Þakkir til stjórnarandstöðunnar

Ég held að það beri að þakka stjórnarandstöðunni fyrir þessa þingsályktunartillögu.  Hún er þarfaverk.  Það er afar mikilvægt að það komi skýrt fram á Alþingi hvaða alþingismenn styðja ríkisstjórnina og hverjir ekki.

Réttast væri að fram færi nafnakall.

Þetta gefur Samfylkingarþingmönnum og ráðherrum ágætis tækifæri til að ákveða hvort að þeir vilji styðja ríkisstjórnina til áframhaldandi verka, eða efna til kosninga.

Ég held reyndar stjórnarandstaðan hefði komið sterkari út með því að leggja fram þingsályktunartillögu um að efnti yrði til kosninga í vor, en það er önnur saga.

En þetta er líka ágætis punktur til að staldra við fyrir almenning.  Hugsa aðeins um hvað hver og einn vill og hverja þeir vilja sjá við stjórnvölinn.

Sjálfur sagði ég hér að blogginu fyrir nokkru að mér þætti ekki óeðlilegt að kosið yrði haustið 2009 eða vorið 2010.

Margir virðast vera að kalla eftir nýju afli (eða öflum) í pólítíkina á Íslandi.  Það er ekki ólíklegt að það gerist, en mér þykir ótrúlegt að slíkt afl myndi ná verulegum árangri.

Fyrir það fyrsta hættir slíkum öflum til að fyllast af "the Usual kverúlants" og ef til vill ekki síður þá hafa núverandi stjórnmálaflokkar það mikið forskot með öruggri fjármögnun hins opinbera að erfitt er að berjast á móti þeim. 

Það er eitthað sem segir mér að það komi ekki fram tillaga á Alþingi um að þær upphæðir verði skornar niður nú í kreppunni.

P.S.  Svo er auðvitað hægt að taka "Aliber" á þetta, draga út alþingismenn og ráðherra úr þjóðskránni.  En líklega kemur ekki fram þingsályktunartillaga um slíkt. 


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband