Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
7.4.2007 | 07:27
Massa tímatökur
Það var óneitanlega nokkuð ljúft að horfa á Ferrari taka annan pólinn í röð, sitthvorn ökumanninn, nú rétt í þessu.
Það er heldur ekki ónýtt að sjá pólinn skipta 3. um hendur á síðustu sekúndunum. Þannig á þetta auðvitað að vera.
En keppnin á morgun verður líklega hörkuspennandi, ráspóllinn segir lítið, það verða líklega keppnisáætlanirnar sem ráða úrslitum eins og oft áður. Hver er með mest bensín og getur keyrt lengra inn í keppnina, heldur vélin hjá Kimi o.sv.frv.
En ég er bjartsýnn á Ferrari sigur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 03:32
Föstudagurinn góði
Hér í Kanada (og hinum Enskumælandi heimi) er ekki haldið upp á föstudaginn langa, heldur föstudaginn góða (Good Friday). Dagurinn hefur enda verið ákaflega góður og þægilegur, þó að ekki sé hægt að segja að fasta hafi tengst honum, alla vegna ekki hér að Bjórá.
Eins og alla aðra daga var farið snemma á fætur, síðan komu gestir í síðbúinn hádegismat, snæddar fylltar grísalundir, og heimagerður ís, Foringinn og dóttir gestanna, Eneli leituðu síðan að páskaeggjum í garðinum. Þar höfðu Kinderhænur verpt einum 6 eggjum þannig að þau voru nokkuð sátt við eftirtekjuna.
Þessi heiðni siður, að leita að eggjum, eða snæða súkkulaðiegg truflaði hina sannkristnu íbúa Torontoborgar ekki neitt, alla vegna komu engar kvartanir.
Reyndar eru Torontobúar flestir ákaflega umburðarlyndir, enda hér að finna einstaklinga af öllum hugsanlegum (og líklega óhugsanlegum) trúarbrögðum og trúleysingar eru hér víst fjölmennir líka. Þannig hyggur hver að sínu og allir eru þokkalega sáttir.
Sá fjöldi sem fer í kirkju unir hag sínum vel, en lætur sér í réttu rúmi liggja þó að aðir sitji á pöbbnum, eða skemmti sér í heimahúsum. Þannig á það að vera.
Nú sit ég svo fyrir framan tölvuna og bíð eftir því að tímatökurnar fari að hefjast, aðrir fjölskyldumeðlimir eru komnir í rúmið.
5.4.2007 | 03:27
Af álfum og Alcan
Það er ekki hægt að segja að atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði um síðustu helgi hafi vakið mikla athygli hér í Kanada, en nóg samt til þess að stuttar fréttir eru ritaðar um málið, enda Alcan Kanadískt fyrirtæki, með höfuðstöðvar sínar í Montreal.
Einhvern veginn virðast fjölmiðlar hér ekki taka þessa atkvæðagreiðslu mjög alvarlega og fá álfar hér um bil jafn mikið pláss í frétt The Globe and Mail og ál.
En í frétt Globe and Mail má lesa eftirfarandi:
"Perhaps the company didn't campaign hard enough among the Hidden Folk.
The votes of 88 Icelanders who live in a tiny, apparently elf-inhabited municipality near the windswept country's capital, appear to have blocked a $1.2-billion (U.S.) smelter project planned by aluminum giant Alcan Inc.
In a referendum held over the weekend, people in the seaside town of Hafnarfjordur voted 50.3 per cent against allowing the government to move a highway and rezone land as part of a planned expansion of the company's ISAL smelter."
"The company will now have to go back to the drawing board and perhaps resubmit a new project plan to Hafnarfjordur if it still wants to boost capacity at the facility, which is Iceland's oldest smelter and has been in operation since 1969.
"It is indicative of the world as a whole, where large industrial projects are not easily accepted by local communities," said Victor Lazarovici, an analyst with BMO Nesbitt Burns Inc. in New York.
However, Hafnarfjordur, whose name simply means "harbour fjord," is no stranger to commerce. It has seen business conducted at its port since the 1300s.
According to local folklore, the town also has one of Iceland's largest settlements of elves, dwarves and other mystical beings. It is said that whole clans of Hidden Folk live in the rocks near the town's centre.
According to a local tourist website, stories abound of instances where new roads or housing developments were under construction and strange happenings took place.
There is no evidence that the Hidden Folk were opposed to the smelter expansion. Indeed, the Icelandic government's practice of giving foreign aluminum companies access to cheap hydroelectric and geothermal power to run their smelters has erupted into a national debate."
Fréttina má finna í heild hér.
Og hér er svo frétt The Toronto Star, en hún er frekar snubbótt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2007 | 02:48
Tilætlunarsemi ríkiskirkjunar
Það er dæmi um það ofríki sem ríkiskirkjumenn virðast gjarna vilja tileinka sér að fara fram á að þar sem þeir séu að halda dag hátíðlegan, sé það skylda allra annnara að gjöra slíkt hið sama.
Að sjálfsögðu halda kristnir menn upp á föstudaginn langa (ég kann nú reyndar mun betur við Enska heitið Föstudagurinn góði), en það er ekki þar með sagt að allir aðrir þurfi að gera það líka. Ég reikna ekki með því að mikið að strangkristnu fólki mæti á þennan atburð, en trúleysingar og þeir sem aðhyllast aðra siði geta án efa hugsað sé að hlæja hátt og skella sér á lær þennan dag sem aðra. Persónulega get ég ekki séð að það eigi að þurfa að skemma helgina að neinu leyti fyrir þeim sem kristnir eru.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé heillaríkara að huga að því sem maður sjálfur gerir, en hafa sífellt áhyggjur af háttalagi annara.
Þetta minnir á það að auðvitað er svo heillaríkast að aðskilja ríki og kirkju.
Fáránlegt að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 02:38
Ferðaiðnaður og virkjanir
Það er býsna oft sem ég heyri talað um að það að gera út á "túrhesta" og virkjanir fari ekki saman. Á mörgum er að skilja að Íslendingar verði að velja annað hvort.
Líklega verður að gera ráð fyrir því að þeir sem svo tali hafi aldrei komið í eða heyrt af Bláa lóninu.
4.4.2007 | 14:06
Valdamiklir Hafnfirðingar
Atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði, sem haldin var um síðustu helgi var um margt athygliverð. Þátttakan var stórkostleg og munurinn gat vart verið minni.
En það er ekki síður athyglivert að lesa um hvað hinir ýmsu spekingar telja að Hafnfirðingar hafi verið að greiða atkæði um.
Talsvert algengt virðist vera að menn telji að Hafnfirðingar hafi verið að greiða atkvæði með algeru stóriðjustoppi og því að ekki verði frekar virkjað á Íslandi.
Næstum því jafn algengt virðist vera að menn telji að atkvæðagreiðslan hafi snúist upp í það að nú sé komið að því að byggja álver á Húsa- eða í Helguvík.
Ennfremur hafa spurst út þær skoðanir að vegna atkvæðagreiðslu Hafnfirðinga geti ríkissjóður ráðist í borun Vaðlaheiðarganga.
Það er ekki spyrja að þeim völdum sem Hafnfirðingum hafa verið færð.
Ég sem hélt í einfeldni minni (eins og bæjarstjórinn í Hafnarfirði) að kosningin snérist um deiliskipulag. Hvort að "Álverinu" yrði heimilt að nýta þá lóð sem Hafnarfjarðarbær hafði verið svo vinsamlegur að selja því.
Svona er hægt að misskilja hlutina.
1.4.2007 | 08:49
Í góðsemi (pólitík) þar vega þeir hver annan
Það hefur verið nokkuð rætt um það að undanförnu að þessi eða hinn flokkurinn ráðist eingöngu á suma flokka og hlífi öðrum, nú eða að einstaka stjórnmálamenn verði fyrir "einelti" og eins og oft áður sýnist sitt hverjum.
Persónulega finnst mér þetta ekkert til að gera veður út af nema síður sé, mér finnst þetta allt svo rökrétt.
Það er til dæmis talað um að VG hamri á Framsóknarflokknum en skjóti ekki mikið á Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þykir mér í sjálfu sér eðlilegra. Þó að það hafi reyndar margoft komið fram að VG séu ósammála Sjálfstæðisflokknum í flestu, þá er það einfaldlega svo að möguleikarnir á því að snúa kjósendum Framsóknarflokksins til að kjósa VG eru margfaldir sé miðað við kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Það er einfaldlega staðreynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá.
Það er engin tilviljun að VG er stærsti flokkurinn (í nýjustu skoðanakönnunum) í Norð-Austurkjördæminu, þar sem Framsóknarflokkurinn var stærstur áður.
Það sama gildir auðvitað um Sjálfstæðisflokkinn, hann á ekki mikla möguleika á því að heilla til sín kjosendur VG.
Það er eins með það sem sumir ganga svo langt að kalla "einelti" á stjórnmálamönnum. Samfylkingin talar um slíkt gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu.
Það er einfaldlega svo að menn reyna að "höggva" þar sem þeir halda að það beri árangur. Ég held að flestir myndu álykta að það hefði gengið bærilega hvað Ingibjörgu varðar.
Nákvæmlega sömu söguna var að segja með Halldór Ásgrímsson, nema hann fékk að mínu mati heldur harkalegri útreið, en hún virkaði.
Davíð Oddsson fékk líka að kenna á þessum meðulum, ekki minna nema síður sé. Hann var vinsælasti stjórnmálamaður landsins, en líka einn sá óvinsælasti. Því vissu andstæðingarnir að jarðvegurinn var til staðar.
Þannig gerast kaupin á pólitísku eyrinni, menn sækja þangað og á þá sem þeir þykjast sjá færi í. Það er eðlilegasti hlutur og lyktar oft af "spuna" þegar verið er að reyna að fullyrða annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2007 kl. 04:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 05:08
Þorrablót í Toronto
Öll fjölskyldan fór á "Þorrablót" í kvöld. Eins og ég hef reyndar minnst á áður hér á blogginu, þá er það siður hér í Toronto að "Þorrablót" er haldið í endann mars eða byrjun apríl. Því verður ekkert haggað. (Það minnir mig reyndar á það að nú er ég búinn að blogga í rúmlega ár, því með fyrstu færslum sem ég setti inn var færsla um Þorrablótið í fyrra).
Aðsóknin var með ágætum, eða fast að 200 manns og létu menn vel af sér.
Jóhanna Sigrún Sóley fór á kostum, Leifur Enno skemmti sér manna best, maturinn var ljómandi, rauðvínið ágætt, Reyka vodki á boðstólum og meira að segja hákarl fyrir þá sem hafa bragðlauka fyrir slíkt.
Að sjálfsögðu var ýmislegt sér til gamans gert, þó að hið fornkveðna, maður er manns gaman hafi spilað stærstu rulluna. En það voru afhentir skólastyrkir, þögult uppboð fór fram, föndur og söguhorn voru fyrir börnin og síðast en ekki síst þá spiluðu og sungu Sigrún Haraldsdóttir og Michael (ég náði bara ekki eftirnafninu) félagi hennar, nokkur lög, bæði Íslensk og erlend. Frábært atriði.
Ég tók mér það bessaleyfi að setja hér inn upptöku sem ég gerði af söng þeirra, en þar eru þau að flytja (ef ég man rétt) lag og texta eftir Magnús Þór Sigmundsson. Ég bið þó þó sem á horfa að hafa í huga að upptakan er gerð á litla Canon myndavél og sömuleiðis virðist "syncið" eitthvað hafa farið úr skorðum þegar ég flutti þetta yfir á YouTube. En þetta er svona tilraun að setja þetta hér inn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 04:22
Eldfjallaþjóðgarður og Hoover stíflan
Þó að ég sé fyllilega þess fylgjandi að stofnaður sé Eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesi, hann gæti sem best innihaldið nokkrar háhitavirkjanir til þess að sýna hvernig hitinn er nýttur, þá finnst mér varhugavert að taka tölur um aðsókn og hagnað frá Hawaii og heimfæra þær nokkuð hráar yfir á Ísland.
Er það ekki sambærilegt við að Landsvirkjun myndi fullyrða að milljón manns muni koma og skoða Kárahnjúkastífluna, bara af því að sá fjöldi kemur að skoða Hoover stífluna?
Persónulega verð ég að segja að mér finnst þessi málflutningur ekki trúverðugur eða til fyrirmyndar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)