Líklega ætlar Valgerður að stíga niður

Þegar ég les þessa frétt finnst mér liggja beinast við að álykta að Valgerður Sverrisdóttir ætli sér ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknaflokksins heldur stíga niður.

Það hljómar alla vegna ólíklegt að Birkir Jón telji sig eiga möguleika á stöðu varaformanns ef svo væri. 

Það að fyrsti og annar þingmaður flokksins í sama kjördæmi komi til með að skipa forystusveit flokksins er verulega ólíklegt og myndi ekki styrkja flokkinn.

Hvort að Birkir Jón verði varaformaður Framsóknar eður ei, læt ég mér í léttu rúmi liggja, en mér þykja það nokkur tíðindi að Valgerður ætli líklega ekki fram.

Hver eða hverjir skyldu þá bjóða sig fram í formanninn?

Páll Magnússon?  Siv Friðleifsdóttir?  Hverjir fleiri?


mbl.is Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband