, enda ekki mikil kynning á skandínavískum lögum og hljómsveitum hér í Toronto.  En Finnskur kunningi minn sendi mér slóðina á þetta stórkostlega lag. Det Snurrar i Min Skalle. 

Ég er nú ekki nógu vel að mér í Sænskunni, en fannst þó líklegast að þýða þetta sem, það hringsnýst allt í höfðinu á mér.  Þeir sem eru betur að sér í Sænskunni mega þó gjarna senda mér leiðréttingu ef þörf er á.

En þetta er stórkostlegt lag og frábært myndband.  Þetta "reif upp" gamla "díjeyinn" sem var eiginlega löngu gróið yfir.

Klárlega það besta sem hefur komið frá Svíþjóð síðan ABBA.


10 ástæður fyrir því að lækka ekki vexti

Það hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að lækka vexti á Íslandi, sjálfur get ég ekki séð að það sé fýsilegt um þessar mundir, þó að allir vilji að sjálfsögðu borga minna af skuldunum sínum en,

Sparnaður á Íslandi er alltof lítill.  Það getur varla talist hvetjandi til sparnaðar að lækka af því ábatann.  Stundum er þarft að setja þá sem spara í fyrrirúm, en ekki þá sem skulda.

Þegar skuldatryggingarálag Íslenskra banka er næstum jafnhátt og vaxtaprósentan eða hærra, þá er eriftt að mæla með því að vextir séu lækkaðir.

300.000 íbúa þjóð sem kaupir jafn marga Range Rovera og Danir og Svíar samanlagt er ekki að senda sú skilaboð að vextir séu of háir.  Það að segja:  Það eru engir eins og Íslendingar lækkar ekki vextina..

300.000 íbúa þjóð sem reiknar með þvi að selja jafn marga Land Cruisera og Bretar er ekki að senda sú skilaboð að vextir séu of háir.  Það að segja:  Það eru engir eins og Íslendingar lækkar ekki vextina..

Þegar menn úr söludeild Mercedes lýsa því hvað þeir séu steinhissa á sölunni á Íslandi, bendir það ekki til að vextir séu of háir.  Það að segja:  Það eru engir eins og Íslendingar lækkar ekki vextina..

300.000 íbúa þjóð þar sem atvinnuleysi er innan við 1% og hefur flutt inn u.þ.b. 30.000 erlenda starfsmenn er ekki að senda sú skilaboð að vextir séu of háir.

Í landi þar sem húsnæðisverð hefur u.þ.b. tvöfaldast á fáum árum er ákaflega erfitt að draga þá ályktun að vextir séu of háir.

Í landi þar sem sólarlandaferðir og aðrar utanlandsferðir seljast sem aldrei fyrr, er erfitt að sjá að vextir séu alltof háir.

Mikið launaskrið hvetur ekki til vaxtalækkana.

Viðvarandi viðskiptahalli gefur ekki vísbendingar um að vextir séu of háir.

 

Hér á eftir eru nokkrar fréttir af netmiðlum, annað hvort frá þessu ári, eða seint á því síðasta.  Þær lýsa ekki þjóð sem óttast vaxtagreiðslur og reynir að forðast þær.  Þvert á móti.

Skuldir heimilanna aukast enn, Íslendingar kaupa jafn marga Range Rovera og Danir og Svíar, Land Cruiserar fyrir 6 milljarða, engin kreppa í lúxusbílasölu, nýkir bílar seldust vel í janúar, metsala hjá Toyota, almenningur upplifir ekki kreppu, um 8000 Íslendingar erlendis í mars, launavístölur hækka


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband