Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
27.11.2008 | 06:54
Kvótakerfið og fiskveiðar, umræða í Kanada
Dálkahöfundurinn Jeffrey Simpson hefur í dag og gær fjallað um sjávarútvegsmál í Globe and Mail. Þó að sjávarútvegur skipi ekki sama sess hér í Kanada og á Íslandi, er umræðan hér mikil, Kanada hefur jú lengstu strandlínu allra ríkja og hér þekkja menn hrun fiskistofna betur en margir aðrir.
En greinarnar má finna hér og hér.
Í fyrri greininni má lesa m.a.:
"Boris Worm of Dalhousie University created tidal waves among fisheries scientists two years ago. He and other researchers published a paper in the journal Science predicting that, at current harvesting rates, all of the world's commercial fisheries would collapse by 2048. Imagine, all commercial fisheries gone in four decades.
Impossible, sniffed critics. Wrong methodology, said others. Instead of using catch rates and defining collapsed fisheries as those with yields less than 10 per cent of historical maximums, Prof. Worm and his colleagues should have focused on biomass.
Prof. Worm's work spawned lots of other inquiries. If commercial fisheries around the world are in danger of collapsing, what might save them?
Three American researchers bent their efforts to that task."
"They discovered that one way to lessen the chance of a fisheries collapse is to use individual transferable (or catch) quotas for fishermen rather than the prevailing Canadian system of a common property resource fishery. They looked at 121 fisheries using the catch quota system and learned that only 14 per cent had collapsed, compared with 28 per cent without them. In other words, the prevailing Canadian (and world) method of allocating fish is twice as likely to lead to collapse as the catch share system. "Switching to an ITQ not only slows the decline toward widespread collapse, but it actually stops this decline," they wrote in Science.
Canadians know, tragically, about collapsing fisheries. One of the world's greatest fisheries - the cod fishery off Newfoundland - collapsed in the 1990s. Another cod fishery, this one in the Gulf of St. Lawrence, is heading toward the same fate. Canada has mismanaged both to complete or looming extinction, and other fisheries remain precarious on both coasts.
The reasons for fisheries collapsing are complicated, but at the heart of the collapse is a simple maxim: more fishing than the stock can take. Too many boats and/or fishermen pounding the stock.
The common property approach - the one preferred in Canada, used around the world and now shown to be less environmentally vigilant - is based on the proposition that the fish belong to everyone."
"Where the catch quota leads is a consolidation of the fishery - that is, fewer fishing interests, be they co-operatives, companies or individuals. That can be managed by limits on what any entity can own of a given stock.
The international (and limited Canadian) experience says the "catch quota system" is better. Prof. Worm supports it, having examined the state of stocks around the world. Will Canada apply the system to more fisheries? Probably not, the status quo being so strong in so many places."
Og í seinni greininni:
"Earlier this year, scientists in the Department of Fisheries and Oceans again told minister Loyola Hearn that cod were disappearing fast in the southern Gulf of St. Lawrence.
Their findings were posted on the department's website. "The stock is headed to extinction," they warned. If the minister allowed a catch of 2,000 tonnes a year, the stock would be gone in 20 years.
As a result, the fishery was closed. But not for long. The fishery was reopened for a 2,000-tonne catch, exactly the size of catch that the scientists had warned would extinguish the stock.
We have seen this movie before. It's called the tragedy of the commons, wherein a common resource gets fished to extinction because no one owns it except the Crown, whose minister is pushed and pulled by vested interests and individual fishermen, and who is, therefore, prone to put short-term employment first and conservation second."
"Fishermen, fishing companies and, quite often, provincial governments advocate for greater access to the stock. They want income, jobs, tax revenues. Provinces have licensed too many fish-processing plants. Those plants desperately need fish to process, so employees can get enough work to qualify for unemployment insurance.
Two fundamental changes would help. The country could accept the emerging international evidence that the common property regime actually imperils conservation and switch to individually owned quota shares, as in the United States, Australia, New Zealand and Iceland. More important, Canada needs to overhaul the legislation that gives so much discretion to the minister.
Jeff Hutchings of Dalhousie University recently delivered a wonderful overview of Canada's fisheries failures in a lecture titled Lament for a Nation's Oceans. "The Fisheries Act has failed to provide for and protect fisheries," he argued. "It's been under the auspices of the Fisheries Act that fishery declines took place."
Under the act, he continued, the fisheries minister has "arguably the greatest discretionary power of any minister of the Crown." The department exists both to promote the industry and to conserve the resource. The objectives are often in conflict."
26.11.2008 | 15:01
Agnes og bankaleyndin
Auðvitað á Glitnir að krefjast þess að Agnes verði stöðvuð. Auðvitað á Glitnir að kæra Agnesi til lögreglu fyrir brot á bankaleynd. Glitnir hlýtur og verður að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna og sjálfs síns.
Þegar lög eru brotin er það farvegurinn sem er eðlilegur.
En, og það eru alltaf einhver en, með því að segja að Morgunblaðið og Agnes hafi framið meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, er Glitnir sömuleiðis að segja að það sem Morgunblaðið og Agnes hafa verið að segja sé satt. ´
Slúður og lygi falla nefnilega ekki undir þessi lög, heldur færi kæra um slíkt aðra leið og varðaði við önnur lög.
Hitt vekur líka athygli mín að það er Nýi Glitnir sem stendur í þessu skaki. Ég hef nú ekki fylgst með þessu máli og les ekki Morgunblaðið, en ég stóð í þeirri meiningu að Agnes hefði verið að birta upplýsingar úr lánabók "gamla" Glitnis, þannig að það væri þá skilanefndarinnar að standa vaktina.
En bankastýru sem hefur það ekki á hreinu hvort hún skuldar 200 milljónir eður ei, hlýtur að fyrirgefast þó að hún sé ekki með það alfarið á hreinu hjá hvaða banka hún mætir í vinnuna til.
FME hefur umfjöllun Morgunblaðsins til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 20:22
Bréfberarnir færa Íslendingum gluggapóst
Hún er í flesta staði athygliverð fréttin sem ég las á vef Vísis og fjallaði um "bréfbera". Ekki þessa hefðbundnu sem koma með póstinn heim til fólks, heldur hina sem "halda" á hlutabréfum. Þessar tvær tegundir "bréfbera" eiga líklega ekkert sameiginlegt, nema þá ef væri að báðar koma "reikningum" í hendur Íslendinga.
Í fréttinni segir m.a.:
Viðskiptabankarnir héldu uppi gengi hlutabréfa í sjálfum sér með því að lána eignarhaldsfélögum fé til kaupa á hlutabréfunum gegn engu öðru veði en í bréfunum sjálfum. Þetta segir heimildarmaður Fréttablaðsins á fjármálamarkaðnum.
Að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins beittu bankarnir þessari aðferðafræði í mismiklum mæli. Bankarnir hafi iðulega þurft að leysa til sín frá fjárfestum eigin hlutabréf þegar gengi bréfanna lækkaði. Áður hafi bankarnir selt þessi bréf til fjárfestingarfélaga sem að vissu marki lögðu eigin fé á móti sem tryggingu fyrir lánum til kaupanna. Síðar hafi bankarnir einfaldlega orðið uppiskroppa með aðila sem áttu eigið fé og voru reiðubúnir að taka áhættuna af kaupum á bréfum í bankanum.
Síðar í fréttinni má lesa:
Til að halda hjólunum gangandi hafi verið brugðið á það ráð að selja eignarhaldsfélögum hlutabréf á því gengi sem bankarnir töldu æskilegt og lána eigendum þeirra andvirði bréfanna gegn litlu eða jafnvel engu öðru veði en bréfunum sjálfum. Þannig hafa eigendur eignarhaldsfélaganna í raun ekkert annað lagt fram en nafn sitt og fyrir sitt leyti haft von um ágóða ef vel færi en verið lausir mála ef gengi bréfanna yrði neikvætt. Eigendur félaga af þessu tagi eru kallaðir bréfberar meðal fjárfesta.
Að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins var þessi aðferðafræði við að halda uppi fölsku hlutabréfagengi ljós öllum sem störfuðu á fjármálamarkaði og vildu vita. Almenningur, sem hafi hins vegar treyst því að verðmyndun á hlutabréfamarkaðnum í Kauphöllinni væri eðlileg, hafi hins vegar verið hafður að fífli í risastórri spilaborg sem hafi ekki getað annað en farið á hliðina.
Kunningi minn sagði mér að margar af stærri lögfræðistofum landsins ættu einkahlutafélög á "lager". Þær stofnuðu einkahlutafélög í kippum, með heitum eins og FS37, FS38 o.s.frv eða ELL25, ELL26, ELL27. Þessi hlutafélög væru til reiðu með engum fyrirvara, síðan væri breytt um nafn og enginn tími færi til spillis.
Auðvitað er ekkert óeðlilegt við það og flest einkahlutafélögin fara sjálfsagt í eðlilegan rekstur. En það er þó að hollt að velta því fyrir sér hvers vegna þörf er fyrir öll þessi einkahlutafélög og eignarhaldsfélög og hvað þarfir það eru að viðskipti séu eins ógegnsæ og raun ber oft vitni.
Til gamans sló ég upp í fyrirtækjaskrá þeim hlutafélögum sem eru til húsa að Túngötu 6. Þann lista má sjá hér að neðan.
Það er rétt að taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hverjir eiga öll þessi fyrirtæki, hverjir sitja í stjórnum þeirra, hver starfsemi þeirri er og svo framvegis. Ég er heldur ekki að halda því fram að þau tengist "bréfberum" (þykir það reyndar frekar ólíklegt), en þetta er myndarlegur listi. Ég veit heldur ekki hvers eðlis húseignin að Túngötu 6. er. Ef til vill er rekið þarna fyrirtækjahótel.
En hér er listinn:
471099-2289 3650 ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
561006-0750 A-Holding ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
440507-2200 Al-Coda ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
520207-0230 Arctic Holding ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
551299-2019 Arctic Investment ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
520607-0990 Arena Holding ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
490206-0940 Arpeggio ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
480798-2289 Baugur Group hf Túngötu 6 101 Reykjavík
640406-0540 BG Aviation ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
631007-1040 BG Bondholders ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
680201-2260 BG Equity 1 ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
520603-4330 BG Holding ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
631007-1550 BG Newco 2 ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
641007-0800 BG Newco 4 ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
480408-0390 BG Newco 5 ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
560908-0910 BG Newco 6 ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
590907-0810 BG Ventures ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
661103-3450 BGE Eignarhaldsfélag ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
630407-0440 BJF ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
690405-0160 DBH Holding ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
481007-0890 Dial Square Holdings ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
660307-1920 F-Capital ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
440507-1900 GJ Tónlist ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
470606-0450 Gott betur ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
631003-2810 Græðlingur ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
630600-2270 Hrafnabjörg ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
600906-0460 Hugverkasjóður Íslands ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
680607-1410 Hvítárbakkablómi ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
450697-2229 Ís-rokk ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
630407-0520 J.Ól ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
500107-1620 Jötunn Holding ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
420597-3639 Maccus ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
621104-2760 M-Holding ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
700307-1820 Milton ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
421106-1180 M-Invest ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
470207-1830 Nelson ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
520698-2729 Norðurljós hf Túngötu 6 101 Reykjavík
530707-1640 Popplín ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
590907-1890 Retail solutions ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
430507-1090 Skuggar ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
550507-2420 Sólin skín ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
551007-0300 Sports Investments ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
590399-2729 Starfsmannafélag Baugs Túngötu 6 101 Reykjavík
501201-2940 STP Toys Túngötu 6 101 Reykjavík
511105-0990 Styrktarsjóður Baugs Group Túngötu 6 101 Reykjavík
610993-3469 Styrkur Invest ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
440205-1270 Tónlistafélagið Litur ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
690506-2380 Unity Investments ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
590207-0550 Unity One ehf Túngötu 6 101 Reykjavík
25.11.2008 | 18:14
Athyglivert af netinu. Kreppa í Taílandi, loðnan og CCP
Ég er alltaf að rekast á eitthvað athyglivert á netinu. Sérstaklega eru það bloggarar sem oft vekja athygli á hinum aðskiljanlegust málum, bloggið er svo sannarlega síkvikur miðill.
Það sem m.a. hefur vakið athygli mína í dag er eftirfarandi:
Í athugasemd á vefsíðu var vísað til greinar eftir Þorvald Gylfason, í Lesbók Morgunblaðsins, þar sem hann skrifaði um gott efnahagsástand í Taílandi og hve vel þeir hefðu haldið á sínum málum. Þar má m.a. lesa:
Lífskjarabyltingin í Taílandi er engin tilviljun. Hún er árangur erfiðis. Hún er ávöxtur skynsamlegrar hagstjórnar og heilbrigðs hugarfars. Þrennt stendur upp úr; við skulum stikla á stóru. Taílendingum hefur í fyrsta lagi tekizt að halda verðbólgu í skefjum. Verðbólgan þar nam um 6% á ári að jafnaði frá 1965 til 1994 á móti 26% á ári hér heima til samanburðar. Tiltölulega stöðugt verðlag í Taílandi stuðlaði að mikilli og hagkvæmri fjárfestingu og um leið að örum hagvexti. Fjárfesting í Taílandi hefur meira en tvöfaldazt sem hlutfall af landsframleiðslu síðan 1965: hún jókst úr 19% af landsframleiðslu í 41% frá 1965 til 1994. Hér heima minnkaði fjárfesting hins vegar á sama tíma um næstum helming miðað við landsframleiðslu, eða úr 26% af landsframleiðslu árið 1965 niður í 15% árið 1994, auk þess sem gæðum fjármagnsins hrakaði, m.a. vegna of mikilla afskipta stjórnmálamanna af bönkum og sjóðum og annarra skaðlegra skipulagsbresta. Fjárfesting Taílendinga er að langmestu leyti á vegum einkafyrirtækja, sem hafa arð að leiðarljósi. Hagkvæmni og arður eru ekki blótsyrði þar austur frá.
Taílendingar hafa í annan stað gætt þess vel að haga gengisskráningu myntar sinnar svo, að útflutningur og innflutningur gætu blómstrað. Þannig hefur hlutfall útflutnings af landsframleiðslu hækkað úr 18% upp í 45% frá 1965 til 1994. Hér heima hefur útflutningshlutfallið hins vegar hangið nálægt þriðjungi allan þennan tíma. Það er óeðlilega lágt hlutfall í svo litlu landi.
Fáum mánuðum síðar hófst svo kreppa í Asíu, sem átti einmitt uptök sín í Taílandi, en um hana má lesa á Wikipediu.
Mér fannst líka athyglivert að lesa pínulítinn samanburð á "gamla" og "nýja" hagkerfinu á blogsíðu Kára Sölmundarsonar, á síðunni má lesa samanburð á gjaldeyristekjum frá loðnuveiðum og svo leikjafyrirtækinu CCP. Ég hef heyrt á fleiri en einum stað að þetta tvennt megi leggja að jöfnu.
Kári kemst að annarri niðurstöðu, sem sé að loðnuveiðar skili u.þ.b. 4. sinnum meiri gjaldeyristekjum en CCP. Með þessu er enginn að gera lítið úr frábærum árangri CCP, því vissulega má minna gagn gera heldur en að afla ríflega 2ja milljarða tekna. Það er hins vegar áríðandi í umræðunni að umgengni um staðreyndir sé rétt og réttar tölur og samanburður sé lagður fram.
Þetta er vert að hafa í huga nú þegar krafa er um "Sambandsaðild" er hávær og haft er eftir "Sambandssinnum", að vissulega sé aðild skref afturábak fyrir sjávarútveginn, því neiti enginn.
25.11.2008 | 01:38
Fer IMF fram á það að Lettland aftengi gjaldmiðil sinn frá euroinu?
Það gengur mikið á í veröldinni. Mörg ríki eru í vandræðum, eins og Íslendingum er að fullu kunnugt. Eitt af þeim ríkjum sem komið er í alvarleg vandræði er Lettland.
Gjaldmiðill Lettlands, "latið" er fasttengt euroinu, enda Lettland aðili að ERM2. Þrátt fyrir þá "töfralausn" sem fólgin er í því að lýsa yfir vilja til inngöngu í "Sambandið" og hve "vel" sú yfirlýsing mun hafa reynst Eystrasaltsríkjunum (sjá hér og hér), hefur efnahagur þeirra átt í sívaxandi erfiðleikum undanfarin misseri.
En nú er svo komið í Lettlandi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að búa sig undir að aðstoða landið og lögreglan þar er farinn að handtaka einstakling fyrir að "dreifa orðrómi um hugsanlega gengisfellingu "latsins", sjá hér. Þannig er ástandið í "Sambandsríkinu" Lettlandi sem beitti "töfralausninni" hans Árna Páls Árnasonar alþingismanns.
En nú eru að birtast fréttar (rétt er að taka fram að þær eru ekki staðfestar), þess eðlis að eitt af skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kunni að vera það að Lettlandi gengisfelli gjaldmiðil sinn gagnvart euroinu og jafnvel leggi niður bindinguna.
Þetta má lesa í frétt frá Dow Jones.
Það hlýtur að flokkast undir kaldhæðni örlaganna ef stofnun undir stjórn Dominique Strauss-Kahn leggur stein í götu gjaldeyrissamrunans í "Sambandinu", en auðvitað eru góð ráð dýr í Lettlandi þessa dagana, rétt eins og svo víða annarsstaðar.
Ef af gengisfellingunni verður yrði það ekki bara gríðarlegt áfall fyrir Lettland, heldur myndi það setja gríðarlegan þrýsting á gjaldmiðla Litháen, Eistlands og Búlgaríu, en þeir eru allir fasttengdir við euroið.
Hitt gæti líka verið að Lettneska lögreglan verði að handtaka sívaxandi hóp manna, því orðrómurinn um gengisfellingu virðist ekki gera neitt nema magnast.
En í frétt Dow Jones, segir m.a.
But economists say that the IMF may demand, in exchange for aid, that Latvia devalue its currency to boost export competitiveness.
That would put strong pressure on Lithuania, Estonia and Bulgaria - East European members of the E.U. that also have currencies fixed to the euro, economists say.
"Eventual Fund help might...be conditional on giving up the currency board regime and allowing faster real exchange rate depreciation to rebuild competitiveness," said economists at BNP Paribas SA in a research note.
Citigroup Inc. economist David Lubin said: "The IMF's own credibility was severely damaged as a result of its decision to continue financing Argentina's currency board in the run-up to that country's December 2001 devaluation, and we think it is unlikely that the IMF will want to repeat that mistake."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 19:00
Sambandssinnar hopa
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að sjá að fjöldi "Sambandssinna" skreppu saman á Íslandi. Ennþá er þó meirihluti á meðal þjóðarinnar við aðildina, ef tekið er mið af þessari skoðanakönnun. Það er vissulega miður, en ég hygg að við eigum eftir að sjá frekari breytingu í þessa sömu átt, þegar Íslendingar komast í gegnum versta áfallið og fara að skoða málið betur.
Það hefur enda ýmislegt komið fram nú undanfarið sem ætti að sýna Íslendingum hvers eðlis "Sambandið" er og hvers er að vænta.
En tvær fréttir vöktu athygli mína í dag. Fyrst er hér frétt af Vísi. Þar segir Olli Rehn, einn af kommiserum "Sambandsins" m.a.:
Íslendingar ráða yfir umtalsverðum auðlindum þrátt fyrir efnahagserfiðleikana og lýðræðishefð er sterk á Íslandi, að mati Rehn. ,,Ég hlakka því til að semja við Íslendinga um aðild að ESB."
Hin er á mbl.is, og þar er haft eftir Vilhjálmi Egilssyni, sem hefur er ég best veit verið sannfærður "Sambandssinni", en þar er haft eftir Vilhjálmi, m.a.:
Hann segir að það hafi alltaf legið fyrir að aðild að sjávarútvegsstefnu ESB yrði skref afturábak fyrir íslenskan sjávarútveg. Spurningin sé bara hversu stórt það skref yrði.
Vilhjálmur reynir síðan að draga úr sársaukanum með því að bæta við:
En að sjálfsögðu mundi sjávarútvegurinn, líkt og aðrar greinar, hafa hag af því að taka upp evru, fá efnahagslegan stöðugleika og lægri vexti. Í aðildarviðræðum myndu menn reyna að ná einhverri málamiðlun hvað sjávarútveginn varðar en það verður aldrei hægt að halda því fram að ESB-aðild yrði skref fram á við fyrir sjávarútveginn, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Feitletrun í tilvitnunni hér að ofan er blogghöfundar.
Minnkandi áhugi á ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 18:41
Líklega ætlar Valgerður að stíga niður
Þegar ég les þessa frétt finnst mér liggja beinast við að álykta að Valgerður Sverrisdóttir ætli sér ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknaflokksins heldur stíga niður.
Það hljómar alla vegna ólíklegt að Birkir Jón telji sig eiga möguleika á stöðu varaformanns ef svo væri.
Það að fyrsti og annar þingmaður flokksins í sama kjördæmi komi til með að skipa forystusveit flokksins er verulega ólíklegt og myndi ekki styrkja flokkinn.
Hvort að Birkir Jón verði varaformaður Framsóknar eður ei, læt ég mér í léttu rúmi liggja, en mér þykja það nokkur tíðindi að Valgerður ætli líklega ekki fram.
Hver eða hverjir skyldu þá bjóða sig fram í formanninn?
Páll Magnússon? Siv Friðleifsdóttir? Hverjir fleiri?
Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 06:11
Skuldir, virkjanir, orkuveitur, arðgreiðslur
Það er í sjálfu sér ekki gríðarlegt áhyggjuefni þó að Orkuveita Reykavíkur skili tapi í þessu árferði. Tapið kemur að sjálfsögðu fyrst og fremst (og líklega eingöngu) til af gengistapi, sem vonandi gengur til baka að einhverju eða miklu leyti á næstu misserum.
En það er ástæða til að velta fyrir sér og jafnvel hafa nokkrar áhyggjur af skuldastöðu fyrirtækisins.
Ef ég hef skilið rétt skuldar Orkuveitan nú u.þ.b. 183 milljarða Íslenskra króna. Þó að það virki eins og skiptimynt við hlið skulda helstu viðskiptajöfra landsins, eru þetta háar upphæðir.
En það væri líka fróðlegt að velta því fyrir sér hvernig þessar skuldir eru tilkomnar.
Stærstur hluti þeirra er án ef tilkomin vegna virkjanaframkvæmda sem munu skila arði, enda nokkur hluti þeirrar raforku sem í þeim er framleidd seld í erlendum gjaldeyri.
Einhver hluti er tilkominn vegna umdeilanlegra uppkaupa á orkufyrirtækjum um um allt suðvesturhorn Íslands. Það væri fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn tæki saman hvað OR hefur fjárfest fyrir stórar upphæðir í slíkum fyrirtækjum. Það voru nefnilega ekki eingöngu fyrirtæki í einkaeigu, sem fengu nokkurs konar "groupæði" og voru fullviss um að því stærra væri því betra.
Síðast en ekki síst væri fengur að því fyrir Íslendinga að vita hvað háar fjárhæðir Orkuveitan hefur verið látin greiða í arð, ja t.d. síðastliðin 15. ár, til Borgarsjóðs Reykjavíkur. Þær upphæðir þekki ég ekki, en veit þó að mörg árin námu arðgreiðslurnar milljörðum.
Milljörðum sem nýttust þá Orkuveitunni ekki til fjárfestinga, heldur varð hún að slá erlend lán til þeirra.
Þess vegna er Orkuveitan miklu skuldsettari nú í dag heldur en nauðsyn bæri til. Eldri syndir hitta skattgreiðendur alltaf fyrir, fyrr eða síðar.
Tæplega 40 milljarða halli af rekstri Orkuveitunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 04:59
Því meira sem þú skuldar, því meira viljum við að þér sé gefið?
Hér finnst mér Viðskiptaráð feta sig inn á verulega hála braut.
Í fyrsta lagi hljómar það ákaflega ankannalega í mín eyru að að það þurfi að gefa "afslátt" af ábyrgð stjórnenda í þessu árferði. Það er alveg sama hvort að það er krepa eða ekki kreppa, það þarf að framfylgja lögum og einstaklingar sem og stjórnendur þurfa að axla ábyrgð.
Hvaða lögum ætti annars að gefa "afslátt" af? Ættu stjórnendur að losna við ábyrgð á því að hnupa örlítið af virðisaukaskatti, eða örlítið af staðgreiðslunni, eða hvað er Viðskiptaráð að tala um?
Auðvitað eiga lög að gilda nú, eftir sem áður.
Sömuleiðis lýst mér illa á almenna niðurfærslu skulda hjá fyrirtækjum. Vissulega yrði það "tímasparnaður", en mér sýnist að nýju bankarnir hafi nóg af starfsfólki.
Auðvitað á ekki að verðlauna skuldsettustu fyrirtækin. Skuldaniðurfærslu á ekki að dreifa eins og karamellum. Sú lenska að leggja fram lítið sem ekker eigiðfé og skuldsetja fyrirtæki eins og mögulegt er, er einmitt eitt af vandamálunum sem eru til staðar.
Mörg þeirra fyrirtækja sem spruttu upp í "lánaveislunni" eiga heldur ekkert betra skilið en að fara í gjaldþrot. Þau eiga einfaldlega ekki tilverugrundvöll í heilbrigðara efnahagslífi.
Segjum nei við hugmyndum um fyrirfram afskriftir, segjum nei við fyrirfram sakaruppgjöf.
Neytendur og stjórnendur í sameiningu munu velja þau fyrirtæki sem lifa, þannig á það að vera.
Ef fyrirtækin eiga sér rekstrargrundvöll, koma kaupendur fram.
Vilja alhliða niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 18:46
Þakkir til stjórnarandstöðunnar
Ég held að það beri að þakka stjórnarandstöðunni fyrir þessa þingsályktunartillögu. Hún er þarfaverk. Það er afar mikilvægt að það komi skýrt fram á Alþingi hvaða alþingismenn styðja ríkisstjórnina og hverjir ekki.
Réttast væri að fram færi nafnakall.
Þetta gefur Samfylkingarþingmönnum og ráðherrum ágætis tækifæri til að ákveða hvort að þeir vilji styðja ríkisstjórnina til áframhaldandi verka, eða efna til kosninga.
Ég held reyndar stjórnarandstaðan hefði komið sterkari út með því að leggja fram þingsályktunartillögu um að efnti yrði til kosninga í vor, en það er önnur saga.
En þetta er líka ágætis punktur til að staldra við fyrir almenning. Hugsa aðeins um hvað hver og einn vill og hverja þeir vilja sjá við stjórnvölinn.
Sjálfur sagði ég hér að blogginu fyrir nokkru að mér þætti ekki óeðlilegt að kosið yrði haustið 2009 eða vorið 2010.
Margir virðast vera að kalla eftir nýju afli (eða öflum) í pólítíkina á Íslandi. Það er ekki ólíklegt að það gerist, en mér þykir ótrúlegt að slíkt afl myndi ná verulegum árangri.
Fyrir það fyrsta hættir slíkum öflum til að fyllast af "the Usual kverúlants" og ef til vill ekki síður þá hafa núverandi stjórnmálaflokkar það mikið forskot með öruggri fjármögnun hins opinbera að erfitt er að berjast á móti þeim.
Það er eitthað sem segir mér að það komi ekki fram tillaga á Alþingi um að þær upphæðir verði skornar niður nú í kreppunni.
P.S. Svo er auðvitað hægt að taka "Aliber" á þetta, draga út alþingismenn og ráðherra úr þjóðskránni. En líklega kemur ekki fram þingsályktunartillaga um slíkt.
Vantrauststillaga komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |