Skuldir, virkjanir, orkuveitur, arðgreiðslur

Það er í sjálfu sér ekki gríðarlegt áhyggjuefni þó að Orkuveita Reykavíkur skili  tapi í þessu árferði.  Tapið kemur að sjálfsögðu fyrst og fremst (og líklega eingöngu) til af gengistapi, sem vonandi gengur til baka að einhverju eða miklu leyti á næstu misserum.

En það er ástæða til að velta fyrir sér og jafnvel hafa nokkrar áhyggjur af skuldastöðu fyrirtækisins. 

Ef ég hef skilið rétt skuldar Orkuveitan nú u.þ.b. 183 milljarða Íslenskra króna.  Þó að það virki eins og skiptimynt við hlið skulda helstu viðskiptajöfra landsins, eru þetta háar upphæðir.

En það væri líka fróðlegt að velta því fyrir sér hvernig þessar skuldir eru tilkomnar.

Stærstur hluti þeirra er án ef tilkomin vegna virkjanaframkvæmda sem munu skila arði, enda nokkur hluti þeirrar raforku sem í þeim er framleidd seld í erlendum gjaldeyri.

Einhver hluti er tilkominn vegna umdeilanlegra uppkaupa á orkufyrirtækjum um um allt suðvesturhorn Íslands.  Það væri fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn tæki saman hvað OR hefur fjárfest fyrir stórar upphæðir í slíkum fyrirtækjum.  Það voru nefnilega ekki eingöngu fyrirtæki í einkaeigu, sem fengu nokkurs konar "groupæði" og voru fullviss um að því stærra væri því betra.

Síðast en ekki síst væri fengur að því fyrir Íslendinga að vita hvað háar fjárhæðir Orkuveitan hefur verið látin greiða í arð, ja t.d. síðastliðin 15. ár, til Borgarsjóðs Reykjavíkur.  Þær upphæðir þekki ég ekki, en veit þó að mörg árin námu arðgreiðslurnar milljörðum. 

Milljörðum sem nýttust þá Orkuveitunni ekki til fjárfestinga, heldur varð hún að slá erlend lán til þeirra. 

Þess vegna er Orkuveitan miklu skuldsettari nú í dag heldur en nauðsyn bæri til.  Eldri syndir hitta skattgreiðendur alltaf fyrir, fyrr eða síðar.


mbl.is Tæplega 40 milljarða halli af rekstri Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband