Vonbrigði í Malasíu

Ég get ekki neitað því að ég var bjartsýnn fyrir hönd okkar Ferrariaðdáenda fyrir kappaksturinn í Malasíu, en hvílík vonbrigði.

Frá fyrstu mínútu glutruðum Massa og Raikkonen þessu niður, Massa gerði slík mistök að það var með eindæmum, en það verður að horfa fram á við.

Það eina sem gladdi augað í þessum kappakstri var fantagóður akstur Hamilton, raunar með eindæmum hvað hann ekur vel, rétt eins og hann sé að keyra sinn 50 kappakstur en ekki 2.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband