Tilætlunarsemi ríkiskirkjunar

Það er dæmi um það ofríki sem ríkiskirkjumenn virðast gjarna vilja tileinka sér að fara fram á að þar sem þeir séu að halda dag hátíðlegan, sé það skylda allra annnara að gjöra slíkt hið sama.

Að sjálfsögðu halda kristnir menn upp á föstudaginn langa (ég kann nú reyndar mun betur við Enska heitið Föstudagurinn góði), en það er ekki þar með sagt að allir aðrir þurfi að gera það líka.  Ég reikna ekki með því að mikið að strangkristnu fólki mæti á þennan atburð, en trúleysingar og þeir sem aðhyllast aðra siði geta án efa hugsað sé að hlæja hátt og skella sér á lær þennan dag sem aðra.  Persónulega get ég ekki séð að það eigi að þurfa að skemma helgina að neinu leyti fyrir þeim sem kristnir eru.

Ég er þeirrar skoðunar að það sé heillaríkara að huga að því sem maður sjálfur gerir, en hafa sífellt áhyggjur af háttalagi annara.

Þetta minnir á það að auðvitað er svo heillaríkast að aðskilja ríki og kirkju.

 

 

 


mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband