Þorrablót í Toronto

Þorrablót í Toronto 2007Öll fjölskyldan fór á "Þorrablót" í kvöld. Eins og ég hef reyndar minnst á áður hér á blogginu, þá er það siður hér í Toronto að "Þorrablót" er haldið í endann mars eða byrjun apríl. Því verður ekkert haggað.  (Það minnir mig reyndar á það að nú er ég búinn að blogga í rúmlega ár, því með fyrstu færslum sem ég setti inn var færsla um Þorrablótið í fyrra).

Aðsóknin var með ágætum, eða fast að 200 manns og létu menn vel af sér.

Jóhanna Sigrún Sóley fór á kostum, Leifur Enno skemmti sér manna best, maturinn var ljómandi, rauðvínið ágætt,  Reyka vodki á boðstólum og meira að segja hákarl fyrir þá sem hafa bragðlauka fyrir slíkt.

Að sjálfsögðu var ýmislegt sér til gamans gert, þó að hið fornkveðna, maður er manns gaman hafi spilað stærstu rulluna.  En það voru afhentir skólastyrkir, þögult uppboð fór fram, föndur og söguhorn voru fyrir börnin og síðast en ekki síst þá spiluðu og sungu Sigrún Haraldsdóttir og Michael (ég náði bara ekki eftirnafninu) félagi hennar, nokkur lög, bæði Íslensk og erlend. Frábært atriði.

Ég tók mér það bessaleyfi að setja hér inn upptöku sem ég gerði af söng þeirra, en þar eru þau að flytja (ef ég man rétt) lag og texta eftir Magnús Þór Sigmundsson.  Ég bið þó þó sem á horfa að hafa í huga að upptakan er gerð á litla Canon myndavél og sömuleiðis virðist "syncið" eitthvað hafa farið úr skorðum þegar ég flutti þetta yfir á YouTube.  En þetta er svona tilraun að setja þetta hér inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband