Stutt ráðgjöf

Það hlýtur að vekja athygli þegar efnahagsráðgjafi forsætisráðherra vinnur ekki þann tíma sem talað var um, en kýs að hverfa úr starfi.

Hins vegar er starf forsætisráðherra ekki auðvelt á tímum sem þessum og margar erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka.  Þegar um samsteypustjórnir er að ræða vandast málið svo enn frekar.

Persónulega tel ég ekkert vandamál þó að ráðgjafi og forsætiráðherra séu ekki alltaf sammála, því eðli málsins er að ráðgjafinn gefur álit, en forsætisráðherra tekur ákvörðunin og ber á henni pólítíska ábyrgð.  Ráðgjafinn ber í raun enga ábyrgð, nema að leggja fram það sem hann telur best.

Því er oft gott að hafa fleiri en einn ráðgjafa og hlusta á það sem þeir segja, en ábyrgðina leggst ekki á þá, þeir eru ráðgjafar en ekki stjórnendur.

Ég er þess fullviss að Tryggvi hafði margt gott fram að færa og tel því eftirsjá að honum, en ef menn geta ekki starfað saman, þá verður svo að vera.


mbl.is Tryggvi: Ekkert persónulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband