Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
12.4.2007 | 04:10
Af kosningafundum - Stöð 2 að gera mun betur en RUV
Ég hef verið að rembast við að horfa á kosningafundina sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á af miklum myndarskap á netinu.
Ég get nú ekki sagt að mér finnist neinn hafa unnið mikla sigra þar og að sama skapi hafa ósigrarnir ekki verið stórir. Stjórnmálaforingjarnir hafa komist þokkalega frá sínu, engin stór afglöp hafa litið dagsins ljós og engum sérstaklega stórum trompum spilað út.
Það fara líklega allir heldur varlega, enda oft verið sagt að nær engin leið sé að vinna kosningar á fundum sem þessum, en auðveldlega hægt að tapa þeim.
Ég verð þó að segja að mér finnst þættir Stöðvar 2 koma mun betur út. Ekki það að spyrlar á báðum stöðum standa sig ágætlega, þó að vinningurinn fari frekar í átt til Stöðvar 2. Það sem dregur RUV fundina fyrst og fremst niður að mínu mati er hið mislukkaða "borgarafundsform".
Það er ámátlegt að horfa upp á frambjóðendurnur og einhverjar "plöntur" flokkanna stand þar upp og vera með fyrirspurnir. Það var líka ámátlegt í RUV þættinum að sjá labbað um á Selfossi vegfarendur spurðir þar um landbúnaðarmál. Er það sérmál Selffyssinga?
Trompið hjá Stöð 2 er svo líklega Egill, hann nær því sem næst alltaf að búa til skemmtilegar umræður og er oft býsna lunkinn að koma með nýja fleti og sjónarhorn.
12.4.2007 | 03:50
Lang stærsti blóraböggulinn
Það hefur mátt skilja það á mörgum að framkvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði beri ábyrgð flestu því sem afvega hefur farið á undanförnum árum. Öll þenslan, háu vextirnir, aðstreymi útlendinga, hátt gengi krónunnar, slök staða sumra "sprotafyrirtækja", erfiðleikar útflutningsfyrirtækja og ýmislegt annað hefur aflega farið vegna framkvæmdanna fyrir Austan.
Vissulega eru framkvæmdirnar stórar og lántökurnar tengdar þeim sömuleiðis. En, stærstur partur af lántökunum fer beint úr landi aftur (ef hann kemur nokkurn tíma til Íslands) þegar féð er notað til að greiða verktökum, vélasamstæður og annað slíkt. Sömuleiðis hefur fjöldi þeirra Íslendinga sem vinnur við framkvæmdina verið mun minni heldur en reiknað með, sem enn dregur úr þeim upphæðum sem verða eftir í landinu.
Vissulega er þó sitt hvað umleikis fyrir Austan, það þarf að kaupa mat í mannskapinn (líklega hefur Íslenskur landbúnaður notið þar góðs af svo dæmi séu tekin), salan í Ríkinu fyrir Austan hefur líklega aukist og sömuleiðis hefur ýmis þjónustuiðnaður notið góðs af. Þannig verður vissulega þónokkuð eftir, en að mínu mati minna en margir hafa viljað halda fram.
Mér er til dæmis sagt að á meðan við framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun stóðu sem hæst, hafi mun fleiri Íslendingar verið að störfum þar en við Kárahnjúka (hér verð ég að viðurkenna að ég hef engar heimildir að leggja fram). En hvaða stjórnmálaflokkar stjórnuðu þeirri uppbyggingu? Ef til vill þeir sömu sem mest tala um þensluáhrifin fyrir Austan?
Sömuleiðis stóðu yfir virkjanaframkvæmdir á Suðurnesjum.
En það er auðvitað þægilegra að tala um framkvæmdirnar fyrir Austan.
Hvernig er staðan í dag, hvað er hátt hlutfall af þeim útlendingum sem vinna á Íslandi að störfum fyrir Austan?
Á undanförnum árum hefur krafturinn í byggingaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu verið með eindæmum og bankarnir hafa stóraukið útlán sín á því sviði, sem og öðrum.
En það er auðvitað þægilegra að tala um framkvæmdirnar fyrir Austan.
Staðreyndin er sú að þenslan hefur að stærstum hluta átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu, þar vantar flest fólk til starfa, þar hefur launaskriðið verið mest og uppbyggingin hröðust.
Verðbólgan fór ekki af stað vegna þess hve gríðarlega húsnæði hækkaði út á landsbyggðinni, né heldur vegna þess að þjónustufyrirtæki þar yrðu að hækka vörur sínar og þjónustu vegna aukins launakostnaðar.
En hvað hefði átt að gera?
Það er erfitt að eiga við hagsveiflur, og því minna þarf til að koma þeim af stað sem hagkerfin eru minni. Mikið afl hefur verið í Íslensku efnhagslífi undanfarin ár, en því miður því sem næst eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa farið í fararbroddi bankarnir, sem eftir einkavæðingu hafa bókstaflega sprungið út.
Hefði hið opinbera átt að takmarka starfsemi þeirra til að hafa hemil á þenslunni? Held ekki.
Hefði hið opinbera átt að reyna hindra uppbyggingu orkuvera á SuðVestur horninu þangað til hægðist um? Held ekki.
Hefði hið opinbera átt að draga fæturna hvað varðar samninga varðandi Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði? Held ekki.
Sem betur fer minnkar hættan á því að stórar sveiflur verði, eftir því sem hagkerfið verður stærra og fleiri stoðum undir það rennt. En ég er samt hræddur um að þetta sé ekki síðasta hagsveiflan sem Íslendingar eiga eftir að upplifa, að allt eigi eftir að renna hægt upp á við hér eftir. Held ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 04:00
Að greiða niður fortíðina og byggja í haginn fyrir framtíðina
Það hefur verið mikil umræða á Íslandi undanfarnar vikur um hve stóran hlut hið opinbera er farið að taka til sín af þjóðarkökunni.
Það er að mörgu leyti rétt umræða og hefði núverandi ríkisstjórn mátt huga meira að skattalækkunum og niðurfellingum á öðrum gjöldum. Sömuleiðis hefði mátt hafa útgjaldaaðhaldið mun stífara.
Það er þó ýmislegt sem rétt er að hafa í huga við þessa umræðu.
Í fyrsta lagi er það hvernig hlutfall ríkis og sveitarfélaga hefur breyst, sveitarfélögin taka til sín æ meira fjármagn, sem er þó auðvitað að hluta til eðlilegt, því almenningur gerir miklar kröfur til þeirra (að mínu mati gjarna um of).
Hitt er svo ekki síður vert að hafa í huga þegar rætt er um tekjur ríkissjóðs, sem er hve vel núverandi ríkisstjórn hefur gengið fram í því að lækka skuldir ríkissjóðs.
Það er réttilega sagt að þegar ríkissjóður safnar skuldum (í stað þess að draga saman, eða hækka skatta) sé það skattlagning á framtíðinni, framtíðinni er ætlað að borga rekstur dagsins.
Þannig var staðan á Íslandi um langt árabil, ríkissjóður safnaði æ meiri skuldum og sendi reikinginginn til framtíðar. Það er þennan hallarekstur fyrri ára sem Íslendingar eru að hluta til að greiða með sköttum sínum í dag.
Sem betur fer er staðan í dag allt önnur, og risavaxnar fjárhæðir sem ella færu í vaxtagreiðslur er nú hægt að nota í annað.
Þess vegna er staðan bjartari nú en áður og tími til að huga að frekari skattalækkunum, en nauðsyn þess að draga saman útgjöldin er ennþá til staðar.
11.4.2007 | 03:30
Fagra Keilisnes
Já þeir eru margir sem líst vel á að byggja álver á Keilisnesi janft innan Samfylkingar sem utan, bygging álvers þar enda gamall "kratadraumur".
En Jón verður ekki á þingi á næstu kjörtímabili til að leggja þessu máli lið, en svo er líka spurningin hvort að ekki sé rétt að hafa kosningu á meðal íbúa í Vogum.
Er ekki jafn sjálfsagt að þeir geti kosið álver í Voga, nú eða hafnað því, og að Hafnfirðingar gátu kosið um stækkun.
En spurningin er líka sú, eru allir þeir sem fögnuðu ákvörðun Hafnfirðinga séu reiðubúnir til að standa með íbúum Voga, ef þeir myndu greiða atkvæi með byggingu álvers, og styðja þá þá framkvæmd?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 02:10
... and that's what gets results.
Ég get ekki að því gert að mér þykir það dulítið skondið að fylgjast með Samfylkingarfólki þessa dagana. Mér var að vísu ungum kennt að það væri ekki til fyrirmyndar að gleðjast yfir óförum annara, en ég er ekki viss að að það gildi í pólitík.
En Samfylkingin á erfitt uppdráttar þessa dagana og Ingibjörg nýtur ekki vinsælda hjá landsmönnum, það er alveg sama hvað hún og Samfylkingarmenn "spinna vefinn", það er ekki hægt að líta fram hjá þessari staðreynd.
Og þó að Ingibjörg reyni að flissa og tala um að hún sé eðlilega óvinsæl hjá Sjálfstæðisfólki fyrir að hafa sigrað í Borginni 3svar sinnum, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að hún er óvinsæl hjá Framsóknarfólki, hátt í 40% af VG stuðningfólki treystir henni ekki, og hjá stuðningsfólki annara flokka er yfir 50% hlutfall sem ber ekki hlýjan hug til hennar. Þó starfaði hún með Framsókn og VG í borginni, en sigraði þá ekki. Hún er einfaldlega einn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Punktur.
En æ oftar þessa dagana, þegar ég heyri minnst á Ingibjörgu og Samfylkinguna, þá dettur mér í hug lagið "It Aint What You Do, It´s The Way That You Do It", sem Fun Boy Three ásamt Bananarama gáfu út á plötu fyrir u.þ.b. 25 árum. Stórskemmtilegt lag.
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
And that's what gets results
You can try hard, don't mean a thing
Take it easy, then your jive will swing
It ain't what you do, it's the place that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
And that's what gets results
Do-do-do-do-do-do do-do do do
Do-do-do-do-do-do do-do do do
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
I thought I was smart but I soon found out
I didn't know what life was all about
But then I learnt, I must confess
That life is like a game of chess
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
And that's what gets results
You can try hard, don't mean a thing
Take it easy, then your jive will swing
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
11.4.2007 | 01:55
Þjóðfélag flatneskjunnar?
Auðvitað er enginn í sjálfu sér á móti því að útrýma fátækt, en það er þó hægara sagt en gert. Það verður reyndar að taka það með í reikninginn að fátækt er að vissu marki afstæð, tekjur segja ekki alla söguna um hvað fólk hefur á milli handanna.
Hitt er svo ljóst að ef fátækt er miðuð við hlutfall af meðaltekjum, eða miðgildistekjum eins og virðist helst tíðkast nú um stundir og stjórnmálamenn í VG og Samfylkingu hafa hampað, er aðeins ein leið til að útrýma fátækt.
Það að þjóðfélag flatneskjunnar, þar sem trén sem vaxa best og hraðast eru miskunarlaust höggvin niður, allt í nafni jöfnuðar.
Ég vona svo sannarlega að Íslendingar beri gæfu til að hafna slíku þjóðfélagi í kosningunum í vor.
VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 08:29
Að frelsa konur frá ríkisrekstri - Pólitík í NorðAustri.
Í gærkveldi eftir að ró fór að færast yfir Bjórá og ég var að bíða eftir að Formúlan hæfist, fór ég að horfa á Íslenskt sjónvarp. Horfði meðal annars aðeins á Silfrið frá því á síðasta laugardag, og svo kosningaþáttinn frá NorðAustrinu á Stöð 2.
Ég verð að segja að mér fannst Margrét Pála og það sem hún hafði fram að færa ákaflega áheyri- og merkilegt. Tölurnar sem hún nefndi yfir muninn á konum og körlum sem starfa hjá hinu opinbera var líka sláandi, fast að 60% kvenna en rétt ríflega 20% karla vinna hjá hinu opinber..
Það verður fróðlegt að sjá hvort að það verða umræður í þessa átt á næstunni, sérstaklega nú fyrir kosningar. Það verður sömuleiðis fróðlegt að sjá hvernig "kvenfrelsisflokkarnir" bregðast við við þessari umræðu. Það er líklega flestum í fersku minni hvernig R-listaflokkarnir reyndu að virtist að bregða fæti sem oftast fyrir einkarekstur, t.d. í skólakerfinu.
Enda virtist fulltrúum Samfylkingar og VG í Silfrinu ekki líka þessi málflutningur, enda ekki þekktir fyrir stuðning við einkarekstur, þó að þeir tali líklega þega "mikið liggur við".
En ég myndi segja að það væri þarft að ræða þetta frekar. Háskólasamfélagið á Íslandi hefur tekið gríðarmiklum breytingum með tilkomu einkareksturs og eftir því sem ég heyri hefur skólum og leikskólum Margrétar Pálu verið afar vel tekið.
Kosningaþátturinn frá NorðAustri var nokkuð sléttur og felldur, þó að það færi ekki fram hjá neinum að Steingrímur og Valgerður létu hvort annað fara í taugarnar á sér, snertiflöturinn hjá kjósendahópnum enda stór í kjördæminu.
En niðurstaðan úr þeirri skoðankönnun var ótrúleg og niðurlæging Valgerðar og Framsóknar algjör. Þó að ég hafi nú trú á því að Framsókn "skrapi" inn 2. mönnum í kjördæminu er staðan augljóslega ekki góð.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig umræðan um álver á Bakka á eftir að þróast, en mér þykir líklegt að hún verði fyrirferðarmikil fyrir kosningar. Ég yrði ekki hissa þó að það yrði stærsta málefnið í þessu kjördæmi. Athyglisverð sú hugmynd sem Kristján Þór skaut fram í þættinum, að kosið yrði á meðal Húsvíkinga um byggingu álvers, samhliða þingkosningum.
Allir þeir sem voru fylgjandi því að Hafnfirðingar fengju að segja sitt álit á stækkun Alcan þar, hljóta að óska þess að Húsvíkingar fái sömuleiðis að greiða atkvæði.
Mín spá fyrir þetta kjördæmi er Sjálfstæðisflokkur 3, Framsókn, Samfylking og VG 2 hver, erfiðara eins og gefur að skilja að spá fyrir um jöfnunarmanninn.
9.4.2007 | 08:15
Ekkert nýtt
Ég er nú eiginlega alveg hættur að láta það sem kirkjunarfólk segir fara í taugarnar á mér, enda nokkuð um liðið síðan aðild minni að þeim klúbbi lauk.
En ég get þó ekki stillt mig um að benda á að það er ekkert nýtt að kirkjunnar menn séu á móti framförum, vísindum og ýmsu því sem horfir til almanna heilla.
Áherslan á endalausar framfarir er tál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2007 | 06:00
"Vogum" vinnur?
Það er vissulega athyglivert að Alcan kanni möguleika á því að flytja á Keilisnesið. Það er þó meira en að segja það að flytja eitt stykki álver.
En það var mikil vinna lögð í það fyrir nokkrum árum að reyna að koma álveri á það nes. Jón Sigurðsson (ekki Framsóknarhöfðingi, heldur Krata) lagði mikið á sig til að af því gæti orðið, ef til vill rætist sá gamli "kratadraumur" nú?
En skyldi verða kosning? En þykir öllum jafn sjálfsagt að íbúar í Vogum geti kosið til sín álver og þeim fannst að Hafnfirðingar gætu neitað því um stækkun?
Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2007 | 08:51
Vonbrigði í Malasíu
Ég get ekki neitað því að ég var bjartsýnn fyrir hönd okkar Ferrariaðdáenda fyrir kappaksturinn í Malasíu, en hvílík vonbrigði.
Frá fyrstu mínútu glutruðum Massa og Raikkonen þessu niður, Massa gerði slík mistök að það var með eindæmum, en það verður að horfa fram á við.
Það eina sem gladdi augað í þessum kappakstri var fantagóður akstur Hamilton, raunar með eindæmum hvað hann ekur vel, rétt eins og hann sé að keyra sinn 50 kappakstur en ekki 2.