Stuðningur, en til hvers?

Cartoon 415137aAuðvitað ber að fagna öllum stuðningi sem Íslendingar fá. Auðvitað eiga Íslendingar margar og góðar vinaþjóðir í "Sambandinu".  Þar ber fyrst að nefna Norðurlöndin, en Eystrasaltsríkin og önnur ríki í Austur Evrópu bera ekki síður hlýjan hug til Íslands.  Það sama má segja um mörg önnur lönd.

En Íslendingar þurfa ekki hvað síst stuðning til þess að takast á við afleiðingar árásar súperhetju "Sambandsins" "Flash Gordon" á landið.  Tjónið var vissulega mikið fyrir, en Gordon Brown kaus að snúa hnífnum í sárinu.

Ég veit ekki hvað á að segja um vangaveltur eins og sjá má á vefsíðu The Times í dag:

The Government’s call to E&Y at the weekend comes as the retail magnate Sir Philip Green seeks ministerial support to help him to buy Baugur, whose assets include House of Fraser, a stake in Debenhams and high street chains, including Whistles and Karen Millen.

It is understood that Sir Philip has approached Gordon Brown, Lord Mandelson, the Business Secretary, and Treasury officials to ask them to support his move for Baugur. He wants assurances that if he buys assets from the Icelandic Government he will not have to deal with the International Monetary Fund (IMF) if Iceland, as expected, turns to the IMF to stave off national bankruptcy.

Sources said that Sir Philip and rival bidders for Baugur’s assets - including Alchemy, Permira and TPG - fear that the IMF could try to claw back businesses sold by the Icelandic Government if the country went into default.

Íslendingar hafa verið aðilar að EES (EEA) í mörg ár, það kom ekki í veg fyrir þessa árás Breta á landið þegar það mátti síst við því.  Líklega hefur Breski verkamannaflokkurinn (hvílík öfugmæli) meiri áhyggjur af því hvort að vinveittur kaupsýslumaður skyldi bera einhvern skaða, en hvort að Ísland tapi einhverjum hundruðum milljarða.

Ég veit ekki hvers kyns aðstoð eða stuðning "Sambandið" vill, eða hefur í hyggju að veita Íslendingum, það á líka eftir að sjá hvort að slíkur stuðningur verður samþykktur.  En Íslendingum veitir ekki af vinum og auðvitað eigum við ekki á slá á neina útrétta hönd, en mér er til efs að við eigum að þiggja aðstoð sem felur hugsanlega í sér að við afsölum okkur t.d. lagalegum rétti.

Besta aðstoðin sem "Sambandið" gæti veitt Íslendingum væri við að koma böndum á Brown.  Að "Sambandið" fordæmi beitingu hryðjuverkalaga og lýsi slíkt lögleysu.

Eru menn bjartsýnir á slíkt?

Hvaða merkingu væri hægt leggja í setninguna:

„Ráðherraráðið lýsir yfir samstöðu við aðgerðir Íslands... sem þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins," segir í uppkastinu, sem Reutersfréttastofan hefur undir höndum. 

Hvaða aðgerðir?


mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband